Nov 9, 2020

Þjóðarbókhlaða lokuð gestum í bili


Vegna aðstæðna í samfélaginu er Þjóðarbókhlaðan lokuð gestum í bili. Vegna þessa getur Kvennasögusafn ekki tekið við skjalasöfnum eða lánað út gögn fyrr en Landsbókasafn opnar aftur. Starfsemi safnsins er þó enn í gangi og um að gera að heyra í okkur varðandi undirbúning skjala til afhendingar, til að fá upplýsingar um gögn eða fyrir heimildaleitina. Við hlökkum til að sjá ykkur, en fram að því að heyra í ykkur. 

Bokhladan_ur_lofti.jpg