Skjalasöfn einstaklinga

Arndís Steingrímsdóttir (1933–2021). KSS 2021/3.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2021/3

  • Titill:

    Arndís Steingrímsdóttir

  • Tímabil:

    1932–1946

  • Umfang:

    Tvær öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/3. Arndís Steingrímsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Arndís Steingrímsdóttir (1933–2021)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Arndís Steingrímsdóttir var fædd 24. september 1933. Hún lést 13. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Steingrímur Jónsson (1890–1975) rafmagnsstjóri í Reykjavík og Lára Árnadóttir (1892–1973) húsmóðir. Systkini Arn­dís­ar voru Guðrún Sig­ríður (1920–2006), Sig­ríður Ólöf (1922–2004), Þóra (1924–2014), og Jón (1928–2011). Arndís ólst upp á Laufásvegi 73 í Reykjavík. Hún bjó bróðurpart ævinnar miðsvæðis í Reykjavík, en flutti á Strikið 8 í Garðabæ árið 2007. Arndís lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar árið 1950 og lærði svo píanóleik í Tónlistarskóla Reykjavíkur (1950–1956) og Royal Academy of Music í London (1962–1963). Hún var kennari við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1960–1990 og svo Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fram að starfslokum. Hún var formaður Félags Tónlistarkennara 1976–1977 og stofnfélagi Gigtarfélags Íslands. Arndís fékk heiðursverðlaun Evrópusambands píanókennara á 40 ára afmæli sambandsins 2019.

    Heimild: Morgunblaðið 26. janúar 2021.

  • Varðveislusaga:

    Úr dánarbúi Arndísar

  • Um afhendingu:

    Þóra Jónsdóttir (f. 1955) afhenti Kvennasögusafni skjalasafnið í febrúar 2021.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Tvær öskjur sem innihalda 13 skólabækur, möppur með teikningum og stílum, auk nokkurra lausra teikninga frá námi Arndísar við barnaskóla mest frá árunum 1940–1946.

  • Frágangur og skipulag:

    Safninu var skipt í tvo skjalaflokka: A. Námbækur og B. Námsmöppur. Námbókunum var raðað í tímaröð og námsmöppum var raðað í tímaröð eftir bestu getu. Allt efni er í númeruðum örkum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

  • Umfang og tæknilegar þarfir:

    Mest llt efni er handskrifað eða handteiknað.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir flokkaði og skráði 22. júní 2021.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    22. júní 2021


Skjalaskrá

askja 1

A. Námsbækur

  • örk 1: Stílabók 1 [1940–1941]
  • örk 2: Stílabók 2 [1940–1941]
  • örk 3: Stílabók 3 [1940–1941]
  • örk 4: Stílabók 4 [1940–1941]
  • örk 5: Stílabók 5 [1940–1941]
  • örk 6: Stílabók 6 [1940–1941]
  • örk 7: Teikningar og stafir
  • örk 8: Teikningar og stílar
  • örk 9: Reikningsbók og teikningar [1940–1941]
  • örk 10: Ljóð
  • örk 11: Stílabók 9 ára bekkur
  • örk 12: Málfræði 9 ára bekkur
  • örk 13: Jólabók 9 ára bekkur

 

Askja 2

B. Námsmöppur og lausar teikningar

  • örk 1: Jólamerki 1932 [líklega hefur Þóra eldri systir Arndísar útbúið]
  • örk 2: Teikning 1943
  • örk 3: Teikning blóm
  • örk 4: Teikningar 1942 [m.a. Íslandskort, útsaumsmunstur, manneskjur, hús]
  • örk 5: Mappa 8. H. [m.a. teikningar og ljóð]
  • örk 6: Mappa 9. H. [teikningar]
  • örk 7: Mappa 10 ára H. [saumuð saman og tóm]
  • örk 8: Mappa 11 ára H. [stílar, ljóð og teikningar]
  • örk 9: Mappa 12 ára H. [stílar og teikningar]
  • örk 10: Mappa 12 H. [teikningar]
  • örk 11: Mappa 1 c [teikningar]
  • örk 12: Mappa 3 c. [teikningar, úrklippur, ljósmyndir af Hollywood leikurum svo sem Hedy Lamar, Ingmar Bergman o.fl.]
  • örk 13: Mappa 13 ára [stór]

Fyrst birt 22.06.2021

Til baka