Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 163
Rannveig Þorsteinsdóttir
1946–1974
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 163. Rannveig Þorsteinsdóttir. Skírteini.
Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987), hæstaréttarlögmaður og þingkona
Fædd á Sléttu í Mjóafirði 6. júlí 1904, dáin 18. janúar 1987. Foreldrar: Þorsteinn Sigurðsson (1870-1910) sjómaður þar og Ragnhildur Hansdóttir (1877-1967) húsmóðir. Lauk Samvinnuskólaprófi 1924, stúdentsprófi frá MR 1946, lögfræðiprófi HÍ 1949. Rannveig var fyrst íslenskra kvenna sem fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti. Hún var kosin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 1949. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1949–1974. Dómari í verðlagsdómi Reykjavíkur 1950–1974. Sat í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1947–1963, formaður frá 1959. Formaður Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands 1949–1957.
Óvíst. Kom frá Þjóðminjasafni Íslands til Kvennasögusafns Íslands.
Þann 16. júní 2016 bárust um hendur Þjóðminjasafns Íslands nokkur skírteini tilheyrandi Rannveigu Þorsteinsdóttur, hrl. og þingkonu (1904–1987): skírteini frá Université de Poitiers; prófskírteini frá Háskóla Íslands; prófskírteini frá Menntaskólanum í Reykjavík; hamingjuósk frá Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík; leyfisbréf frá dómsmálaráðherra; fæðingarvottorð; heiðursfélagaskjal Félags framsóknarkvenna í Reykjavík.
Sjö skírteini Rannveigar Þorsteinsdóttur
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og enska.
KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.
KSS 103. Kvenfélagasamband Íslands.
KSS 2018/10. Félag háskólakvenna.
Rakel Adolphsdóttir skráði.
19. október 2020
askja 1
Fyrst birt 19.10.2020