Nov 9, 2020

Kvennasögusafn á Kynjaþingi 2020


Kynjaþing hófst í dag, 9. nóvember, og er rafrænt að þessu sinni. Í ár tekur Kvennasögusafn þátt í viðburði ásamt Sögufélagi og ræðir við höfunda bókarinnar Konur sem kjósa: aldarsaga, þær Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Fjórði höfundur bókarinnar, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, lést fyrr á árinu. Viðburðurinn fer fram á morgun þriðjudag 10. nóvember og verður í beinni útsendingu.  Honum verður varpað út á facebook og youtube, sjá nánar hér: https://www.facebook.com/events/635816473751149/

Eins má lesa sér til um bókina á heimasíðu Sögufélags: https://sogufelag.is/product/konur-sem-kjosa-aldarsaga/.

Uppfært: Samtalið er aðgengilegt á youtube

konur_sem_kjosa_kapa.jpg