Skjalasöfn einstaklinga

Oddný Guðmundsdóttir (1908–1985). KSS 2020/13.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2020/13

  • Titill:

    Oddný Guðmundsdóttir

  • Tímabil:

    óvíst

  • Umfang:

    Þrjár öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/13. Oddný Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Oddný Guðmundsdóttir (1908–1985), rithöfundur

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Oddný Guðmundsdóttir fæddist árið 1908 á Hóli á Langanesi. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1929 og stundaði síðan nám og störf á bæði Norðurlöndunum og í Sviss. Frá árinu 1940 var Oddný farkennari í um þrjátíu ár víða um land en lengst á Vestfjarðakjálkanum. Oddný fór allra sinna ferða á hjóli og þótti henni það lítið mál að hjóla frá Langanesinu til Reykjavíkur. 

     

    Oddný skrifaði talsvert; skáldsögur, smásögur og greinar auk þess sem hún vann að þýðingum. Þá voru einnig leikrit eftir hana flutt í útvarpi. Hluta úr grein Oddnýjar sem birtist í bókinni Konur skrifa og kom út 1980 má lesa á vefsíðunni Strandir.is: Úr dagbók farkennara. Oddný lést á Raufarhöfn árið 1985.“

    Heimild: Skáld.is

  • Varðveislusaga:

    Sigrún Lilja Jónasdóttir afhenti skjölin en þau foru hluti af sýningu um Oddnýju ættarslóðum hennar árið 2019. Samhliða sýningunni var unnin útvarpsþáttur um Oddnýju sem var fluttur á Rás 1.

  • Um afhendingu:

    Sigrún Lilja Jónsdóttir afhenti Kvennasögusafni 22. desember 2020.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Handrit, bréf og gönguskór.

  • Grisjun:

    Eftirfarandi bækur voru afhentar með skjalasafninu:

    • Einar Kristjánsson, Undir högg að sækja, Akureyri 1955 [áritað til Oddnýja frá höf. „Frk. Oddný Guðmundsdóttir rithöf. Með bestu kveðju Einar Kristjánsson]
    • Oddný Guðmundsdóttir, Síðasta baðstofan, Akureyri 1972
    • Oddný Guðmundsdóttir, Svo skal böl bæta, Reykjavík 1943
    • Oddný Guðmundsdóttir, Haustnætur í Berjadal. Unglingasaga. Reykjavík 1982
    • Oddný Guðmundsdóttir, Tveir júnídagar, Akureyri 1949
    • Oddný Guðmundsdóttir, Veltiár, Reykjavík 1946
    • Oddný Guðmundsdóttir, Á því herrans ári …, Reykjavík 1954
    • Oddný Guðmundsdóttir, Orðaleppar og aðrar ljótar syrpur, 1983
  • Frágangur og skipulag:

    A.    Bréf

    B.    Handrit

    C.    Munir

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir flokkaði og skráði 22. júní 2021

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    22. júní 2021


Skjalaskrá

askja 1

A. bréf

  • örk 1: Frá Oddnýju Guðmundsdóttur til Gísla Guðmundssonar, Helsingör 14. ágúst [ártal óvíst, þrjú blöð, umslag án frímerkis]
  • örk 2: Frá Oddnýju Guðmundsdóttur til Gísla Guðmundssonar [ártal óvíst, tvö blöð]
  • örk 3: Frá Oddnýju Guðmundsdóttur til Gísla Guðmundssonar, Stokkhólm 10. desember [ártal óvíst, tvö blöð, umslag án frímerkis]
  • örk 4: Frá Oddnýju Guðmundsdóttur til Gísla Guðmundssonar, Skólpastöðum 22. febrúar [ártal óvíst, þrjú blöð, umslag án frímerkis]
  • örk 5: Frá mágkonu til Oddnýjar Guðmundsdóttur, Kleppjárnskjörum 25. janúar [ártal óvíst, fimm blöð, umslag án frímerkis]
  • örk 6: Frá Siggu til Oddnýja Guðmundsdóttur, jólakort og umslag [ártal óvíst]

askja 2

B. Handrit

  • örk 1: Handrit að skáldsögunni Skuld [vélritað, 302 blöð]
  • örk 2: Kápa af bókinni Vinirnir eftir Erich Maria Remarque [var undir handriti í möppu við afhendingu]
  • örk 3: Mappa sem handritið var í við afhendingu [allt járn fjarlægt]

askja 3

C. Munir

  • Gönguskór Oddnýjar [brúnir leður, varðveittir í skókassa sem fylgdi við afhendingu]

askja 4 

C. Munir frh.

  • Oddný Guðmundsdóttir, Skuld, Reykjavík 1967 [merkt: Margrét og Gísli, ljósmynd af höfundi á fremsta spjaldi í bókinni] 

Fyrst birt 22.06.2021

Til baka