Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 102
Sigurlín Guðbrandsdóttir
1922–1992
Sjö öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 102. Sigurlín Guðbrandsdóttir. Einkaskjalasafn.
(Lbs.-Hbs. Kvss.)
Sigurlín Guðbrandsdóttir (1907–1996)
Fædd árið 1907 á Loftsölum í Mýrdal, dáin 1996 í Reykjavík.
For.: Guðbrandur Þorsteinsson bóndi og kona hans Elín Björnsdóttir að Loftsölum. Ólst upp hjá föðursystur sinni, Guðríði Þorsteinsdóttur, og manni hennar, Gunnari Bjarnasyni, í Steig í Mýrdal.
Kaupakona í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Fór til Reykjavíkur 1934, hóf störf hjá Álafoss árið eftir og starfaði þar framundir 1980.
Ógift og barnlaus, bjó lengi ásamt systur sinni Vilborgu.
Heimild: Morgunblaðið, 20. apríl 1996.
Úr fórum ættmenna
Björgvin Salómonsson, systursonur Sigurlínar, afhenti Kvennasögusafni Íslands 13. október 2015.
Persónuleg gögn úr fórum Sigurlínar ásamt kompum af ýmsum gerðum og stærðum, sem innihalda dagbækur hennar og heimilisbókhald í margar áratugi.
Með þessum gögnum fylgdi mikill fjöldi skráa frá Þjóðleikhúsinu og LA og var þeim komið til þjóðdeildar Landsbókasafns.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Auður Styrkársdóttir skráði 21. október 2015. Rakel Adolphsdóttir gerði ítarlegri skráningu á dag- og minnisbókum í apríl 2019 og fjölgaði um leið öskjunum úr fjórum í sjö.
21. október 2015.
A – Persónuleg skjöl
Askja 1
B Minnisbækur, dagbækur og heimilisbókhald
Askja 2
Dagbækur 1935–1959
Askja 3
Dagbækur 1960–1980
Askja 4
Dagbækur 1981–1991
Askja 5
Dagbækur og minningabækur, 11 talsins í mismunandi stærðum. 1942–1979
Askja 6
Minnisbækur, 6 talsins í mismunandi stærðum (kvæði, lög, námskeiðsglósur, „þýðing spilanna“ o.s.frv., ódagsettar
Askja 7
Heimilisbókhald, 15 talsins í mismunandi stærðum, 1930–1983
Fyrst birt 06.08.2020