Jun 14, 2021

Nemendur flokkuðu skjalasöfn á vorönn


Á vorönn vorum við svo heppin á Kvennasögusafni að hafa tvo nemendur frá Háskóla Íslands hjá okkur að vinna að skráningu einkaskjalasafna sem hafa verið afhend nýlega.

Ása Ester Sigurðardóttir flokkaði skjalasafn Félags íslenskra háskólakvenna sem einstaklingsverkefni í meistaranámi í sagnfræði [safnmark KSS 2018/10]. Skjalasafnið var ansi víðfeðmt. Það var afhent í bananakössum og IKEA-pokum en verður varðveitt í ríflega 100 skjalaöskjum að lokinni skráningu. Agnes Jónasdóttir sagnfræðingur flokkaði hluta skjalasafns Bandalags kvenna í Reykjavík [safnmark KSS 2018/20] sem verkefni í námsleiðinni viðbótardiplóma í hagnýtri skjalfræði.

Við þökkum þeim tveimur kærlega fyrir vel unnin (sjálfboðaliða)störf á safninu og hlökkum til að miðla skjalaskránum á heimasíðu Kvennasögusafns þegar þær hafa verið fullunnar.

sa maí

182069010_4111810585540514_416859211186092052_n.jpg