Skjalasöfn einstaklinga

Adda Bára Sigfúsdóttir (f. 1926). KSS 2020/10.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2020/10

  • Titill:

    Adda Bára Sigfúsdóttir

  • Tímabil:

    1940–2017

  • Umfang:

    13 öskjur í mismunandi stærðum

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/4. Adda Bára Sigfúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Adda Bára Sigfúsdóttir (f. 1926), veðurfræðingur og borgarfulltrúi

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fædd í Reykjavík 30. desember 1926. Foreldrar: Sigfús Sigurhjartarson alþingismaður og kona hans Sigríður Stefánsdóttir húsmóðir. Stúdent frá MR 1946. Veðurfræðingur, lærði í Oslóarháskóla 1947–1953. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn 1962–1966 og fyrir Alþýðubandalagið 1970–1986. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1968-1974. Adda Bára starfaði með Kvenréttindafélagi Íslands um áratugaskeið og var í stjórn félagsins 1952–1957 og 1988-1992. Adda Bára var gift Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi (1922–1968). Synir þeirra eru Sigfús, líffræðingur og fyrrum deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun Evrópu, og Kolbeinn, tónlistarmaður.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum skjalamyndara

  • Um afhendingu:

    Afhent til Kvennasögusafns af syni Öddu Báru, Kolbeini Bjarnasyni, þann 26. ágúst 2020.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur dagbækur (í lokuðum aðgangi), gögn tengd stjórnmálastarfi og jafnréttisbaráttu auk skólaskírteina og annars persónulegs efnis Öddu Báru Sigfúsdóttur.

  • Grisjun:

    Margtökum var eytt

  • Viðbætur:

    Viðbóta gæti verið von á næstu árum

  • Frágangur og skipulag:

    Safnið er fullfrágengið. Það er skráð niður á arkir í fimm skjalaflokka. Gögn í hverri örk eru í þeirri röð sem þau bárust. Skjalaflokkar eru eftirfarandi:

    A Kvenréttindafélag Íslands (askja 1)

    B Kvennaráðstefnur (askja 1)

    C Stjórmálaflokkastarf (öskjur 2-5)

    D Persónuleg gögn (askja 6)

    E Dagbækur (öskjur 7-13) [lokaður aðgangur til 2035]

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er takmarkaður að hluta

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, norska og sænska

  • Umfang og tæknilegar þarfir:

    Einungis pappírs gögn. Ein bók var endurgerð stafrænt og er aðgengileg á vefnum einkaskjalasafn.is.

  • Leiðarvísar:

    Enginn leiðarvísir var til staðar fyrir skráningu

Tengt efni

Athugasemdir

  • Athugasemdir:

    Laus blöð sem lágu fremst og aftast í fundargerðarbók voru fjarlægð og sett í sér örk (askja 2, C1, örk 1). Blöðin lágu ekki í neinni reglu og ekki með neinni fundargerðafærslu og því var ákvörðun tekin að varðveita þau utan bókarinnar.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir flokkaði, skráði og tók saman lýsandi samantekt

  • Reglur eða aðferð:

    Lýsingin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    4. nóvember 2020


Skjalaskrá

askja 1

A. Kvenréttindafélag Íslands

  • örk 1: fundargerð 6. landsfundar íslenskra kvenna 1944 [ljósrit]
  • örk 2: útdráttur úr fundargerð fulltrúaráðsfundar K.R.F.Í. 19.­­–22. júní 1950
  • örk 3: fundargerð 8. landsfundar K.R.F.Í. 1952 [merkt Valborg Benediktsdóttir]
  • örk 4: fundargerð 9. landsfundar K.R.F.Í. 1956 [bæklingur innan í: Fundarsköp fyrir landsfund]
  • örk 5: útdráttur úr fundargerð 6. fulltrúaráðsfundar K.R.F.Í. 20.-21. júní 1958
  • örk 6: Launa- og atvinnumál af 10. landsfundi K.R.F.Í. [stakt blað]
  • örk 7: 12. landsfundur Kvenréttindafélags Íslands – 8.–11. júní 1968, tillaga að nýjum félagslögum
  • örk 8: ýmis blöð um fjármál fjölskyldna 1956–1960
  • örk 9: ýmis blöð um launajafnrétti ca. 1961–1972
  • örk 10: Anna Sigurðardóttir á norrænni ráðstefnu í Danmörku 6.-9. september 1964 [danska]
  • örk 11: Aðstöðunefnd kvenna 1970
  • örk 12: Álit ABS á sambandi Rauðsokkahreyfingarinnar og KRFÍ [ódagsett]
  • örk 13: Stofnskrá Kvennasögusafns Íslands 1975 og dreifirit um kvennafrí
  • örk 14: Félagsbréf Félags einstæðra foreldra 1975

 

B Kvennaráðstefnur

B1. 12. þing norrænna kvenréttindafélaga Þingvellir, Ísland, 12.–16. júní 1968

  • örk 1:
    • Erindi frá Íslandi: Margrét Sigurðardóttir
    • Erindi frá Íslandi: Steinunn Finnbogadóttir
    • Erindi frá Danmörku: Else Westerberg
    • Erindi frá Danmörku: Mette Groes
    • Erindi frá Noregi: Elle Woxen
    • Erindi frá Noregi: Gertrud Gunther

 

B2. Kvennaársráðstefnan haldin á Hótel Loftleiðum 20.–21. júní 1975

  • örk 1: Dagskrá ráðstefnunnar og dagskrá hvers starfshópar
  • örk 2: Eva Kolstad 14. júní í Reykjavík erindi þýtt á íslensku
  • örk 3: Vélritað erindi, óheilt [3 blöð]

 

B3. ASÍ-BSRB kvennaársráðstefna í Munaðarnesi september 1975

  • örk 1: Fulltrúaskrá
  • örk 2: Skýrsla um ráðstefnuna
  • örk 3: Frá ráðstefnunni, niðurstöður starfshópa
  • örk 4: Kvenþjóðin og þjóðartekjur, töflur og myndrit með erindi Jóns Sigurðssonar
  • örk 5: Verkalýðshreyfingin og fjölskyldumálin
  • örk 6: Laus blöð sem fylgdu með möppu ABS um ráðstefnuna:
    • Tillaga frá Öddu Báru í Borgarstjórn Reykjavíkur um um jafnréttisnefnd 6. nóvember 1975
    • Fréttatilkynning frá jafnréttisnefnd Kópavogs
    • Bréf til sambands íslenskra sveitarfélaga um jafnréttisnefndir í öllum bæjar- og sveitarfélögum. Undirritað af Guðrúnu Erlendsdóttur. 11. september 1975 [ljósrit]
    • Dreifirit: Hvers vegna kvennafrí?
    • Fréttabréf frá jafnréttisnefnd Kópavogs: Umburðarbréf 1975
    • Ljósrit um jafnréttislög [1 blað]

 

askja 2

C. Stjórnmálaflokkastarf

C1. Sameiningarflokkur alþýðu ­– Sósíalistaflokkurinn

  • örk 1: Laus blöð sem voru í fundargerðarbókinni [sjá athugasemd skjalavarðar]
  • örk 2: „Sósíalisminn er stefna kvenfólkins“ Flutt á fundi í Listamannaskálanum 1946, prentað í Þjóðviljanum [handskrifað, 10 blöð]
  • örk 3: Um jafnlaunamál: Jafnlaunasamþykkt 1951, tillögur til þingsályktunar um skipun jafnlaunanefndar 1957, greinargerð um skattamál hjóna, tölur um skattgjald hjóna
  • örk 4: Ýmis skjöl um stjórnmálastarf sósíalistaflokksins, m.a. greinargerðir, ávarp og áskorun frá málfundafélagi jafnaðarmanna 1962, frumdrög að stjórnmálaályktun, álit dönsku skattlaganefndarinnar um frádrátt vegna atvinnu giftra konu 1948.
  • örk 5: 11. þing Sósíalistaflokks nóvember – desember 1957: þingskjöl og stefna flokksins

 

askja 3

  • örk 6: 12. þing Sósíalistaflokks mars 1960, þingskjöl og handskrifaðar nótur
  • örk 7: 13. þing Sósíalistaflokksins 25.–27. nóvember 1962, þingskjöl og handskrifaðar nótur
  • örk 8: Ýmis skjöl frá stjórnmálastarfi, mest frá 1963-1964 og um Alþýðubandalagið
  • örk 9: Samningsnefnd sósílistaflokks um skipulagningu Alþýðubandalags: nokkur skjöl, sum handskrifuð auk þess umslag sem skjölin voru í
  • Neðst liggja möppur sem fylgdu utan um gögn frá 11. og 13. þingi Sósíalistaflokks

 

askja 4

C2. Alþýðubandalagið

  • örk 1: Landsfundur Alþýðubandalagsins 1966, prentuð skrá
  • örk 2: Menningarmálanefnd Alþýðubandalagsins 1966
  • örk 3: Landsfundur Alþýðubandalagsins 1968, þingskjöl og handskrifaðar nótur
  • örk 4: Ýmis skjöl tengd Alþýðubandalaginu 1968–1970, m.a. Rekstrar- og efnahagsreikningar 1968, ályktanir um einstaka mál, um flokkinn á ensku og handskrifaðar nótur
  • örk 5: Ýmis skjöl tengd Alþýðubandalaginu 1970, m.a. bréf Harðar Bergmanns í mismunandi útgáfum, ályktanir flokksráðs um ýmis mál og gögn um fundi það ár
  • örk 6: Landsfundur 1974 og flokksráðsfundir 1972–1975 ásamt fleiri skjölum, m.a. ályktun um jafnréttisbaráttu 1975, frá ráðstefnu ungra sósíalista, tillaga frá umræðuhópi um skattamál
  • örk 7: Kjósum Guðrúnu í borgarstjórn dreifirit

 

askja 5

C3. Borgarstjórn

  • örk 1: Konur í atvinnulífinu [handskrifað, 10 blöð, ódagsett]
  • örk 2: Staða kvenna í atvinnulífinu, erindi [handskrifað, 10 blöð] ásamt glósum
  • örk 3: Erindi staða kvenna í nútímaþjóðfélag ca. 1965, erindi og glósur
  • örk 4: Um lífeyrissjóðsréttindi 1965, bréf og handskrifað erindi
  • örk 5: Útvarpserindi 1965
  • örk 6: Ýmislegt um launakjör, töflur og úttektir 1960–1967 [var saman í umslagi merkt ríkisskattstjóri, Hr. Áki Pétursson]
  • örk 7: Um tekjuskatt 1971–1973, m.a. tillaga að tekjuskattkerfi eftir Þorkel Helgason 1972, vinnuhugmynd um bráðabirgðabreytingu á skattalögum 1973, tekjuskattur hjóna tafla, Lög um tekjuskatt og eignarskatt 1971
  • örk 8: Lög á Íslandi um menntaskóla [á sænsku], menntaskólar eiga að vera samskólar eftir Öddu Báru og Strömpa rit 1972
  • örk 9: Kærumál starfsstúlkna Alþingis 1976
  • örk 10: Saga úr borgarstjórn 1984

 

askja 6

D. Persónuleg gögn

  • örk 1: staðfesting á stúdentsprófi í stærðfræði frá MR 1946, eitt á íslensku og annað á dönsku
  • örk 2: útskriftarskírteini Oslóarháskóli 1953 og fleira frá háskólanum
  • örk 3: Tristamenta Diasponentia 1979 [bók með teikningum af vinahóp]
  • örk 4: Sextugsafmæli heillakort 1987
  • örk 5: Ýmis minningarorð og úrklippur
  • örk 6: Úrklippur
  • örk 7: Úrklippur frh.
  • örk 8: Bréf 1997–1998
  • örk 9: Sigfúsarsjóður, skjal frá 2002
  • Gestabók 1987

öskjur 7-13 sem innihalda dagbækur 1989-2017 eru lokaðar til ársins 2035


Fyrst birt 04.11.2020

Til baka