Skjalasöfn einstaklinga

Anna Sigurðardóttir (1908-1996). KSS 4.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 4

  • Titill:

    Anna Sigurðardóttir

  • Tímabil:

    1908-1996

  • Umfang:

    48 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands KSS 4. Anna Sigurðardóttir.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Anna Sigurðardóttir (1908-1996), stofnandi Kvennasögusafns.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    F. 5. des. 1908, †3. jan. 1996.

    Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði, lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Tók virkan þátt í starfi kvenfélaga og lagði kvennabaráttunni margháttað lið. Stofnaði Kvennasögusafn Íslands 1. janúar 1975 og var forstöðumaður þess meðan hún lifði, var safnið rekið á heimili hennar í hennar tíð. Heiðursdoktor við H.Í. 1986, fyrst íslenskra kvenna, fyrir brautryðjendastarf í íslenskum kvennarannsóknum.
    Ritstörf: Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár (1985), Allt hafði annan róm áður í páfadóm (1988).

    Heimild
    Sigríður Th. Erlendsdóttir: „Anna Sigurðardóttir“ í Andvara, 2000, s. 11-68.

  • Varðveislusaga:

    Skjölin urðu til við vinnu Önnu á bókum sínum og við vinnu sem tengdist Kvennasögusafni. Einnig eru persónuleg gögn Önnu varðveitt.

  • Um afhendingu:

    Skjölin mynduðust á Kvennasögusafni þegar það var staðsett á heimili Önnu á Hjarðarhaga.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Öskjur nr. 24-27: Allt hafði annan róm áður í páfadóm (handrit og pappírar)
    Öskjur nr. 28-31: Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár (handrit og pappírar)
    Öskjur nr. 32-33: Úr veröld kvenna (ófullgert handrit að bók)
    Öskjur nr. 35-41: Anna Sigurðardóttir (ræður, viðtöl, blaðagreinar o.fl.)
    Öskjur nr. 87-88: Minnismiðar um konur á miðöldum
    Askja nr. 91 Pappírar um og eftir Önnu Sigurðardóttur. Ræður, viðtöl, fyrirspurnir, útvarpserindi, blaðagreinar o.fl.
    Öskjur nr. 108-111: Um konur og kvenréttindi í einstökum löndum/álfum.  Bréf, fréttabréf, blaðagreinar og fl. safnað af Önnu Sigurðardóttur (öskjum bætt við í október 2016)
    Askja nr. 123:  Skálholtsráðstefna 1981 og Kungälv 1979 (öskju bætt við í október 2016)
    Öskjur nr. 135, 136, 137, 140, 141, 142, 143, 144
    Askja nr. 152: Kvennasögusöfn o.fl. (öskju bætt við í október 2016)
    Öskjur A1: Bréf til Önnu Sigurðardóttur, 9 öskjur
    Öskjur A2: Bréf frá Önnu Sigurðardóttur, 4 öskjur

  • Grisjun:

    Engu var eytt.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er ótakmarkaður

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

  • Tungumál:

    Íslenska, danska og þýska.

  • Leiðarvísar:

    Bréfaskrá.

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 3. Kvennasögusafn.
    KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir setti á safnmarkið KSS 4 þann 31. júlí 2013. Upprunaleg öskjunúmer halda sér.
    Rakel Adolphsdóttir bætti við öskjum 87–88 í sept. 2018

  • Dagsetning lýsingar:

    31. júlí 2013


Skjalaskrá

Innihald

Öskjur 24-27

Handrit og pappírar vegna bókar Önnu Sigurðardóttur; Allt hafði annan róm áður í páfadóm

Öskjur 28-31

Handrit og ýmsir pappírar vegna bókar Önnu Sigurðardóttur; Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár

Öskjur 32-33

Handrit að bók Önnu Sigurðardóttur:  Úr veröld kvenna; Barnsburður. (2 eintök)

Askja 34

Ýmsar skrár, flestar samdar af Önnu Sigurðardóttur:

Ártöl og áfangar í ýmsum myndum
Ártala-, atburðaskrár unnar upp úr annálum
Íslenskur efnisorðalisti saminn 26/10 1974
Rit sem finna má í ýmsar heimildir um sögu kvenna
Heimildir sem Kvennasögusafn Íslands hefur bent á
Tímaritaskrá (um 1980)
Skrá um kvennasögusöfn
Ýmsar skrár
Skrá um ritverk Önnu Sigurðardóttur; greinar í blöðum og tímaritum, útvarpsþætti o.fl.

Öskjur 35-41

Pappírar um og eftir Önnu Sigurðardóttur. Ræður, viðtöl, fyrirspurnir, útvarpserindi, blaðagreinar o.fl.

Askja 35

Minningagreinar, æviferill nokkurra karla og kvenna eftir Önnu, sumt birt:
Einarína Guðmundsdóttir (1885-1965), ÆMMK
Valborg Bentsdóttir sjötug
Skúli Þorsteinsson (1906-1973)
Margrét Guðmundsdóttir (1834-1919)
María Þorsteinsdóttir sjötug
Guðrún Guðmundsdóttir (1849-1931) ÆMMK
Guðrún Sigurðardóttir
Helga Þórdís Jónsdóttir (1874-1957)
Dr. Irmgard Kroner
Ása B. Ásmundsdóttir ljósmóðir (1888-1976) Mbl.
Steinunn Finnbogadóttir sextug
Guðný Guðmundsóttir hjúkrunarkona (1859-1948)
Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir (1883-1969)
Þjóðfélagið verður að koma til skjalanna – jafnrétti kvenna og karla, jafnrétti hjóna, v. ár
Saumaskapur húsmæðra, v. ár
Kvennasaga á erlendum tungumálum, samantektir Önnu
Beiðni um útvarpsþáttagerð hjá RÚV
Stutt erindi flutt í samsætum til heiðurs ákv. einstaklingum o.fl.:

• Þakkir til kaupfélagsstjórahjónanna á Eskifirði
• Þakkir til Ólafíu Auðunsdóttur og Þórðar Sigurðssonar á Eskifirði
• Stutt velfarnaðarorð til Else Míu Einarsdóttur 1978
• Stutt erindi vegna 40 ára fermingarafmælis Önnu
• Örfá þakkarorð Önnu til Eskfirðinga við brottflutning þeirra Skúla
• Þakkarræða Önnu á Austfirðingamóti 1985
• Anna kynnir Helgu Stene áður en sú síðarnefnda flytur fyrirlestur 1983
• Stuttar þakkir fluttar á landsfundi KRFÍ 1980
• Örfá orð á 60 ára afmælishátíð Ljósmæðrafélags Íslands (þýðinguna sem Anna jafnframt les er að finna í Þýðingum í öskju 37)
• Þakkarorð flutt 1990 á 60 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands
Skattamál

Ýmsir punktar og erindi Önnu varðandi skattamál hjóna, einnig afrit bréfa sem hún hefur sent einstaklingum varðandi málefnið. Gögnin ná yfir langt tímabil, eða frá því fljótlega upp úr 1950 til níunda áratugarins. Þrætumál innan KRFÍ

Hjónaband – hjúskapur. Flokkað saman af Önnu:

• Hjúskaparlöggjöfin, flutt hjá MFÍK 1965/66
• Fáein orð um hjúskaparlöggjöfina, Melkorka 1961
• Nogle ord om ægteskabslovgivningen, Kvinden og samfundet 1962
• Útvarpsdagskrá KRFÍ 1961
• Réttarstaða kvenna í hjónabandinu, flutt hjá MFÍK 1961
• Fulltrúaráðsfundur KRFÍ 1962: hjúskaparlöggjöfin
• Hvers vegna hjónaskilnaðir, 1972
• Álit hjúskaparlaganefndar KRFÍ 1960
• Bréf til Ármanns Snævarrs og spurningar um hjúskaparlöggjöfina
• Några ord om äktenskapslagstiftningen, birt á ísl. í Melkorku 1961
• Leikmannaþankar um fjölskyldulög, 1970

Húsmæður

• Nokkrar ræður haldnar á húsmæðramóti í Berlín, á þýsku.
• Tillaga nefndar um mat á störfum húsmæðra á Landsfundi KRFÍ 1956. Ekki samþykkt. Athugasemdir Önnu.
• Spurningar varðandi heimilisstörf 1954-56. Sett saman með Gallup í huga
• Er húsmóðurstaðan einskisvert starf, sjá grein í Melkorku 3. hefti 1954, 10.árg.
• Húsmóðurstaðan, birt í Húsfreyjunni 1965
• Forskellige vanskeligheder i hjemmet, ½ bls.
• Giftast, hætta að vinna, ræða flutt 1955, birt í 19. júní 1956.

Ríkisborgararéttur. Spurningar til Ragnhildar Helgadóttur, svör o.fl.

Askja 36

Erindi, ræður og greinar. Anna Sigurðardóttir

Var gleðin sönn? Hugleiðingar 17. júní 1946, birtist í Melkorku 1946
Uppkast að löngu bréfi til formanns KRFÍ Sigríðar J. Magnússon. Fjallar um skattamál, jafnrétti og löngun Önnu til að gerast félagi í KRFÍ
Um daginn og veginn í kvennatíma KRFÍ, friðarmál/jafnrétti, flutt 2. júní ‘49
Athugasemd við útdrátt fundargerðar Landsfundar KRFÍ 1952, uppkast að bréfi sem aldrei var sent
KRFÍ og landsfundurinn 1952, erindi hjá Sambandi austfirskra kvenna 1952
Ávarp flutt forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur við heimsókn forsetahjónanna til Eskifjarðar 13. ágúst 1954
Um Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra,  handskrifað.
Melkorka 10 ára
Alþjóðasamband k venna, frásögn af fundi í Napólí (viðtal AS), birt í Melkorku 1955
Erindi um Brúðuheimili Ibsens flutt fyrir norræna gesti á Eskifirði 1957
Úr útvarpserindi 25. september 1959, dagskrá MMK
Erindi um jafnréttismál flutt 25. sept. ´59, dagskrá MMK
Við fáum ekki frið í heiminum fyrr en helmingur þeirra sem stjórna eru konur, viðtal við Önnu í Þjóðviljanum
Giftast - hætta að vinna, erindi flutt ´55
Erindi hjá KRON 1963
Frá norræna fundinum á Hotel Beaulieu í Danmörku í sept. 1964, flutt á fundi KRFÍ
Innlegg Önnu á norræna fundinum á dönsku: Vi gör status, Kvinder på arbejdspladserne, Moderat eller radikal kvindeideologi, Hvad vil vi?
Á landsfundi KRFÍ 1964, erindi um hjúskaparlög/sameign hjóna
Jafnréttismál, erindi á fundi í janúar ´64
Jafnrétti - misrétti, flutt á ýmsum fundum 1964 og birt í 19. júní sama ár.
Nýjir þjóðhættir og fjölskyldulíf, flutt hjá Kvenfélagi Sósíalista og KRFÍ 1965
Kvenréttindi – karlréttindi, útvarpserindi 19. júní 1966
Jafnréttismál á erlendum vettvangi, 19. júní 1966
Í tilefni mannréttindaársins 1968, erindi flutt hjá kvenfélagi Selfoss 1968 og MFÍK.
Þjóðfélagsleg staða íslenskra kvenna í framtíðinni. Hugleiðingar í sambandi við alþjóða mannréttindaárið 1968, flutt hjá MFÍK 1968
Alþjóðamannréttindaár Sameinuðu þjóðanna og væntanleg stefnuskrá Kvenréttindafélags Íslands, flutt á félagsfundi KRFÍ 1968.
Hagur kvenna á alþjóðamannréttindaárinu 1968, flutt hjá Kvenfélagi Sósíalista og Sókn 1968.
Erindi flutt að Bifröst á Húsmæðraviku SÍS 1969
Menntun og skólaganga íslenskra kvenna. Í tilefni alþjóðamenntaársins 1970, flutt á fundi KRFÍ 1970, síðar flutt í útvarpi.
Kvenréttindakerlingar og rauðsokkar, erindi flutt á fundi Rauðsokkahreyfingarinnar í Norræna húsinu 19. október 1970 (sjá öskjur nr. 203-217 um Rauðsokkahreyfinguna)
Women´s use of the vote, flutt (ísl.) á fundi KRFÍ
Svar við spurningum Morgunblaðsins varðandi spillta æsku
Guðrún Ósvífursdóttir að Laugum í Sælingsdal, flutt í útvarpsþætti um orlof húsmæðra 1971
Hallveig Fróðadóttir og frænkur hennar í ellefu hundruð ár, efnisyfirlit í ímyndaðri bók í janúar 1971 í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar, einnig afrit bréf Rauðsokkahreyfingarinnar, lagt fram á fundi Kvennaársnefndar 1975, að Kvennasögusafni verði veittur styrkur til að gefa út „sögu íslenskra kvenna”.
Um réttindi karla og kvenna, flutt hjá Kaupfélagi Rangæinga í Njálsbúð 1971
Forsörgerbegrepet i nordisk lovgivning, erindi flutt á norrænu kvenréttindafélagaþingi í Voksenås í Noregi 1972
Ræða á brúðkaupsdegi Önnu Skúladóttur, dóttur Önnu, 22. júlí 1972. Fjallar um brúðkaupssiði. Einnig fleiri brúðkaupsræður
Jafnrétti þegnanna, um fyrirlestra Helge Stene og Inger Margrete Pedersen í Norræna húsinu 1972.
Staða verkakvenna í þjóðfélaginu fyrr og nú, erindi flutt hjá Sókn 1972
Snorri í Reykholti, Herdís og Hallveig, húsmæðraorlof í Reykholti 1973
Athugasemd varðandi minnispeninga vegna 1100 ára Íslandsbyggðar, 1974
Um undirbúnming að stofnun Kvennasöguafns Íslands, flutt hjá Kvenfélagi Sosíalista 1974
Alþjóðakvennaárið 1975, flutt hjá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði
Í tilefni kvennaársins 1975, flutt hjá Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi
Kvennasögusafn Íslands, flutt í húsmæðraorlofi 1975
Kvennasögusafn Íslands, Alþjóðakvennaárið 1975, flutt hjá Mæðrafélaginu
Bráðum kemur sólin upp yfir jökulinn
Kvennaársnefndin og Kvennasögusafnið, þakkir vegna gagna og peningagjafar nefndarinnar 1976
Kvennasögusafn Íslands og kvennasaga, flutt hjá Félagi borgfirskra kvenna 1976
Kvennasamtök á Íslandi, samantekt vegna fyrirspurnar frá Women´s Center Library í Kaliforníu 1976
Á aðalfundi KRFÍ 1977. Jafnréttismál
Kvennasýning Norðurlandaráðs, erindi á Hrafnagili í ágúst 1977
Kvenfrelsisbarátta - menntun og mannréttindi, grein í Þjóðviljanum 1977
Sýning Norðurlandaráðs um sögu kvenna í tilefni kvennaársins, flutt á þremur stöðum 1977-1978
Spurningar Helga Valtýsdóttir og svör Önnu Sigurðardóttur í Gestaglugga Útvarpsins 1978
Frá Kvennasögusafni Íslands, flutt á fundi Sagnfræðingafélags Íslands 1979
Stuttur formáli að erindi um ljósmæður, flutt hjá kvenfélagi Neskirkju 1981
Örstutt minnisblað um jafnréttismál, kvarlveldi, 1982
Á fundi Samtaka um kvennaathvarf 1984
Erindi Önnu á ráðstefnunni Íslenskar kvennarannsóknir 1985, í Odda Háskóla Íslands.

Askja 374

Þýðingar Önnu Sigurðardóttur. Gamansögur, ádeilur, stutt leikrit
Aðstöðunefnd íslenskra kvenna sendir tilmæli til Alþingis um að samþykkja þingsálytktunartillögu um jafnrétti þegna í íslensku þjóðfélagi (Anna Sigurðardóttir o.fl.)
Hugmyndir að rannsóknum og/eða verkefnum, m.a. uppkast að bréfi sem aldrei var sent þar sem Anna fer þess á leit við félagsmálaráðuneytið að það styrki útgáfu bæklings um réttarstöðu kvenna á Íslandi. Einnig frásögn eða hluti frásagnar af búskaparárum Önnu á Eskifirði (húsmóðir með ung börn og í lélegu húsnæði)
Gögn Önnu frá því hún var í bréfaskóla SÍS 1950. Verkefni um fundarstjórn og fundareglur
Einkunnir og verkefni Önnu í Kvennaskólanum í Reykjavík 1926, fullnaðarpróf 1922
Margvísleg gögn úr möppu merkt „Uppköst og óhreinritað efni”. Um er að ræða hluta úr ræðum, greinum og athugasemdum varðandi jafnréttismál, einkum réttindi giftra kvenna. M.a. „undirbúið” símtal við Kristínu L. Sigurðardóttir þingkonu, systur Önnu, um jafnréttismál. Snertir ákveðið frumvarp R.H. (Ragnhildur Helgadóttir?)
Kóróna sköpunarverksins. Samfelld skemmtidagskrá, tillaga um úrvarpsþátt. Send RÚV, ekki svarað
Listi yfir ritsmíðar Önnu 1950-1980. Listi yfir ritverk Önnu á prenti 1980-1988.
Listi yfir Alþjóðasamþykktir Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra o.fl.
Kveðskapur Önnu; nokkrar rímaðar vísur og órímuð ljóð (skv. hennar orðum)
Erindi um fæðingar, ódag- og ársett
Sneplar varðandi útvarpsdagskrá KRFÍ 1962
Bréf til orðuritara vegna Valborg Bentsdóttir
Snúningur Önnu á Fósturlandsins freyju yfir á karla
Snepill þar sem fram kemur hve hugmyndir Önnu áttu litlu fylgi að fagna innan KRFÍ
Snepill með útskýringu á jafnrétti og jafnstöðu fyrir Morgunblaðið
Blað með svörum varðandi Kvennasögusafnið og jafnréttismál
Afrit af bréf ritnefndar Konur skrifa til Sögufélags þar sem farið er fram á samstarf við félagið o.fl. blöð og sneplar sem erfitt er að skilgreina. Flest tengist kvennasögu á einhvern hátt eða jafnréttismálum
Drög að dagskrá fundar til heiðurs Önnu Sigurðardóttur í tilefni 70 ára afmælis hennar, einnig ræða Sigurveig Guðmundsdóttir af sama tilefni.

Askja 38

Sundurlausir pappírar, miðar, kort o.fl. sem snertir Önnu og fjölskyldu hennar. Ekki samfelldar ritsmíðar af hennar hendi. Upplýsingar vegna Kennaratals, Samtíðarmanna og.fl. v. Önnu o.fl
Einnig:
bréf frá byggðasafnsnefnd Sambands austfirskra kvenna til stjórnar Byggðasafns Austurlands 1957
Byggðasögunefnd til Önnu; leitað eftir ljósmyndum
Fundargerð aðalfundar S.A.K. – AÞ sendi

Öskjur 39-41

Handrit Önnu sigurðardóttur, byggt á útvarpserindum og fyrirlestrum, nefnt Trú Hallveigar og Ingólfs, efnisyfirlit til staðar en aðeins um helmingur kaflanna sem nefndir eru:

Ár var alda
Ásynjur ýmsar
Sif
Gerður
Iðunn
Nanna
Skaði
Sigyn
Freyja
Frigg
Æsir
Heimdallur og talan 9 í Eddunum
Fjaðurhamir og farartæki goða
Einnig erindi um ásatrú almennt.
(Nokkur eintök hvers kafla)

Ýmsir pappírar tengdir sögu kvenna (safn til sögu íslenskra kvenna). Stök blöð, erindi og greinar (ekki allt heilt):

Konur launþegar á Íslandi. Staða kvenna í atvinnulífinu. Sögulegt yfirlit. Pappírar tengdir ASÍ- og BSRB þingum 1975
Margt smátt gerir eitt stórt eða samtíningur og sitthvað til sögu íslenskra kvenna í 1100 ár. Uppkast/handrit frá 12. febrúar 1974
Verkakonur á 19. öld (stutt) á Íslandi í 1100 ár (handrit, notað í Vinnu kvenna? )
Viðtal Önnu við Ragnhildi Einarsdóttur formann verkakvennafélagsins á Eskifirði, 19. júní 1955.
Úr veröld kvenna. Ákvörðunarréttur um hjúskap á gullöld Íslendinga. Erindi flutt hjá Kvenfélagi Neskirkju 21. feb. 1980
Úr veröld kvenna. Ákvörðunarréttur um hjúskap á gullöld Íslendinga
Erindi flutt í útvarp 13. maí 1980
Úr veröld kvenna. Heimanfylgja og kvánarmundur. RÚV 21. ágúst 1980
Vinna, aðallega kvennavinna. Eftir frásögn Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð
Veistu þetta? (Fróðleiksmolar) – saman í örk
Bergþóra Skarphéðinsdóttir – saman í örk
Vinnukonur á 19. öld – saman í örk

Ýmsir pappírar, ekki allt heildstætt – oft aðeins ein bls. eða hluti úr bls.:

Ávarpstitlar kvenna
Eru konur ekki menn eða hvað?
Jafnmenni, jafnræði, jafnstaða
Kvonfang/kvænast/giftast
Kvenheiðingi – karlblaðamaður
Punktar úr Grágás og Jónsbók um fjárforræði kvenna
Kvennafríið á sænsku
Inngangur að kafla í ónefnda bók?? Um hvaða kaflar í gömlu lögbókunum eru notaðir
Útdráttur á ensku af grein Önnu og barnsskírn á miðöldum
Launamál/jafnrétti
Athugasemdir vegna samnings um ræstingar
Greinar, erindi og ræður. Sumt e.t.v. ófrágengið og gætu verið vinnuplögg.

Askja 91

Skyld- og mágafólk Önnu Sigurðardóttur. M.a. Anna Þorsteinsdóttir. Hjónavígsluræða: Guðríður Guttormsdóttir og Þorsteins Þ. Mýrmann.
Sigurveig Guðmundsdóttir kennari – greinar og fleira
dr. Ólafía Einarsdóttir - greinar
Kvennasögurannsóknir á Norðurlöndum
Brúðkaup (smáræði)
Úr fórum Þórunnar Magnúsdóttur                                       

Öskjur 108-111

Um konur og kvenréttindi í einstökum löndum/álfum

Askja 108

Noregur, Grænland, Færeyjar, Danmörk, Frakkland

Askja 109

Sviss, Svíþjóð, Japan, Írland, Afríka, Tékkóslóvakía, Þýska alþýðulýðveldið, Fawcett Society

Askja 110

Sovétríkin, V-Þýskaland, Holland, Álandseyjar, Ítalía (Arcidonna)

Askja 111

Sameinuðu þjóðirnar, Ástralía, Kanada, Bandaríkin

Askja 123 (bætt við í október 2016)

Ýmis gögn vegna Skálholtsráðstefnunnar 1981 um stöðu og kjör kvenna á miðöldum
Erindi Önnu í nokkrum eintökum (með leiðr.).
Einnig erindi Helga Þorlákssonar [Helgi Þorláksson].
Þátttökulistar o.fl.
Gögn frá ráðstefnu í Kungälv 1979 þar sem fjallað var um konur á miðöldum. Anna Sigurðardóttir flutti þar erindi. Birt í ritinu: Kvinnans ekonomiska ställning under nordisk medeltid : uppsatser framlagda vid ett kvinnohistoriskt symposium i Kungälv 8-12 oktober 1979 ; red. Hedda Gunneng [och] Birgit  Strand (1981)

Askja 135

Skrár og fleira
Ártöl og áfangar í ýmsum myndum.
Einnig samantektir um konur á miðöldum (konur í ritlist o.s.frv.). Líklega pappírar sem tilheyra rannsóknum á konum á miðöldum (nunnuklaustrum?)

Askja 136

Fæðingarorlof, sjá einnig í ritgerð Önnu Sigurðardóttur í Ljósmæður á Íslandi II.
Hússtjórn, heimilisstörf, húsmæður. Sundurlausir pappírar. Með var talsvert af blaðaúrklippum um sömu mál. Flutt í úrklippur
Skrár, samantekt úr blöðum 1974. Skrifað um kvennamálefni. AS
Íslendingar (konur) erlendis, einkum í Ameríku

Askja 137

Kvenfélagasamband Íslands. Gögn tengd 30. landsþingi KÍ 1994 þar sem Anna Sigurðardóttir hefur  verið meðal boðsgesta.
Einnig bréf til hennar frá KÍ þar sem tilkynnt er um kjör hennar sem heiðursfélaga 1990. Með liggur „Ferð til Dýrafjarðar” (1930) skráð hefur Elín Guðmundsdóttir árið 1981 (Kvenfélagið Brautin, Bolungarvík)
Dagskrá landsþings KÍ 1947 og bréf til héraðssambanda um að safna skýrslum félaga 1949
Kvenbúningur – klæðnaður – skartgripir á fyrri öldum. Sneplar, minnisblöð og samantektir Önnu Sigurðardóttir. Fremur sundurlaust. Skrifað 1970-71. AS hefur skrifað utan á „hvergi birt”

Askja 140

Kvenréttindi á Íslandi. Greinar og erindi eftir Önnu Sigurðardóttur, flest á dönsku til birtingar í þarlendum tímaritum eða til flutnings á ráðstefnum
Kvenréttindi á Íslandi. Efni eftir Önnu Sigurðardóttur á ensku
Kvenréttindi á Íslandi. Efni eftir Önnu Sigurðardóttur á þýsku
Kvenréttindafundir á Norðurlöndum. Lítil skrifblokk með athugasemdum Önnu
Eyðublöð ýmis konar þar sem kynjunum er mismunað, m.a. skattaframtal. AS
Frímerki (auglýsingar, umslög, kort), íslensk og erlend
Þýðingar eftir konur (skrá) og íslensk verk þýdd á erlend mál
Kvennasögusafnið í Árósum. Kvindehistorisk samling
”Íslenzkar konur og forsetinn”, grein e. Ingibjörgu Þorgeirsdóttur (ljósrit úr Nýju kvennablaði)

Öskjur 141-142

Ófrágengið handrit. Líklega það sem Anna hafði í vinnslu síðustu ár ævi sinnar. Virðast vera tveir ósamstæðir þættir saman í einni bók.
I. Forn lög og frægar konur (17 kaflar)
II. Læknar góðir. Mannamein og lækningar til forna. (Útvarpserindi frá 1971 (og) tíu kaflar)

Askja 143

Sambland ýmissa pappíra. M.a. reikningar, margvíslegir sneplar.

Askja 144

Ýmis sundurlaus gögn; sneplar og athugasemdir um margvísleg mál. M.a. tillögur um merki Kvennasögusafns
Ljósrit af mynd, úr hollensku riti/blaði þar sem skilja má að Ingibjörg H. Bjarnason sjáist á mynd
Minnisblöð og sneplar Önnu um menntun kvenna, alþýðufræðslu o.fl.
Tvær möppur (a-ö) með nöfnum kvenna, einhvers konar æviferilsskrá

Askja 146 (bætt við í KSS 4 október 2016)

Kvennasögusafn. Ýmsir listar vegna jólakorta o.s.frv. Kvennasögusafns (AS).
Bókakaffi. Konur og bækur. Bókmenntadagskrá í Hlaðvarpanum 1986. 
o.fl.

Askja 152 (bætt við í KSS 4 október 2016)

Skrár/skýrslur um kvennasögusöfn. M.a. skýrslur um bókakost og gestakomur í Kvennasögusafni
Guðmundur Sveinsson. Bréf til Önnu frá 1955 þar sem hann segir frá verkfærum og verkháttum í Vesturey á Breiðafirði
Ljósrit af bréfi frá 1925 þar sem föðurbróðir Önnu Sigurðardóttur biður bróður sinn fyrir konu sína í Reykjavíkurdvöl hennar

Bréfasafn 

A Bréfasafn
A1 Bréf inn
9 öskjur
A2 Bréf út
4 öskjur

Sjá sérstaka skrá yfir bréfasafn Önnu.


Fyrst birt 14.11.2019

Til baka