Kvennasögusafn varðveitir mikið af skjölum tengda kvennabaráttu en einnig, og alls ekki síður, munum á borð við nælur og hálsmen eins og sjást hér í mynd.
Í sumar fór fram skráningarvinna á barmnælum og öðrum álíka munum sem Emma Björk, sumarstarfsmaður á vegum átaks ríkissjóðs, vann. Með því fæst betra yfirlit yfir hvaða barmmerki eru til og þá um leið hvaða vantar. Athugið að mun fleiri barmmerki og baráttumunir en sjást á myndinni eru til á Kvennasögusafni. Ef þú átt nælu eða annan mun úr kvennabaráttunni og vilt afhenda hann Kvennasögusafni til varanlegrar varðveislu máttu gjarnan hafa samband.