Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 164
Halldóra Sigurjónsdóttir
1929–1988
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 164. Halldóra Sigurjónsdóttir.
Halldóra Sigurjónsdóttir (1905–1994), skólastjóri Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum
Fædd 26. júní 1905 á Sandi í Aðaldal. Foreldrar hennar voru Sigurjón Friðjónsson bóndi og Kristín Jónsdóttir. Systkini hennar eru níu talsins: „Arnór, skólastjóri Alþýðuskólans á Laugum, síðar starfsmaður Hagstofu Íslands, Unnur, húsfreyja á Laugabóli í Reykjadal, Áskell, bóndi í Laugafelli í Reykjadal, Dagur, skólastjóri barnaskólans á Litlulaugum, Fríður, ljósmóðir, síðast á Sólvangi í Hafnarfirði og Sigurbjörg, húsfreyja á Litlulaugum í Reykjadal, en yngri Ingunn, sem lést úr berklum fulltíða, Ásrún, hjúkrunarkona á Hvítabandinu í Reykjavík, og Bragi, alþingismaður og bankaútibússtjóri á Akureyri.“
Lærði „við Alþýðuskólann á Breiðumýri 1922-23 og síðar á Laugum 1926-27, þegar skólinn hafði verið fluttur þangað. Eftir það fór hún til náms í hússtjórnarfræðum til Svíþjóðar, fyrst við húsmæðraskólann Helsingegården 1927-28. Húsmæðrakennaraprófi lauk hún hins vegar í Rimforsa 1930. Enn fór hún í námsferð til Norðurlanda 1950 og tók m.a. þátt í kennaranámskeiði í uppeldishagfræði í Uppsölum.“ Hóf störf við kennslu við húsmæðraskola á Laugum árið 1930 og tók við skólastjórn árið 1946 og gegndi henni í 20 ár.
Giftist Halldóri Víglundssyni (1911–1977) árið 1933. Þau áttu þrjú björn: Halldór (f. 1934)yfirlæknir á Kristnesspítala, Svanhildi (f. 1938) starfsmann BSRB, og Kristínu (1939–2016), starfskonu Kvennalistans.
Heimild: Morgunblaðið 17. apríl 1994 og Morgunblaðið 26. júlí 2016.
Úr fórum afkomenda. Athugið að þetta eru ekki frumskjölin.
Afhent 26. apríl 2001. Svanhildur Halldórsdóttir (f. 1938) afhendir gögn um og eftir móður sína, Halldóru Sigurjónsdóttur, kennara og skólastjóra við Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum í Reykjadal. Um er að ræða eftirrit Svanhildar af ræðum o.fl. Gögnum móður sinnar ásamt stuttri samantekt um ævi Halldóru og útskýringu á því hvernig unnið er upp úr handritum Halldóru. Frumritin eru í vörslu Svanhildar en þau eru að hennar sögn mjög torlesin. (Halldóra Sigurjónsdóttir)
Ljósrit eða uppskriftir af ræðum, bréfum og öðrum skjölum tengdum Halldóru Sigurjónsdóttur og störfum hennar sem kennara og skólastjóra.
Óvíst hvort von sé á frumgerðum.
Um er að ræða eftirrit Svanhildar Halldórsdóttur, dóttur Halldóru, en frumritin munu vera sundurlaus og erfið aflestrar. Svanhildur „púslaði” þeim saman. Athugasemdir hennar er að finna við flest eftirritin.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Frumgerðir eru í eign og varðveislu afhendingaraðila/afkomanda, Svanhildar Halldórsdóttur.
Endurgerðirnar eru varðveittar í þessu safni á Kvennasögusafni.
Erla Hulda Halldórsdóttir skráði við afhendingu. Rakel Adolphsdóttir tók saman lýsandi samantekt 3. febrúar 2021.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
Skráð árið 2001. Endurskráð 3. febrúar 2021.
askja 1
Fyrst birt 03.02.2021