Skjalasöfn einstaklinga

Borghildur Óskarsdóttir (f. 1942), ljósmyndir. KSS 151.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 151

  • Titill:

    Borghildur Óskarsdóttir

  • Tímabil:

    1975

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 151. Borghildur Óskarsdóttir. Ljósmyndasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Borghildur Óskarsdóttir (f. 1942)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Var nemi í myndlista- og handíðaskólanum þegar hún tók myndirnar.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum hennar sjálfrar.

  • Um afhendingu:

    Borghildur afhenti gögnin á skrifstofu Kvennasögusafns 21. október 2015. Í kjölfar skráningar 2019 og samskipta í kringum það sendi hún einnig viðtal sem tekið var við hana í þýsku blaði  og birtist 18. október 2015.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Filma að 17 ljósmyndum sem Borghildur tók á Kvennafrídaginn 1975, auk skýringa.

    Viðtal við þýskt blað frá 2015, útprent.

  • Grisjun:

    Engu var eytt.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd. Ljósmyndara skal ávallt getið þegar myndirnar eru notaðar. Einungis skal nota ljósmyndirnar með leyfi ljósmyndara.

  • Tungumál:

    Íslenska og þýska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 1. Kvennafrí 1975. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skráði og setti á safnmarkið KSS 151 í október 2019.

    Tón- og myndsafn gerði afrit sem eru geymd rafrænt hjá Kvennasögusafni.

  • Dagsetning lýsingar:

    7. október 2019


Skjalaskrá

askja 1

  • Filma með 17 ljósmyndum frá Kvennafrídeginum 24. október 1975. Þær sýna morgunfund í Myndlista- og handíðaskólanum, fólkstreymi að fundinum úr Stórholti, föður með börn sín á Teiknistofunni á Óðinstorgi, dætur Borghildar á fundinum, mannfjölda á Lækjartorgi og opið hús í Lindarbæ.
  • Útskýringar Borghildar á myndunum, hvar þær eru teknar og hverjir eru á þeim.
  • Samkvæmt ábendingu frá Kristínu Ástgeirsdóttur þá eru tónlistarkonurnar þrjár á mynd 17 Aagot Óskarsdóttir (síðar lögfræðingur), Jóna Dóra Óskarsdóttir (síðar víóluleikari og þýðandi) og Jóhanna Þórhallsdóttir (síðar söngkona, kórstjóri og myndlistarkona). Þær voru saman í hljómsveit í MH, Diabolus in Musica, sem átti eftir að gefa út tvær plötur.
  • Viðtal í Tagesspiegel 18. október 2015.

Ljósmyndirnar

 


Fyrst birt 19.08.2020

Til baka