Skjalasöfn í stafrófsröð

Teofani samkeppnin 1930. KSS 157.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 157

  • Titill:

    Teofani

  • Tímabil:

    1930

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 157. Teofani.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Myndirnar voru flestar í eigu Péturs Péturssonar, útvarpsþuls. Dóttir hans Ragnheiður Ásta Pétursdóttir gaf safninu myndirnar.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Árið 1930 stóð heildsalinn Þórður Sveinsson og Co., sem flutti inn sígarettumerkið Teofani, fyrir viðburði sem kalla má fyrstu íslensku fegurðarsamkeppnina. Hugmyndin átti uppruna sinn í Englandi. Íslenskar konur voru hvattar til að senda inn mynd af sér, sem voru síðan fjölfaldaðar og dreift í íslensku sígarettupakkana. Upphaflega hugmyndin var sú að almenningur greiddi atkvæði með því að senda myndirnar aftur til fyrirtækisins og átti ein mynd að jafngilda einu atkvæði. Þegar til kastanna kom var hinsvegar breskur leikstjóri, Charles B. Cochrane, fenginn til að dæma um sigurvegarana. Í kjölfar fegurðarsamkeppninnar fór fram önnur samkeppni, þar sem fólk var hvatt til að safna myndunum. Sá sem yrði fyrstur til að safna öllum 50 myndunum fengi að launum útsýnisflug yfir Reykjavík.

  • Um afhendingu:

    Þann 13. mars 2008 bárust um hendur Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur safninu 24 myndir úr svokallaðri Teofani-keppni, en myndirnar voru í eigu föður hennar, Péturs heitins Péturssonar, útvarpsþuls.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    Úr aðfangabók: 9. maí 1982 Áslaug Sigurðardóttir gefur Dagbl. vísis með fegurðarsamkeppninni 1930. Sjá dagbók

    [Nú má lesa þetta tölublað þar sem fjallað erum keppnina á timarit.is]

  • Not:

    Fjallað um myndirnar:

    Halla Hákonardóttir, „Reykjavíkurstúlkan á þriðja áratug 20. aldar séð í gegnum ljósmyndir“, LHÍ 2012.

    Æsa Sigurjónsdóttir, Til gagns og til fegurðar; Sjálfsmyndir í ljósmyndun og klæðnaði á Íslandi 1860–1960, Reykjavík 2008.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Emma Björk Hjálmarsdóttir færði á safnmarkið KSS 157 og tók saman lýsandi samantekt ásamt Rakel Adolphsdóttir. Myndirnar hafa verið gerðar stafrænar og hægt er að sjá þær á heimasíðu Kvennasögusafns: Teofani-samkeppnin.

  • Dagsetning lýsingar:

    5. ágúst 2020


Skjalaskrá

askja 1

Lítill Teofani & co kassi með mörgum ljósmyndunum.

Umslag, sem á stendur „Úr fórum Péturs Péturssonar útvarpsþular.

Miði frá Auði Styrkársdóttir sem á stendur: „Myndirnar keypti Kvennasögusafn Íslands af Magna frímerkjasala á Laugavegi, árið 2007. Kaupverð var 50.000 kr. 50 myndir voru í settinu. Magni kvaðst hvergi finna þær tvær sem vantar, hvori hér heima né erlendis.“

Karton með svarthvítum ljósmyndum af þremur konum sem tóku þátt í Teofani fegurðarsamkeppninni. Ljósmyndari: Loftur.

Ljósmyndirnar festar á karton með upplýsingum

Blaðaúrklippur og tölvupóstsamskipti Auðar Styrkársd. við afkomendur kvennanna, en Kvennasögusafn lýsti eftir nöfnum við ljósmyndirnar.


Fyrst birt 19.08.2020

Til baka