Fjórar nýjar afhendingar rötuðu inn á Kvennasögusafn í vikunni og var skjalasafn Kvenfélagasamband Íslands langsamlega stærst þeirra. Hinar afhendingarnar innihéldu einstaka bréf og skjöl frá konum, það elsta símskeyti frá 1919 og það yngsta bréf frá 1972. Allt er þetta dýrmætt í okkar augum og við hvetjum fólk eindregið til að hafa samband ef það hefur efni í fórum sínum sem það vil afhenda.