Kvennasögusafn Íslands
KSS 2021/11
Elísabet Gunnarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin.
1971–2020
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/11. Elísabet Gunnarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.
Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945), framhaldsskólakennari, þýðandi og myndlistargagnrýnandi
Elísabet Gunnarsdóttir er fædd, 21. maí 1945. Hún er ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Elísabet vann sem framhaldsskólakennari, þýðandi og myndlistargagnrýnandi í Reykjavík.
Elísabet Gunnarsdóttir afhenti safninu ýmis skjöl úr fórum sínum er varða Rauðsokkahreyfinguna ásamt upplýsingum um skjölin.
Viðbót við efni sem Elísabet hefur áður afhent safninu, safnmark KSS 2020/1.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.
KSS 2020/1. Elísabet Gunnarsdóttir
Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í september 2021. Stuðst var við skráningu Elísabetu en skjölum var raðað í tímaröð, frá 1971–2020.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
8. september 2021
askja 1
örk 1: „Til íslenskra kvenna frá Rauðsokkum“, um fóstureyðingar. 1971.
örk 2: Úrklippa úr dönsku blaði frá 1975, viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur og Þuríði Magnúsdóttur.
örk 3: „Skýrsla“ árituð af skólameistara Lindargötuskóla, Hafsteini Stefánssyni. „Föstudaginn 24.10. mætti enginn kvenmaður til vinnu“. Kvennafrídagurinn.
örk 4: Um Kvennaverkfall. Ræða eða blaðagrein að mati Elísabetu sjálfrar.
örk 5: Innslag í útvarpsþátt, 1975.
örk 6: Kvittun, Bráðabirgðarhópur um Kvennafrí. 1975.
örk 7: Kynningarhópur framkvæmdanefndar um Kvennafrí, götuskrár. 1975.
örk 8: Listar frá Framkvæmdarnefnd Kvennafrísins. 1975.
örk 9: Minnispunktar Elísabetar frá fundum Kvennaársnefndar „Geira“ 1975-1976.
örk 10: Tillögur af fundum Kvennaársnefndar Geiru. 1976.
örk 11: Ræða Elísabetar frá árinu 1976.
örk 12: Til aðildafélaga ASÍ, ályktun gerð á ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. 1976.
örk 13: Til allsherjarnefndar neðri deildar Alþingis, 1976. Frá Rauðsokkum.
örk 14: Tillögur um ráðstöfun tekjuafgangs, 1976.
örk 15: „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir“. Um fóstureyðingar, birtist í Þjóðviljanum 21. maí 1985.
örk 16: Sálmaskrá, útför Vilborgar Sigurðardóttur og minningarorð úr Morgunblaðinu, 29. febrúar 2020.
Fyrst birt 20.09.2021