Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 2020/10
Adda Bára Sigfúsdóttir
1940–2017
13 öskjur í mismunandi stærðum
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/4. Adda Bára Sigfúsdóttir. Einkaskjalasafn.
Adda Bára Sigfúsdóttir (1926-2022), veðurfræðingur og borgarfulltrúi
Fædd í Reykjavík 30. desember 1926. Foreldrar: Sigfús Sigurhjartarson alþingismaður og kona hans Sigríður Stefánsdóttir húsmóðir. Stúdent frá MR 1946. Veðurfræðingur, lærði í Oslóarháskóla 1947–1953. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn 1962–1966 og fyrir Alþýðubandalagið 1970–1986. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1968-1974. Adda Bára starfaði með Kvenréttindafélagi Íslands um áratugaskeið og var í stjórn félagsins 1952–1957 og 1988-1992. Adda Bára var gift Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi (1922–1968). Synir þeirra eru Sigfús, líffræðingur og fyrrum deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun Evrópu, og Kolbeinn, tónlistarmaður. Hún lést 5. mars 2022.
Úr fórum skjalamyndara
Afhent til Kvennasögusafns af syni Öddu Báru, Kolbeini Bjarnasyni, þann 26. ágúst 2020.
Safnið inniheldur dagbækur (í lokuðum aðgangi), gögn tengd stjórnmálastarfi og jafnréttisbaráttu auk skólaskírteina og annars persónulegs efnis Öddu Báru Sigfúsdóttur.
Margtökum var eytt
Viðbóta gæti verið von á næstu árum
Safnið er fullfrágengið. Það er skráð niður á arkir í fimm skjalaflokka. Gögn í hverri örk eru í þeirri röð sem þau bárust. Skjalaflokkar eru eftirfarandi:
A Kvenréttindafélag Íslands (askja 1)
B Kvennaráðstefnur (askja 1)
C Stjórmálaflokkastarf (öskjur 2-5)
D Persónuleg gögn (askja 6)
E Dagbækur (öskjur 7-13) [lokaður aðgangur til 2035]
Aðgangur er takmarkaður að hluta
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska, norska og sænska
Einungis pappírs gögn. Ein bók var endurgerð stafrænt og er aðgengileg á vefnum einkaskjalasafn.is.
Enginn leiðarvísir var til staðar fyrir skráningu
KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.
Miðstöð munnlegrar sögu: MMS 25. Konur í borgarstjórn.
Handritasafn: Gögn Sósíalistafélags Reykjavíkur
Þjóðskjalasafn Íslands: Skjalasafn Sögusafns ASÍ
Laus blöð sem lágu fremst og aftast í fundargerðarbók voru fjarlægð og sett í sér örk (askja 2, C1, örk 1). Blöðin lágu ekki í neinni reglu og ekki með neinni fundargerðafærslu og því var ákvörðun tekin að varðveita þau utan bókarinnar.
Rakel Adolphsdóttir flokkaði, skráði og tók saman lýsandi samantekt
Lýsingin byggir á ISAD(G) staðlinum
4. nóvember 2020
askja 1
A. Kvenréttindafélag Íslands
B Kvennaráðstefnur
B1. 12. þing norrænna kvenréttindafélaga Þingvellir, Ísland, 12.–16. júní 1968
B2. Kvennaársráðstefnan haldin á Hótel Loftleiðum 20.–21. júní 1975
B3. ASÍ-BSRB kvennaársráðstefna í Munaðarnesi september 1975
askja 2
C. Stjórnmálaflokkastarf
C1. Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn
askja 3
askja 4
C2. Alþýðubandalagið
askja 5
C3. Borgarstjórn
askja 6
D. Persónuleg gögn
öskjur 7-13 sem innihalda dagbækur 1989-2017 eru lokaðar til ársins 2035
Fyrst birt 04.11.2020