Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 80
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
1981–1986
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 80. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Einkaskjalasafn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (f. 1954), borgarstjóri og ráðherra.
Sjá Alþingismannatal
Úr fórum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
Um hendur Hjörleifs Sveinbjörnssonar, eiginmanns Ingibjargar, barst safninu kassi með skjölum og blöðum í eigu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þann 14 apríl 2009.
Safnið inniheldur ýmislegt efni er varðar Kvennaframboð í Reykjavík á árunum 1982–1986. Einnig eru lesefni og glósur úr námskeiði: „Teoretiske og metodiske problemer i kvindehistorie“.
Borið saman við efni sem fyrir er og varða Kvennaframboð og Kvennalista, tvítökum fargað.
Ekki er kunnugt um viðbætur
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og danska.
KSS 10. Kvennaframboðið og Kvennalistinn í Reykjavík. Einkaskjalasafn.
KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn.
Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti í safnmark. Í ágúst 2012 skrifaði hún lýsandi samantekt.
ágúst 2012
Askja 1:
Gögn varðandi kvennaframboðið í Reykjavík og úr borgarstjórn.
Askja 2:
Lesefni og glósur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í kúrsinum „Teoretiske og metodiske problemer i kvindehistorie“ á vormisseri 1981 (ekki verður séð af plöggum við hvaða skóla). Efst liggja tvær bækur: „... ég sé í spilunum“ áritað aftast Til Sollu, Svala Sigurleifsdóttir; „Litli dýravinurinn“, skrifað á saurblað m.a. Ingibjörg.
Fyrst birt 05.08.2020