Skjalasöfn einstaklinga

Halldóra Sigurjónsdóttir (1905–1994). KSS 164.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 164

  • Titill:

    Halldóra Sigurjónsdóttir

  • Tímabil:

    1929–1988

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 164. Halldóra Sigurjónsdóttir.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Halldóra Sigurjónsdóttir (1905–1994), skólastjóri Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fædd 26. júní 1905 á Sandi í Aðaldal. Foreldrar hennar voru Sigurjón Friðjónsson bóndi og Kristín Jónsdóttir. Systkini hennar eru níu talsins: „Arnór, skólastjóri Alþýðuskólans á Laugum, síðar starfsmaður Hagstofu Íslands, Unnur, húsfreyja á Laugabóli í Reykjadal, Áskell, bóndi í Laugafelli í Reykjadal, Dagur, skólastjóri barnaskólans á Litlulaugum, Fríður, ljósmóðir, síðast á Sólvangi í Hafnarfirði og Sigurbjörg, húsfreyja á Litlulaugum í Reykjadal, en yngri Ingunn, sem lést úr berklum fulltíða, Ásrún, hjúkrunarkona á Hvítabandinu í Reykjavík, og Bragi, alþingismaður og bankaútibússtjóri á Akureyri.“

    Lærði „við Alþýðuskólann á Breiðumýri 1922-23 og síðar á Laugum 1926-27, þegar skólinn hafði verið fluttur þangað. Eftir það fór hún til náms í hússtjórnarfræðum til Svíþjóðar, fyrst við húsmæðraskólann Helsingegården 1927-28. Húsmæðrakennaraprófi lauk hún hins vegar í Rimforsa 1930. Enn fór hún í námsferð til Norðurlanda 1950 og tók m.a. þátt í kennaranámskeiði í uppeldishagfræði í Uppsölum.“ Hóf störf við kennslu við húsmæðraskola á Laugum árið 1930 og tók við skólastjórn árið 1946 og gegndi henni í 20 ár.

    Giftist Halldóri Víglundssyni (1911–1977) árið 1933. Þau áttu þrjú björn: Halldór (f. 1934)yfirlæknir á Kristnesspítala, Svanhildi (f. 1938) starfsmann BSRB, og Kristínu (1939–2016), starfskonu Kvennalistans.

    Heimild: Morgunblaðið 17. apríl 1994 og Morgunblaðið 26. júlí 2016.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum afkomenda. Athugið að þetta eru ekki frumskjölin.

  • Um afhendingu:

    Afhent 26. apríl 2001. Svanhildur Halldórsdóttir (f. 1938) afhendir gögn um og eftir móður sína, Halldóru Sigurjónsdóttur, kennara og skólastjóra við Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum í Reykjadal. Um er að ræða eftirrit Svanhildar af ræðum o.fl. Gögnum móður sinnar ásamt stuttri samantekt um ævi Halldóru og útskýringu á því hvernig unnið er upp úr handritum Halldóru.  Frumritin eru í vörslu Svanhildar en þau eru að hennar sögn mjög torlesin. (Halldóra Sigurjónsdóttir)

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ljósrit eða uppskriftir af ræðum, bréfum og öðrum skjölum tengdum Halldóru Sigurjónsdóttur og störfum hennar sem kennara og skólastjóra.

  • Viðbætur:

    Óvíst hvort von sé á frumgerðum.

  • Frágangur og skipulag:

    Um er að ræða eftirrit Svanhildar Halldórsdóttur, dóttur Halldóru, en frumritin munu vera sundurlaus og erfið aflestrar. Svanhildur „púslaði” þeim saman. Athugasemdir hennar er að finna við flest eftirritin.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Staðsetning afrita:

    Frumgerðir eru í eign og varðveislu afhendingaraðila/afkomanda, Svanhildar Halldórsdóttur.

  • Staðsetning afrita:

    Endurgerðirnar eru varðveittar í þessu safni á Kvennasögusafni.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Erla Hulda Halldórsdóttir skráði við afhendingu. Rakel Adolphsdóttir tók saman lýsandi samantekt 3. febrúar 2021.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    Skráð árið 2001. Endurskráð 3. febrúar 2021.


Skjalaskrá

askja 1

  • örk 1:
    • Húsmæðraskóli Þingeyinga á Laugum, skráð um og eftir 1960, af Halldóru Sigurjónsdóttur. [uppskrifað]
    • Viðtal við Halldóru og kynning á skólanum í Tímanum 1962. [ljósrit]
    • Yfirlit yfir skólahald Húsmæðraskólans á Laugum. Ljósrit úr skrá um unna muni o.fl.
  • örk 2: Ræða Halldóru á 25 ára afmæli skólans 1954 ásamt fl. gögnum v. afmælið. [uppskrifað og ljósrit]
  • örk 3: Bréf. Rannveig Kristjánsdóttir til Halldóru 11. maí 1947 um byggingu skólahúss o.fl. [ljósrit]
  • örk 4: Bréf Halldóru og Kristjönu Pétursdóttur 1929-30 þar sem Kristjana biður Halldóru að koma til starfa við húsmæðraskólann. [ljósrit]
  • örk 5: Skólaslita- og setningarræður Halldóru 1952–1964. [uppskrifað]
  • örk 6: Ýmislegt:
    • Stutt æviágrip Halldóru, tekið saman af Svanhildi dóttur hennar. [uppskrifað eða ljósrit]
    • Sýnishorn af rithönd hennar (ljósrit af bls. – góðri að sögn – úr handriti hennar)
    • Ljósrit af ljóði Ásu Ketilsdóttur frá Fjalli, 1988.
    • Afrit af gjafabréfi velunnara Halldóru 1967, þar sem henni er afhentur sjóður í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf.
    • Bréf Halldóru vegna gjafar í Skrúðgarðasjóð HÞL 1979.
    • Ræða Halldóru þegar hún gaf húsmæðraskólanum listaverkið „Ljóðið við rokkinn” eftir Ásmund Sveinsson árið 1970

Fyrst birt 03.02.2021

Til baka