Skjalasöfn einstaklinga

Lóa Grýludóttir (1945–1987). KSS 143.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 143

  • Titill:

    Lóa Grýludóttir

  • Umfang:

    Tvær öskjur; ein þunn askja og önnur sérbúin askja fyrir bókverk.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 143. Lóa Grýludóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Lóa Sveinsdóttir Björnsson (1945­–1987),  listakona, rithöfundur og kennari.

    Aðrar nafnmyndir: Lóa Grýludóttir, Loa Gurlisdatter, Loa Gurlisdatter Kampmann

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Lóa Grýludóttir var listakona, rithöfundur og kennari. Hún var barnabarn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, og Georgiu Björnsson (fædd Hoff-Hansen). Dóttir Sveins Christen Björnssonar (1916–1977) tannlæknis og Gurli Andersen (f. 1921). Fæddist 9. desember 1945 og fékk nafnið Lóa Sveinsdóttir. Eignaðist þrjú börn með dönskum manni, Henrik Kampmann, listaverkasala í Kaupmannahöfn: Jón [Hack] (f. ca. 1969), Dea (f. ca. 1970) og Helga (f. ca. 1972). Bjó um tíma á Akureyri en flutti svo til Spánar. Gaf út bókina „Moder jord mor og hjemmefødsler“ árið 1976 og ritaði grein um fæðingar sem birtist í Degi 21. desember 1978.

  • Varðveislusaga:

    Lóa sendi Kvennasögusafni skjölin. Skjöl mynduðust einnig á Kvennasögusafni.

  • Um afhendingu:

    21/6. 1978 Lóa Grýludóttir = Lóa Gurlinsdóttir á Akureyri sendir, sbr. bréf hennar:

    1. Kvinder og politiken, 1973
    2. Moder Jord – Mor og Hjemme - ? eftir Lóu Gurlins?dóttir
    3. Otekse, Jordemødre og sygeplejskole En beretning om Kloga koner eftir ? Ehrenreiel ofl. 1976
    4. Rejsen til Albion, Alfehjul 1977
    5. Civilisationen her forkvæklet födslen (Lóa‘s Ark – Oddeyri 1978) eftir Doris Haire
    6. Det Patriarkalsk Herredönne Enleyst eftir Gabriele Kinby, 1976
    7. Ökofeminister nr. 2 – Matriankalet. Lóa‘s Ark, Helsingör 1976
    8. Hjemme – eller Ude Födsel: lid klip fra avindellen om födeler 1976
    9. Lad os ind före Matriarkalet – en samling a vis udklip
    10. Goddess, Matriarchy, ? Group shrew, Spring 1977 – London
    11. Kvindebogs katalog – 2 eintök
    12. The Feminist Press – katalog, 1977
    13. Bookmarks ICEA – katalog 1976-1977
    14. Moder Jord Folder: Hjemmefödsel.

    3. júlí 1978 Lóa Grýludóttir sendir:

    1. Bindi nr. 15 (meditations ?)
    2. Ljósrit: úr grein úr Forældig Fordels 12/1973
    3. DO (2) úr Michael Dames. Þakkarbréf 15/7 78
    4. DO (2) úr dönsku blaði (sjá bréf hennar 29/6 78)

    20. desember 1978 Lóa Grýludóttir kom í gær í heimsókn – sjá dagbók, en í pósti kom í dag frá henni pappírsálnbréf sem á voru m.a. vísur og kvæði eftir hana þakkarbréf 31/12.78

    18. júlí 1979 Lóa Grýludóttir sendir 2 eintök af Moder Jord og hefur borgað ársgjald fyrir það handa Kvennasögusafni Íslands. Þakkarbréf 26/7.79

    4. janúar 1983 Lóa Grýludóttir ... sendir vélrit af grein ... sem hún hefir skrifað ... með laginu og ljóði Guð gaf mér eyra sem er ísl. þjóðlag.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Bókverk, bréf og úrklippur.

  • Grisjun:

    Óvíst

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, danska og enska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Áður í öskju 145. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 143 og útbjó þessa lýsandi samantekt í október 2018.

  • Dagsetning lýsingar:

    29. október 2018


Skjalaskrá

askja 1

A Bréf

  • miðar frá Kvennasögusafni til Lóu:
    • sept. 1978
    • sept. 1978
    • feb. 1980
    • mars 1980
    • júní 1980
    • jan. 1984, til Spánar
    • Tilkynning um böggul 1978
  • bréf frá Lóu, ódagsett
  • bréf til Önnu frá Lóu, Akureyri 18. júní 1978
  • bréf til Lóu frá Önnu, Reykjavík 27. júní 1978 og 15. júlí 1978
  • bréf til Önnu frá Lóu, Akureyri 29. júní 1978
  • bréf til Önnu og Svanlaugar frá Lóu, Akureyri 14. okt. 1978
  • bréf til Önnu og Svanlaugar frá Lóu, Akureyri 4. nóv. 1978
  • bréf til Lóu frá Svanlaugu, Reykjavík 23. nóv. 1978, 4. des. 1978
  • bréf til Svanlaugar frá Lóu, Akureyri 27. nóv. 1978
  • bréf til Lóu frá Önnu, Reykjavík 31. des. 1978
  • bréf til Lóu frá Önnu, Reykjavík 14. feb. 1979
  • bréf til Önnu frá Lóu, Reykjavík 16. júlí 1979, bréf til Lóu frá Önnu Akureyri 26. júlí 1979
  • bréf til Önnu frá Lóu, Akureyri 3. júní 1980
  • bréf til Önnu frá Lóu, Spánn 5. okt. 1981
  • kort til Önnu frá Lóu, Spánn 27. des. 1981

B Skrif

  • Fæðingar [íslenska]
  • Födsels hjælpens tilbaga egang [danska]
  • Úrklippur á dönsku, um eða eftir Lóu, 1975-1976, m.a. um kvennafrídaginn [danska]
  • A tale of mother Grýla, 1980 [enska]
  • Ljóð: Moder hjul. Og Dansk i mellemskolen
  • Skrif sem líkjast dagbókarfærslum 1. des 1982 – 27. des 1982, Spánn [danska]
  • Ættartala Lóu, gerð af henni sjálfri

askja 2

C Bókverk


Fyrst birt 19.08.2020

Til baka