Skjalasöfn einstaklinga

Gunnþórunn Halldórsdóttir (1872-1959). KSS 78.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 78

  • Titill:

    Gunnþórunn Halldórsdóttir

  • Tímabil:

    ca. 1907–1945

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 78. Gunnþórunn Halldórsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Gunnþórunn Ingibjörg Halldórsdóttir (1872-1959), leikkona.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fædd 9. janúar 1872. Lést 15. febrúar 1959. Leikkona og meðal stofnanda Leikfélags Reykjavíkur 1897. Hún rak vefnaðarvöruverslun á Amtmannsstíg ásamt Guðrúnu Jónasson (1877–1958). Gunnþórunn var kjörin heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 1938 og var sæmd stórriddarakrossi fálkaorðunnar (Heimild: Morgunblaðið 24. febrúar 1959, bls. 12). 

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Jóns Brynjólfssonar Jónssonar, fóstursonar Gunnþórunnar Halldórsdóttur.

  • Um afhendingu:

    Eiginkona Jóns, Hulda Kristjánsdóttir, afhenti Kvennasögusafni 14 október 2008.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið geymir nokkur skjöl og skeyti

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 77. Guðrún Jónasson. Einkaskjalasafn.

    KSS 2021/19. Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttir.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti á safnmark og skrifaði lýsandi samantekt í ágúst 2012. Rakel Adolphsdóttir bætti skráningu árið 2018.

  • Dagsetning lýsingar:

    ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1

  • Heiðursskjal í bandi frá Leikfélagi Reykjavíkur á 50 ára leiklistarafmæli GH – 6. janúar 1945
  • Þakkarskjal á hörðu spjaldi frá stúkusystrum hennar í Ársól nr. 136 – 1911[?]

Askja 2

  • Svört minnisbók með vísum – m.a. frá 1907
  • Úrklippur
  • Ljóð frá stúkusystur á hörðu spjaldi - 1913
  • Grein e. Svein Einarsson í Ord och bild
  • Útfararskrá Helgu Jónsdóttur - 1922
  • 3 blýantsteikningar, tvær af Gunnþórunni, eftir HPJónsson (eða PHJónsson)
  • „Fréttafok af þingi o.fl.”, gamanvísur eftir Örnólf, prentað
  • Prógramm, „Dómar” eftir Andrjes Þormar
  • Gamanvísur Gunnþórunnar, handrit – fjölmörg (u.þ.b. 50), oftar en ekki um pólitík

Fyrst birt 05.08.2020

Til baka