Kvennasögusafn Íslands
KSS 2020/13
Oddný Guðmundsdóttir
óvíst
Þrjár öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/13. Oddný Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.
Oddný Guðmundsdóttir (1908–1985), rithöfundur
„Oddný Guðmundsdóttir fæddist árið 1908 á Hóli á Langanesi. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1929 og stundaði síðan nám og störf á bæði Norðurlöndunum og í Sviss. Frá árinu 1940 var Oddný farkennari í um þrjátíu ár víða um land en lengst á Vestfjarðakjálkanum. Oddný fór allra sinna ferða á hjóli og þótti henni það lítið mál að hjóla frá Langanesinu til Reykjavíkur.
Oddný skrifaði talsvert; skáldsögur, smásögur og greinar auk þess sem hún vann að þýðingum. Þá voru einnig leikrit eftir hana flutt í útvarpi. Hluta úr grein Oddnýjar sem birtist í bókinni Konur skrifa og kom út 1980 má lesa á vefsíðunni Strandir.is: Úr dagbók farkennara. Oddný lést á Raufarhöfn árið 1985.“
Heimild: Skáld.is
Sigrún Lilja Jónasdóttir afhenti skjölin en þau foru hluti af sýningu um Oddnýju ættarslóðum hennar árið 2019. Samhliða sýningunni var unnin útvarpsþáttur um Oddnýju sem var fluttur á Rás 1.
Sigrún Lilja Jónsdóttir afhenti Kvennasögusafni 22. desember 2020.
Handrit, bréf og gönguskór.
Eftirfarandi bækur voru afhentar með skjalasafninu:
A. Bréf
B. Handrit
C. Munir
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Rakel Adolphsdóttir flokkaði og skráði 22. júní 2021
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
22. júní 2021
askja 1
A. bréf
askja 2
B. Handrit
askja 3
C. Munir
askja 4
C. Munir frh.
Fyrst birt 22.06.2021