Skjalasöfn einstaklinga

Jarþrúður Karlsdóttir (1923–1987). KSS 2021/13.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2021/13

  • Titill:

    Jarþrúður Karlsdóttir

  • Tímabil:

    1971

  • Umfang:

    Ein askja, þunn.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/13. Jarþrúður Karlsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Jarþrúður Karlsdóttir (1923–1987)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Jarþrúður Karlsdóttir fæddist þann 10. maí 1923 og lést 1987. Foreldrar hennar voru Karl Karlsson og Guðrún Ólafsdóttir, voru þau bæði Reykvíkingar. Hún giftist Einari Magnússyni árið 1951 og fluttust þau ásamt börnum sínum til Seyðisfjarðar árið 1958 þar sem Einar fékk starf sem verksmiðjustjóri hjá Síldarverksmiðju ríkisins. Þar bjuggu þau til ársins 1975 þegar Einar lést. Jarþrúður var strax mjög virk í starfi Alþýðuflokksins frá því hún flutti til Seyðisfjarðar og hélt því áfram eftir flutninga til Reykjavíkur árið 1976.

    Heimild: Alþýðublaðið 21. október 1987, bls. 4.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum dóttur Jarþrúðar.

  • Um afhendingu:

    Rannveig Einarsdóttir, dóttir Jarþrúðar, gaf afrit af skjölum móður sinnar þann 14. júlí 2021 ásamt leiðarvísi og umfjöllun á framboðsræðum hennar.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Útprentuð afrit af framboðsræðum Jarþrúðar Karlsdóttur til Alþingiskosninga 1971. Umfang, 1 askja.

  • Frágangur og skipulag:

    Innri formgerð efnisins var flokkað af afhendingaraðila og með fylgdi leiðarvísir sem stuðst var við skráningu. Ræður settar í röð eftir númerum afhendingaraðila.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

  • Umfang og tæknilegar þarfir:

    Stafræn afrit af framboðsræðum eru varðveitt hjá safninu ásamt útprentuðum afritum.

  • Leiðarvísar:

    Efnið var flokkað og tekið saman af afhendingaraðila.

Tengt efni

  • Staðsetning afrita:

    Frumgerðir eru í vörslu afhendingaraðila.

  • Staðsetning afrita:

    Afrit eru í vörslu Kvennasögusafns.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Emma Björk Hjálmarsdóttir, sumarstarfsmaður Kvennasögsuafns, tók við afhendingu gagna og skráði í júlí 2021.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum 

  • Dagsetning lýsingar:

    júlí 2021


Skjalaskrá

askja 1 

  • Örk 1: Framboðsræða. Konur og stjórnmál, vald karlmanna. Alþýðuflokkurinn og jafnrétti kynjanna. Handskrifuð, lengd 5 síður.
  • Örk 2: Framboðsræða. Gengi Alþýðuflokksins á Austurlandi og árangur krata í sjávarútvegsmálum, menntamál dreifbýlis og fleira.
  • Örk 3: Framboðsræða. Alþýðuflokkurinn og viðfangsefni áttunda áratugarins (vantar seinni hluta ræðunnar).
  • Örk 4: Framboðsræða haldin á Seyðisfirði. Gagnrýni á Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson, málaflokkar og árangur Alþýðuflokksins í kjördæminu og á landsvísu, gagnrýni á stjórnarandstöðuna.
  • Örk 5: Gagnrýni á Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson, málaflokkur og árangur Alþýðuflokksins á landsvísu, gagnrýni á stjórnarandstöðuna. Lengd 5 síður, tvær útgáfur af síðustu síðunni.
  • Örk 6: Framboðsræða, gagnrýni sú sama og nr. 4 og 5.
  • Örk 7: Framboðsræða. Árangur Alþýðuflokksins á Austurlandi í gegnum árin. Stutt ræða.
  • Örk 8: Gagnrýni á aðra frambjóðendur kjördæmisins.
  • Örk 9: Gagnrýni á aðra frambjóðendur, svipuð ræða og nr. 8.
  • Örk 10: Framboðsræða. Gagnrýni á aðra frambjóðendur í kjördæminu (vantar fyrstu síðuna).
  • Örk 11: Gagnrýni á aðra frambjóðendur. Stutt ræða eða hluti af ræðu.

Fyrst birt 03.08.2021

Til baka