Kvennasögusafn Íslands
KSS 2018/21
Edda Óskarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin.
1971–1983
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/21. Edda Óskarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.
Edda Óskarsdóttir (f. 1938), myndlistarkona og -kennari
Edda Óskarsdóttir (f. 18. janúar 1938) er menntaður myndlistarmaður og myndlistarkennari, hún var skólastjóri í Reykjavík. Hún er ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar á Íslandi. Hún útskrifaðist árið 1968 og vann sem myndlistarkennari, hún var í stjórn félags myndlistarkennara árið 1978.
Úr fórum Eddu Óskarsdóttur.
Edda Óskarsdóttir afhenti Kvennasögusafni í desember 2018 á fundi Rauðsokka og Kvennasögusafns.
Ein askja
Tvö eintök af Forvitin Rauð sem til eru nú þegar og á timarit.is, Forvitin Rauð frá desember 1976 og 1 maí. 1976.
Raðað eftir upprunalegri flokkun skjalamyndara.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og danska
KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.
Emma Björk Hjálmarsdóttir flokkaði, september 2021. Safnið var flokkað af afhendingaðila svo því skipulagi var fylgt. Vegna smæðar safnsins var það ekki flokkað í skjalaflokka.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
10. september 2021
askja 1
örk 1: Vinnuplögg varðandi starfshóps um fóstureyðingar. Lög á dönsku um fóstureyðingar. Tillaga til þingsályktunar um fóstureyðingar frá 1971.
örk 2: Afrit af pistli úr Velvakanda Morgunblaðsins, 2. desember 1971 um fóstureyðingu. Almenn hegningarlög frá 1940. Tölfræði fóstureyðinga samkvæmt lögum, 1968. Umfjöllun um fóstureyðingar á dönsku frá 1969.
örk 3: Afrit af Social Medicin eftir Iwan Mark.
örk 4: Frá ráðstefnu Æsi og Rauðsokka, óbirt ávörp frá Rauðsokkahreyfingunni varðandi fóstureyðingar. Pistill fluttur af Helgu Ólafsdóttur í útvarpinu 6. desember 1971.
örk 5: Um fóstureyðingalög og sjálfsákvörðunarrétt.
örk 6: Umfjöllun um fóstureyðingar, Hjördís Hákonardóttir.
örk 7: Dreifirit Alþjóðlegur baráttudagur fyrir frjálsum fóstureyðingum. Bréf sent til allra alþingismanna vegna frumvarps um nýja fóstureyðingalöggjöf, lagt fram á alþingi í nóvember 1973.
örk 8: Orð í belg um fóstureyðingar eftir Katrínu Fjeldsted. Pistill eftir G.Ó.
örk 9: Upplýsingar um heilsugæslustöðvar í London sem framkvæmdu fóstureyðingar. Með fylgdi límmiði sem á stóð „Konur leituðu til Rauðsokka um aðstoð og uppl“.
örk 10: Samanburður á eldri lögum um fóstureyðingar (frá 1935 og 1938) og nýju frumvarpi. Synjanir umsókna um vönun eða fóstureyðingu á árunum 1964 og 1970.
örk 11: Handskrifuð umfjöllun um „Að gefa barn?“.
örk 12: Umfjöllun sem birtist í Forvitin Rauð í janúar 1974 um fóstureyðingar. Vilborg Harðardóttir vélritaði upp handskrifaðar lýsingar kvenna og skrifaði formála.
örk 13: Hefti, upplýsingar um fóstureyðingar frá Rauðsokkahreyfingunni.
örk 14: Synjanir umsókna um vönun/ og eða fóstureyðingu samkvæmt samkvæmt 1. nr. 16/1938 á árunum 1964-1970.
örk 15: Upplýsingar um getnaðarvarnir.
örk 16: Blöð í yfirstærð, upplýsingar um getnaðarvarnir. „Að gefa barn“ pistill, eftir Sigríði Kristinsdóttur og Hjördísi Bergsdóttur.
örk 17: Dreifirit um ráðstefnur Rauðsokkahreyfingarinnar.
örk 18: Bréf frá ritnefnd 19. júní Kvenréttindafélags Íslands. Hugmyndir starfshóps Rauðsokkahreyfingarinnar um störf og starfsaðgerðir hreyfingarinnar í framtíðinni. Mismunur kynjanna, launatöflur frá 1972.
örk 19: Frumvarp til laga um mannanöfn, 1971.
örk 20: Upplýsingar á dönsku.
örk 21: Staða konunnar á vinnumarkaðnum.
örk 22: Samantekt Eddu Óskarsdóttur á Jafnréttissíðum Vilborgar í Þjóðviljanum og listi yfir umfjöllun í Morgunblaðinu.
örk 23: Kvennabréfið 1983.
örk 24: Úrklippa, umfjöllun um fóstureyðingar.
Fyrst birt 15.09.2021