Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 166
Margrét Sigurðardóttir Hermannson
1970-1988
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 166. Margrét Sigurðardóttir Hermannsson.
Margrét Sigurðardóttir Hermannson (1915–1994)
Fæddist á Ísafirði 4. maí 1915 og lést í Helsingborg 23. maí 1994. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigursson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki, og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Systkini hennar voru Sigurður listmálari, Stefanía Guðríður skrifstofumaður , Arnór verðlagseftirlitsmaður á Sauðárkróki, Stefán lögfræðingur, Hrólfur listmálari, Guðrún listmálari, Árni, sóknarprestur á Blönduósi, og Snorri skógfræðingur,
Margrét fór til Danmerkur haustið 1939 og vann sem hjúkrunarkona á St. Hans-sjúkrahúsinu í Hróarskeldu. Hún fór til Svíþjóðar haustið 1940 og starfaði á sjúkrahúsinu í Gävle og háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Margrét giftist 26. mars 1942 Olle Hermansson cand.jur. Voru þau gefin saman í ráðhúsinu í Uppsölum. Þau fluttust þá til Helsingborgar þar sem þau bjuggu upp frá því. Börn þeirra fjögur eru Nanna Stefanía, borgarminjavörður í Stokkhólmi, Gunnar, skipulagsarkitekt í Landskrona, Anders Snorri, starfsmannastjóri í Stokkhólmi, og Sigurður, hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi.
Margrét gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Helsingborgar. Hún var borgarfulltrúi 1961-62 og 1967-82, fyrsti varaforseti borgarstjórnar 1980-1982, í skólanefnd 1956-73 og í hafnarstjórn 1974-82. Hún beitti sér innan borgarstjórnar Helsingborgar fyrir fjölmörgum líknar- og menningarmálum, var formaður í samtökunum „Umhyggja fyrir öldruðum“ og formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Helsingborg. Fyrir störf sín í þágu borgarinnar hlaut Margrét gullheiðursmerki árið 1983. Hún var formaður í Félagi hægri kvenna/Íhaldsflokkskvenna 1964-76. Hún beitti sér innan flokksins fyrir hinu fyrsta raunverulega kvennaframboði í Svíþjóð árið 1973 og hlaut efsta konan á kvennalista flokksins þingsæti.
Aska Margrétar var jarðsett í kirkjugarðinum á Sauðárkróki.
Heimild: Morgunblaðið 23. júní 1994.
Úr fórum fjölskyldu hennar.
2. september 1994. Olle Hermannsson, advokat i Helsingborg í Svíþjóð sendi dóttur sína Nönnu Hermannson með úrklippumöppu um konu sína Margréti Sigurðardóttir Hermannson fædd 4. maí 1915, dáin 23. maí 1994.
Ein askja með úrklippum sem er raðað á spjöld af afhendingaraðila, auk þess er upplýsingablað um Margréti.
Safnið er skipulagt eins og það var afhent.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Sænska
Rakel Adolphsdóttir skráði á safnmark og tók saman lýsandi samantekt 2. febrúar 2021. Úrklippurnar höfðu áður verið skráðar með safni KSS 44 [líklega fyrir mistök].
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
2. ferúar 2021
askja 1
Æviágrip, skrifað af eiginmanni Margrétar
Úrklippur frá stjórnmála- og félagastarfi Margrétar í Helsingborg
Fyrst birt 03.02.2021