Sep 18, 2020

Rafrænar skjalaskrár á Kvennasögusafni


Ný vefsíða Kvennasögusafns fór í loftið í sumar og nú eru þar 179 skjalaskrár aðgengilegar. Meðal þess sem þar má finna er safn Þorbjargar Björnsdóttur sem inniheldur eina dagbók frá árinu 1938 þegar hún, þá 19 ára, var stödd í Þýskalandi. Lýsir hún meðal annars því þegar hún fór hún í bæinn með Maríönnu 29. apríl og sá af tilviljun Hitler tvisvar sama dag í Köln 30. apríl.

Allar skjalaskrárnar eru aðgengilegar á vef okkar í stafrófsröð hér: https://kvennasogusafn.is/index.php?page=gogn_safnmarksrod og fleiri verða settar inn á næstu misserum.

Ef þú hefur áhuga á að bæta við í safnið hafðu þá er þér velkomið að hafa samband. Við tökum sérstaklega vel á móti dagbókum unglinga!

Tilvísun: KSS 161. Þorbjörg Björnsdóttir.
Ljósmynd af dagbók: Arnheiður Steinþórsdóttir

KSS_161_dagbok.jpeg