Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 57
Amalía Líndal
1967-1999
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafns Íslands. KSS 57. Amalía Líndal.
Amalía Líndal
Amalía fæddist í Massachusettes-fylki á Bandaríkjunum og bjó alla sína skólagöngu í Boston. Hún lauk BA-prófi í blaðamennsku frá Boston University árið 1949. Sama ár giftist hún Baldri Líndal, efnaverkfræðingi og fluttist með honum til Íslands. Þau eignuðust fimm börn, Tryggva, Ríkarð, Eirík, Jakob og Önnu. Amalía stundaði blaðamennsku og skrifaði smásögur og greinar í íslensk dagblöð. Árið 1962 kom út í Bandaríkjunum Ripples from Iceland sem inniheldur hugleiðingar hennar um veruna á Íslandi. Á árunum 1967-1970 gaf hún út blaðið 65˚. Árið 1972 flutti Amalía alfarið til Kanada og bjó lengst af í Toronto og stundaði þar blaðamennsku og skriftir. Hún varð félagi í Rithöfundasambandi Kanada.
Nánar, sjá æviágrip í öskju og grein í Lesbók Morgunblaðsins 22. júlí 2000.
Úr fórum fjölskyldunnar.
Tryggvi V. Líndal afhenti Kvennasögusafni gögnin 6. desember 1996.
Ein askja.
Engu var eytt.
Ekki er von á viðbótum.
Aðgangur er ótakmarkaður
Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.
Íslenska og enska.
Handrit Amalíu eru varðveitt á handritasafni Landsbókasafns.
Askjan var áður á öskjunúmerinu 202. Auður Styrkársdóttir breytti safnmarkinu í KSS 194 og skrifaði lýsandi samantekt 1. ágúst 2012. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 57 í febrúar 2017.
1. ágúst 2012.
Fyrst birt 03.01.2020