Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 38
Vigdís Finnbogadóttir forsetakjör
1980-1996
Sex öskjur og fjórar úrklippubækur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 38. Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir (f. 1930)
Gerður G. Óskarsdóttir (f. 1943)
Gerður Steinþórsdóttir (f. 1944)
Sigríður H. Jónsdóttir
Halldór Þorsteinsson
Unnur Fjóla Jóhannesdóttir (1922–1999)
Ýmsar afhendingar hafa borist safninu, sjá nánar hér að neðan. Gerður G. Óskarsdóttir afhenti efnið frá Norðfirði. Vigdís Finnbogadóttir afhenti það sem er í öskjum 2-5 árið 1997.
22. apríl 1981 Halldór Þorsteinsson gaf safninu eina úrklippubók um forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur.
30. júní 1981 Gerður Steinþórsdóttir og Sigríður H. Jónsdóttir afhenda þrjár úrklippubækur um forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur með viðhöfn að henni viðstaddri.
5. ágúst 1997 Vigdís Finnbogadóttir afhenti ýmsar bækur og rit ásamt Myndbandi og viðtölum í erlendum blöðum og tímaritum, einnig handrit sjónvarpsviðtala. (askja 2-5)
Bækur og rit:
26. ágúst 1998 Tómás Helgason afhendir blaðaúrklippur úr dönskum blöðum vegna opinberrar heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur forseta til Danmerkur. Einnig boðskort í dansk-íslenska veislu 28. Febrúar í ráðhúsinu á Friðriksbergi. (askja 1)
5. september 2000 Úr dánarbúi Unnar Fjólu Jóhannesdóttur (sjá 17. September 1999) bárust um hendur Hildar Eyþórsdóttur starfsmanns Landsbókasafns og formanns Hvítabandsins ljósmyndir af Hvítabandskonum. Einnig handskrifaðir listar þar sem skráð eru nöfn þeirra kvenna sem sáu um kaffiveitingar á fundum í Lindarbæ í kosningabaráttu Vigdísar Finnbogadóttur í júní. (askja 1)
Safnið inniheldur fjórar öskjur af blöðum/tímaritum og úrklippum og eina öskju með ýmsu öðru, eina öskju af sýningargripum og fjórar úrklippubækur.
Engu var eytt. Bækur sem voru gefnar árið 1997 eru á Kvennasögusafni eða hluti af öðrum safnkosti Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Ýmis
KSS 4. Anna Sigurðardóttir.
KSS 16. Úrklippusafn Kvennasögusafns.
Ljósmyndir Kvennasögusafns, myndir af afhendingu úrklippubóka 1981.
Auður Styrkársdóttir sameinaði fimm öskjum á KSS safnmark og skrifaði þessa lýsingu 6. ágúst 2012. Emma Björk Hjálmarsdóttir bætti við öskju sex sem áður hafði verið merkt „Vigdís Finnbogad. Forsetakjör 1980 sýningagripir“, urklippubókum einnig bætt við og Rakel Adolphsdóttir bætti lýsingu á sama tíma.
6. ágúst 2012
askja 1 (áður 153 A)
askja 2
askja 3
askja 4
askja 5
askja 6
Úrklippubækur
Fyrst birt 25.08.2020