Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 143
Lóa Grýludóttir
Tvær öskjur; ein þunn askja og önnur sérbúin askja fyrir bókverk.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 143. Lóa Grýludóttir. Einkaskjalasafn.
Lóa Sveinsdóttir Björnsson (1945–1987), listakona, rithöfundur og kennari.
Aðrar nafnmyndir: Lóa Grýludóttir, Loa Gurlisdatter, Loa Gurlisdatter Kampmann
Lóa Grýludóttir var listakona, rithöfundur og kennari. Hún var barnabarn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, og Georgiu Björnsson (fædd Hoff-Hansen). Dóttir Sveins Christen Björnssonar (1916–1977) tannlæknis og Gurli Andersen (f. 1921). Fæddist 9. desember 1945 og fékk nafnið Lóa Sveinsdóttir. Eignaðist þrjú börn með dönskum manni, Henrik Kampmann, listaverkasala í Kaupmannahöfn: Jón [Hack] (f. ca. 1969), Dea (f. ca. 1970) og Helga (f. ca. 1972). Bjó um tíma á Akureyri en flutti svo til Spánar. Gaf út bókina „Moder jord mor og hjemmefødsler“ árið 1976 og ritaði grein um fæðingar sem birtist í Degi 21. desember 1978.
Lóa sendi Kvennasögusafni skjölin. Skjöl mynduðust einnig á Kvennasögusafni.
21/6. 1978 Lóa Grýludóttir = Lóa Gurlinsdóttir á Akureyri sendir, sbr. bréf hennar:
3. júlí 1978 Lóa Grýludóttir sendir:
20. desember 1978 Lóa Grýludóttir kom í gær í heimsókn – sjá dagbók, en í pósti kom í dag frá henni pappírsálnbréf sem á voru m.a. vísur og kvæði eftir hana þakkarbréf 31/12.78
18. júlí 1979 Lóa Grýludóttir sendir 2 eintök af Moder Jord og hefur borgað ársgjald fyrir það handa Kvennasögusafni Íslands. Þakkarbréf 26/7.79
4. janúar 1983 Lóa Grýludóttir ... sendir vélrit af grein ... sem hún hefir skrifað ... með laginu og ljóði Guð gaf mér eyra sem er ísl. þjóðlag.
Bókverk, bréf og úrklippur.
Óvíst
Ekki er von á viðbótum
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska, danska og enska.
Áður í öskju 145. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 143 og útbjó þessa lýsandi samantekt í október 2018.
29. október 2018
askja 1
A Bréf
B Skrif
askja 2
C Bókverk
Fyrst birt 19.08.2020