Jun 2, 2021

Kjörgripur mánaðarins


Kvennasögusafn lagði til kjörgrip mánaðarins á vef Landsbókasafns í júní. Var tölublað fyrstu útgáfu tímaritsins 19. júní sem kom út fyrir akkúrat 100 árum fyrir valinu.

Tímaritið 19. júní kom út í Reykjavík mánaðarlega á árunum 1917–1929. Það var kvenréttindablað. Til umfjöllunar í blaðinu voru baráttumál kvenna svo sem landsspítalamálið og notkun kosningarréttarins en auk þess voru umsagnir um bækur, húsráð, uppeldisráð, uppskriftir, sögur og ljóð ásamt umfjöllunum um einstaka stórhuga konur, bæði íslenskar og erlendar. 

Inga Lára Lárusdóttir, kennari og kvenréttindakona, var ritstjóri og útgefandi tímaritsins. Hún stofnaði það upphaflega sem söfnun fyrir landsspítalasjóð og var hún meðal þeirra sem stofnuðu Bandalag kvenna sama sumar. Í boðsbréfi 19. júní segir: 

„Það á að ræða öll þau mál, er konur hafa áhuga á, heimilis- og uppeldismálin, eigi síður en opinber þjóðfélagsmál. Það að leitast við að flytja fregnir af því, er gjörist meðal systra vorra í hinum stóru löndunum. Það vill láta til sín taka, alt það, er lítur að þroska vor kvenna og getur orðið oss til gagns á öllum hinum margbreyttu starfssviðum vorum, og þar skal, svo freklega sem rúmið leyfir, orðið vera frjálst öllum þeim, körlum sem konum, er vilja fræða eða hvetja oss konurnar.“ 

19. júní var endurvakið af Kvenréttindafélagi Íslands sem ársrit árið 1951 og hefur verið gefið út sleitulaust í 70 ár.  

Bæði tímaritin eru aðgengileg á timarit.is. 

Hér er hægt að lesa tölublaðið sem kom út fyrir 100 árum.

19 juni 1921 b19 juni 1921 c

Ítarefni:

Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur: Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930, Reykjavík 2004.

KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands. Einkaskjalasafn. [Skjalaskrá]

19 juni 1921.jpg