Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands
KSS 2017/2
María Hugrún Ólafsdóttir
1952-2016
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/2. María Hugrún Ólafsdóttir. Einkaskjalasafn.
María Hugrún Ólafsdóttir (1921–1979), myndlistarkona
María Hugrún Ólafsdóttir myndlistarkona var fædd á Tálknafirði 6. maí 1921 og bjó á Vindheimum ásamt foreldrum sínum og 14 systkinum, en hún var sú tólfta í röðinni. Tíu ára fór hún til Reykjavíkur og hóf sína fyrstu formlegu skólagöngu í Miðbæjarskólanum. Síðar stundaði hún nám í Handíðaskólanum í Reykjavík 1941-1943, Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1946-1952 og fór í námsferðir til Hollands og Parísar.
.
María tók þátt í fjölda samsýninga á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku ásamt því að taka þátt í árlegri sýningu „SE“ hópsins í Charlottenborg í 28 ár. Þess að auki hélt hún tvær einkasýningar í Norræna húsinu árin 1973 og 1976. Verk Maríu eru meðal annars í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Menntamálaráði, Skógasafnsins, Statens Museum for Kunst og Undervisningsministeriet. Þá hlaut María heiðursstyrki frá Ekersberg-Thorvaldsensfond, Statens Kunstfond, Anne E. Munch, Dansk-Islandsk fond og Menntamálaráði.
.
María átti lengst af heima í Kaupmannahöfn. Hún kvæntist Alfred Immanuel Jensen (1917-2006) myndlistarmanni árið 1952. Þau áttu tvær dætur saman; Jóhönnu Maríu og Valdísi Elísabetu. Fyrir átti María soninn Vilhjálm. María lést í Kaupmannahöfn árið 1979.
.
[Heimildir: Lífsferill Maríu Hugrúnar ritaður af Helgu Hjörvar og fylgdi með afhendingu. In memorian í Morgunblaðinu 19. september 1979, bls. 29.]
Úr fórum ættmenna. Barst um hendur Helgu Hjörvar.
Helga Hjörvar afhenti gögnin 7. febrúar 2017
Tvær öskjur sem innihalda m.a. lista yfir sýningar og blaðaumfjallanir, sýningarskrár, ljósrit af nokkrum málverkum og fleira.
Engu var eytt.
Viðbóta er ekki von.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og danska.
Rakel Adolphsdóttir skráði.
30. ágúst 2017
A Listferill
B Persónuleg gögn
askja 1
A Listferill
AA Sýningar
AAA Prentaðar sýningaskrár
1-23 Prentaðar skrár frá 1952-1976
AAB Ljósritaðar sýningaskrár
AB Blaðaumfjallanir
AC Málverk Maríu, myndir og útprent
AD Listi yfir sýningar Maríu
AE Listi yfir bréfaskrifti vegna fyrirhugaðrar sýningar sem hætt var við [2016]
askja 2
B Persónuleg gögn
BA Æviágrip og minningar um Maríu
BB Gögn Alfreds I. Jensens, eiginmanns Maríu
BC Gögn Jóhönnu, dóttur Maríu og Alfreds
BD Rafræn gögn
Fyrst birt 20.08.2020