Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 95
Sigríður Björnsdóttir
1956–2011
40 öskjur, (þar af 1 stór askja) og stór pappakassi
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 95. Sigríður Björnsdóttir. Einkaskjalasafn.
Sigríður Björnsdóttir (f. 1929), listakona og listþerapisti
Fædd 5. nóvember 1929 á Flögu í Skaftártungu.
For.: Björn O. Björnsson prestur og kona hans Guðríður Vigfúsdóttir húsfreyja
Nám: Próf frá Verslunarskólanum 1947 og kennarapróf í myndmennt frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1952. Stundaði síðar myndlistarnám við The Central School of Arts and Crafts í Lundúnum og nám í listmeðferð við University of London, Goldsmith‘s College, var í starfsnámi í London við Children‘s Hospital í Great Ormond Street, við Maudsley geðsjúkrahúsið, barnadeild, við Hammersmith sjúkrahúsið, barnadeild, við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, barnadeild, og á Dronning Louises børnehospital.
Störf: Skrifstofustörf 1947-49, kenndi myndmennt við Kvennaskólann í Reykjavík 1952-53, 1957-58 og 1960-61, var forstöðumaður list- og leikmeðferðar á barnadeild Landspítalans og Barnaspítala Hringsins 1957-73, var umsjónarmaður Gallerí FÍM á Laugarnesvegi 1977-80, veitti leikstofu barnadeildar Landakotsspítala forstöðu 1983-83, var grunnskólakennari og listmeðferðarfræðingur á Barnadeild Landakotsspítala 1984-96 og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996-97. Sigriður hefur kynnt list- og leikmeðferð með fyrirlestrum og sýningum á alþjóðlegum ráðstefnum víða um heim. Þá sinnti Sigríður húsmóðurstörfum frá árinu 1957.
Sigríður starfaði að listmálun samhliða öðrum störfum frá árinu 1958. Hún hélt einkasýningar í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Stokkhólmi, Sigtuna, Málmey, Turku og í Helsingfors, auk einkasýningar með Dieter Roth í Kaupmannahöfn. Auk þess tók hún þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis.
Sigríður var ritari í stjórn FÍM 1977-80 og Íslandsdeildar Norræna myndlistarbandalagsins, var forseti Íslandsdeildar The International Association of Art, IAA-AIAP, á vegum UNESCO 1977-87, fulltrúi Íslands í NORDFAG, hagsmunasamtökum norrænna myndlistarmanna 1977-80, ritari í stjórn The International Academy of Pediatric Transdisciplinary Education 1989-91 og átti þátt í undirbúningi að stofnun Norræna félagsins um þarfir sjúkra barna, NOBAB, 1978-79.
Sigríður er höfundur bókarinnar Ljóð, teikningar (1959), meðhöfundur bókanna Rækt: átak til hjálpar langveikum börnum (1992) og I Grund och Botten: fornnordiska sagor (1992) og hefur hefur skrifað greinar í ýmis norræna og alþjóðleg fagtímarit.
Sigríður giftist Dieter Roth myndlistarmanni 1957. Skildu.
Heimild: DV 5. nóvember 1999, s. 26
Gögnin voru í fórum Sigríðar
Sigríður Björnsdóttir afhenti safnið 22. maí 2015
Safnið inniheldur skjöl Sigríðar er snerta störf hennar sem listþerapista og kennara á sjúkradeildum barnaspítala, skjöl hennar sem félaga í ýmsum félögum er snerta list og listmeðferð, og umfangsmikið bréfasafn við einstaklinga á þessum starfssviðum.
Safnið er þannig byggt upp:
A Sigríður, ævi og list, 3 öskjur
B Sigríður, erindi og greinar, 6 öskjur
C Listmeðferð, 4 öskjur
D Ráðstefnur, erlend samvinna, listmeðferð, 11 öskjur
E Erlend bréfaskipti, 1954-2011, 9 öskjur
F Innlend bréfaskipti, 1953-2011, 2 öskjur
G Vinna á sjúkrahúsum, spítalaskólinn, 4 öskjur
Að auki er 1 stór askja með læstum gögnum og stór pappakassi með ljósmyndum og slidesmyndum
Afar mikið af ljósritum úr blöðum, bókum og tímaritum voru í safninu, og var eytt. Öllum tví- og fleirtökum var sömuleiðis eytt. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá ítarlegan lista yfir efni sem var grisjað.
Viðbóta er ekki von.
Aðgangur er takmarkaður að hluta
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska, sænska og enska
Auður Styrkársdóttir flokkaði, skrifaði lýsingu í mars 2016 og setti á safnmark KSS.
mars 2016
A Sigríður, ævi og list
Askja 1:
∙ Vottorð um þátttöku í námi/námskeiðum
∙ Persónuleg skrif Sigríðar
∙ Bók um Sigríði, Ágústa Oddsdóttir, umsókn í Myndlistasjóð
∙ Ævi Sigríðar, ýmis ágrip eftir hana sjálfa
∙ Vigfús Gunnarsson í Flögu, f. 1870. Æviágrip
∙ CV Sigríðar, frá ýmsum tímum
∙ Inntökubeiðni Sigríðar í Félag íslenskra sérkennara
∙ Fæðingarvottorð Sigríðar
Askja 2:
∙ Leikrit, ljóð o.fl. Höfundar ókunnir
∙ Fjölskylda Sigríðar. Bréf o.fl.
∙ Umsóknir frá Sigríði um styrki
Askja 3:
∙ Sýningar Sigríðar Björnsdóttur: frásagnir og umsagnir
∙ Sýningar með öðrum
∙ Sýningarskrár frá einkasýningum Sigríðar
B Sigríður, erindi, greinar
Askja 4:
∙ Erindi Sigríðar á ensku:
A report about creative play therapy education in Iceland 1965-73
The therapeutic value of creative therapy of children in hospital
Why do we need creative therapy – in schools – in hospitals?
Creative therapy for sick and disabled children. 1974
The artist´s contribution to a new relationship among the disabled and the abled
What is best for the child?
Art therapy for hospitalized children
Creativity in the penal setting
Ótitlað
Ótitlað
Some points, why creative workshops ven be important...
The aim of art therapy
Organized creative therapy service for children and adolescents in general hospital
Ótitlað
Art as an important part of hospital education
The art therapist as a person
I summarize
Creative therapy in children hospitals. Seminar 1977
Creative therapy with hospitalized children. The theurapetic values of creative activities
Adolescent´s art and the electronic media
Spontaneous art as an important part of pediatric mental health
Creative therapy for hospitalized children
Art Therapy in pediatric hospital and clinic. Dos the electronic media effect shildren´s art?
Some points, Why creative workshops can be important action as a contribution
Post examination´s studies
The end of outsider art?
Creative therapy, Manila, 1983
Creative therapy, Brasilía, 1975
Therapeutic education through art
The therapeutic and educational value of creative activities of hospitalized children
Today I will be...
Discussion on play therapy in childrens hospitals.... a visit til hospital italiano buenos aires and to New York, 1974
Art and the dying child
Ótitlað
Creative play therapy and creative school in children´s hospital
This exhibition of spontaneous art of hospitalized children..
Art therapy
Reports on programs, 1973-1976
Creative therapy in hospitals
Ótitlað (í Finnlandi)
The creative process and spontanious art
Can art and play counteract... John Lind symposium 1995
Remedial teaching
Askja 5:
∙ Ýmis slitur, á íslensku, ensku og sænsku
∙ Abstraktar á ensku
∙ Erindi Sigríðar á dönsku: - Kreativ terapi på börnesygehus - Kreativ terapi för hospitaliserade
barn - Nogle exempler på perceptions træning igennem creative terapi
∙ Erindi Sigríðar á sænsku:
Kreativ terapi på barnsjukhus. Konferensen: Sjuka barns behov
Formålet med kreativ terapi på börnehospital
Egen spontana bilder hjälper barn på sjukhus avslöja själens tilstånd
Kreativ terapi för barn på sjukhus. Seminar 1980
Om bildterapi í USA, Europa, Sverige
Ótitlað
Varför kreativ terapi?
Kreativ terapis värde på barnsjukhus
Grundskolan. Samnordiskt bildprojekt
Askja 6:
∙ Erindi á íslensku:
Kreativ terapi. Júní 1975. Á íslensku
Leik- og myndmeðferð fyrir börn á sjúkrahúsum
Ótitlað, á íslensku
Listmeðferð við krónísk veik og líkamlega fötluð börn
Ótitlað, á íslensku
Til athugunar v. Meðferðardeildar í leik og myndlist
Dæmi um sjúkraiðju eftir brjóstuppskurð
Almennt rabb um creative therapy á barnasjúkrahúsum
Fyrirlestur um leikmeðferð
Kynning. Áætlun
Ég hef verið beðin.....fatlaði
Glærur: Alhliða persónuleikaþroski
Áhrif sjúkrahúsvistar á börn
Frjáls myndsköpun barna
Myndsköpun barna – náms og þroskaleið
Námskeið fyrir fötluð börn – skýrsla
Um ferð S.B. til USA til að kynna sér leikþerapíu
Erindi flutt á aðalfundi Kvenfélagsins Hringurinn 1966
Ótitlað, íslenskt
Myndþerapía
Um leikmeðferð
Börn og tölvur
Áhrif rafeindamiðla á þroskaferli barna
Leikskólabörn og tölvur
Frjáls myndsköpun
Myndtjáning barna
Ótitlað erindi
Erindi hjá Fóstruskólanum
Ótitlað erindi
Fræðsluerindi fyrir foreldrafélag leikskóla Landskotsspítala
Erindi flutt á aðalfundi Bandalags reykvískra kvenna
Alþjóðleg ráðstefna: „Study and treatment of sexual abuse“
Fyrsta alþjóðlega þingið „Audiovisual Communication and Mental Health“
∙ Námskeið Sigríðar, auglýsingar
Askja 7:
∙ Sænskar úrklippur, um Sigríði
∙ Íslenskar úrklippur, um Sigríði
∙ Prentaðar greinar e. Sigríði (ljósrit)
∙ Aðrir listamenn (sýningarskrár, verðskrár mest)
Askja 8:
∙ Handskrifað efni
Askja 9:
∙ Handskrifað efni
C Listmeðferð
Askja 10:
Um Art Therapy: greinar og skrif, m.a. „Föreläsningar¨. Bildterapiseminariet 1977 Visingsö“, einnig bæklingar og plaköt frá ýmsum Art Therapy sýningum á alþjóðlegum og norrænum barnalæknaþingum.
Askja 11:
∙ Nokkrar blaðaúrklippur um myndlist
∙ Nokkrar teikningar og myndir
∙ Um Art Therapy
∙ Kai Evola: Om psykodramat som en terapeutisk och personlighetsutvecklande metod – Trevot Jeavons: International Art Therapy Conference in Rekjavik Iceland June 1975 – Alva Myrdal: Erindi á XIII ráðstefnu OMEP í Bonn 1971
∙ Greiningar (?) Sigríðar
Askja 12:
∙ Greiningar (?) Sigríðar
∙ Teikningar barna, rannsóknir (grein)
∙ Børn på hospital tegner (grein)
∙ Vad säger bilden? Hefti frá Lärarhögskolan i Stockholm, 1975
∙ Plastað bréf (Frá fanga?)
Askja 13:
Ljósmyndir; þrjár skrifbækur: ein gestabók, ein bók hvar á stendur „Handleiðsla“ og sú þriðja hugrenningar
D Ráðstefnur, erlend samvinna, listmeðferð
Askja 14:
Ýmislegt frá erlendum ráðstefnum: plaköt og dagskrár
Askja 15:
∙ Efni frá IAPTE (International Academy of Pediatric Transdisciplinary Education), m.a. skýrsla Sigríðar frá þingi
∙ Efni frá INSEA
∙ Efni frá IAA (Alþjóðleg samtök myndlistarmanna), m.a. bréf Íslandsdeildar vegna mótmæla íbúa í Teigahverfi við húsnæði Verndar, sept. 1985
∙ Efni frá FLÍS (Félag listmeðferðarfræðinga á Íslandi)
Askja 16:
Barnaheimilið Ós: Þróunarverkefni árið 1990
Askja 17:
Efni um Jimmy Boyle: sýningarskrár og blaðaúrklippur
Askja 18:
John Lind:
∙ Þing á Íslandi 1995
∙ Minningarsjóður, blaðaúrklippur um JL
∙ Bréfasamskipti Sigríðar við John
Askja 19:
John Lind:
∙ Bréfasamskipti vegna þings á Íslandi 1995
∙ John Lind seminars; dagskrár, bréf
Askja 20:
Ivonny Lindquist: fyrirlestrar og annað efni
Askja 21:
∙ Frá ári fatlaðra, 1981
∙ Efni frá Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum
∙ Skýrsla frá 1. aðalfundi um þarfir sjúkra barna, e. Sigríði Björnsdóttur; Fyrsta norræna námsþingið 1975, eftir Sigríði Björnsdóttur
∙ Frá sýningu á fyrsta norræna listmeðferðaþinginu, 1975
∙ Myndir frá listmeðferðarsýningu á Karolinska í Stokkhólmi 1976
∙ Efni frá norrænum seminörum listmeðferðarfræðing
∙ Efni frá NOBAB
Askja 22:
Efni frá NOBAB
Askja 23:
Norræna verkefnið: „Fornnorrænar sagnir“:
Neðst liggja pappaspjöld frá sýningu, með dönskum og sænskum texta. Einnig nokkur póstkort.
∙ Um verkefnið á norrænum málum
∙ Efni á ensku
∙ Umsókn til Nordisk kulturfond
∙ Bréfaskipti, norræn
Askja 24:
Norræna verkefnið: „Fornnorrænar sagnir“:
∙ Ljósmyndir
∙ Um verkefnið á íslensku
∙ Efni úr „Kynningarmöppu“
∙ Bréfaskipti, innlend, vegna verkefnisins
E Erlend bréfaskipti, 1954-2011
Askja 25:
Erlend bréfaskipti, 1954-1978
Askja 26:
Erlend bréfaskipti, 1979-1986
Askja 27:
Erlend bréfaskipti, 1987-1993
Askja 28:
Erlend bréfaskipti, 1994-1998
Askja 29:
Erlend bréfaskipti, 1999-2004
Askja 30:
Erlend bréfaskipti, 2005-2011
Askja 31:
Erlend bréfaskipti við:
∙ Beatrix Sitter-Liver
∙ Kati Bondestam
∙ Audrey, Ellen Miryam, Giancarla, Folmer Rubæk
∙ Bréf frá prófessorum
Askja 32:
Erlend bréfaskipti, við:
∙ Edith Kramer
∙ Rita
∙ Peggy
∙ Kati
∙ Sally Forward
∙ Ellen Mullin
Askja 33:
Erlend bréfaskipti, við:
∙ Ivonny Lindquist
F Innlend bréfaskipti, 1953-2011
Askja 34
Innlend bréfaskipti, 1953-1999
Askja 35:
∙ Innlend bréfaskipti, 2000-2010
∙ Félagið Emblurnar
∙ Hilmar Oddsson
∙ Frá Sigríði, nokkur bréf
∙ Frá Sigríði, ódagsett
∙ Tóta
∙ Jóhanna
∙ Halldór Laxness, 12.2. 1979
∙ Dieter Roth (nokkur ljósrit af bréfum)
∙ Fjölskylda Sigríðar
G Vinna á sjúkrahúsum, spítalaskólinn
Askja 36:
∙ Ýmislegt ósamstætt efni, bréf, minnispunktar o.fl.
Askja 37:
∙ Erlend samtök sjúkrahússkóla, bréfaskipti o.fl.
∙ Nokkrar plastglærur
∙ „The hospital school“. Nótur frá 1977 (S.B.?)
∙ Sjúkraiðja á Barnaspítala Hringsins 1972-1973, handskrifuð frásögn með ljósmyndum
∙ Spurningaskrá til foreldra
∙ Vinnuáætlun til nemanda í janúar 1990
∙ Verkefnið „List á sjúkrahúsum“
∙ Nefnd til að vinna að undirbúningi um gerð sjónvarpsmyndar um börn á sjúkrahúsi
Askja 38:
∙ Landskotsspítali: bréfaskipti
∙ Minnisskrif og bréfasamskipti vegna tilrauna kerfisins að koma spítalaskólanum undir lokalskólana
∙ Ýmsar greinargerðir Sigríðar um spítalaskólann
∙ Greinargerðir nemenda í starfsnámi á spítalaskólanum
∙ Vettvangsathugun á grunnskóla barnadeildar Landskotsspítala, e. Ágústu Oddsdóttur
Fyrst birt 05.08.2020