Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 88
Ásdís Jóhannsdóttir
1948–1958
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 88. Ásdís Jóhannsdóttir. Einkaskjalasafn.
Ásdís Jóhannsdóttir (1933–1959)
Fædd 10. janúar 1933 í Fáskrúðsfirði, látin 21. október 1959 í Vestur-Þýskalandi. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Árnason (1897-1950) og Jónína Kristín Benediktsdóttir (1888-1981). Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1953. Var við nám í efnafræði við náttúruvísindadeild háskólans í Göttingen í V-Þýskalandi 1953-1958 og síðan við Tækniháskólann í Darmstadt í V-Þýskalandi 1958-1959.
Heimild: Æviskrár MA stúdenta 1945-1954, bls. 497-498. Sjá líka vef skald.is.
Gögnin voru í varðveislu Sigríðar Jóhannsdóttur, systur Ásdísar.
Sigríður Jóhannsdóttir afhenti Kvennasögusafni gögnin þann 18 maí 2010.
Safnið inniheldur dagbók er Ásdís skrifaði í á árunum 1948-1950, þá 15-17 ára. Í hana ritaði hún afrit af bréfum er hún sendi systur og vinkonum, ljóð er hún orti, hugleiðingar um eitt og annað og lýsingu á degi í gagnfræðaskóla. Einnig stílabók með handskrifuðum ljóðum og vélrituð ljóð er birtust í bók hennar Vængjaþytur vorsins (2002).
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Sigríður Jóhannsdóttir afhenti dagbókina og stílabókina og síðan vélrituðu ljóðin í plastumbúðum. Auður Styrkársdóttir raðaði efninu, fjarlægði plastumbúðir og gekk frá í öskju. Hún skrifaði einnig lýsingu í maí 2009 og setti á safnmark KSS.
maí 2009
Askja 1
Fyrst birt 05.08.2020