Kvennasögusafn á Landsbókasafni fékk í dag styrk frá Jafnréttissjóði til að vinna skjala- og upplýsingavef með og um Rauðsokkahreyfinguna. Áður hefur verkefnið verið styrkt af menntamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og ASÍ. Stefnt er að því að opna vefinn í lok árs 2021. Nánar má lesa um úthlutunina á vef Rannís.
Á myndinni eru forsætisráðherra sem afhenti styrkinn, fulltrúar Rauðsokkahreyfingarinnar og fulltrúar Kvennasögusafns/Landsbókasafns.
Frá vinstri til hægri: Katrín Jakobsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Emma Björk Hjálmarsdóttir og Rakel Adolphsdóttir.