Skjalasöfn einstaklinga

Guðrún Jónasson (1877–1958). KSS 77.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 77

  • Titill:

    Guðrún Jónasson

  • Tímabil:

    1940-1950

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.  KSS 77. Guðrún Jónasson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Guðrún Jónasson (1877–1958)

  • Lífshlaup og æviatriði:
    1. 8.2. 1877 að Felli í Biskupstungum, d. 5.10. 1958 í Reykjavík

    Flutti ung til Vesturheims með foreldrum sínum en sneri til baka um aldamótin 1900. Stofnaði og rak vefnaðarvöruverslun með Gunnþórunni Halldórsdóttur  að Amtmannsstíg 5 og 5a í Reykjavík. Guðrún var félagi í Góðtemplarareglunni, formaður kvennadeildar Slysavarnarfélags Íslands frá stofnun 1930 til dauðadags, formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937-1955. Þá var hún lengi formaður fjáröflunarnefndar Kvennaheimilisins Hallveigarstaðir. Guðrún var fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur 1928-1946

    Sjá nánar Morgunblaðið 14.10. 1958, s. 8 og 21. okt. s. 2

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Jóns Brynjólfs Jónssonar, fóstursonar Gunnþórunnar Halldórsdóttur.

  • Um afhendingu:

    Eiginkona Jóns, Hulda Kristjánsdóttir, afhenti Kvennasögusafni 14 október 2008.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið geymir nokkur skjöl og skeyti.

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 78. Gunnþórunn Halldórsdóttir. Einkaskjalasafn.

    KSS 2021/19. Guðrún Jónasson og Gunnþórunn Halldórsdóttir.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti á safnmarki og skrifaði lýsandi samantekt í ágúst 2012. Rakel Adolphsdóttir bætti skráningu og bætti ljósmyndum við safnið 1. desember 2020. Rakel setti jafnframt hárfléttuna í sérstaka öskju 14. mars 2023 sem verður ekki til útláns á lessal heldur einungis til sýnis ásamt skjalaverði.

  • Dagsetning lýsingar:

    ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1

  • örk 1: Passi Guðrúnar dags. 13. júlí 1946, fermingarorð á hvítasunnu 5. júní 1892 sér Hafsteinn Pjétursson, Guðrún Jónasson sextug tvær úrklippur, handskrifað ljóð við lag til Guðrúnar
  • örk 2: Símskeyti frá Halb. 8. febrúar 1940
  • örk 3: Ljósmyndir:
    1. Ljósmynd, brjóstmynd af Guðrúnu Jónasson frá því hún var ung. Myndin er fest á þykkan pappa. Á myndinni er Guðrún í silkikjól með blúndu bróderingu.
    2. Svarthvít plötu-ljósmynd, tekin af Láru Ólafsdóttir á Stokkseyri. Á myndinni má sjá konu í svörtum kjól, með fléttur og skotthúfu, sem situr á stól.
    3. Svarthvít ljósmynd, brjóstmynd af Guðrúnu Jónasson með heiðursorðu áfasta klæðum sínum.
    4. Mynd af Gunnþórunni Halldórsdóttir í hlutverki í leikritinu Vopn Guðanna e. Davíð Stefánsson.
    1. Ljósmynd sem sýnir tvo lögreglumenn ganga upp Suðurgötu á undan líkför Guðrúnar Jónasson 14. október 1958.
    2. Ljósmynd sem sýnir Guðrúnu Jónasson í stofu sinni, umkringda blómum.
  • Örk 4
    • Jólakort frá borgarstjóranum í Reykjavík, Bjarna Benediktsson. Á kortinu er svarthvít ljósmynd af Hljómskálagarðinum.
    • Samskonar jólakort frá borgarstjóranum í Reykjavík, undirskrift Vala og Gunnar Thoroddsen.

Ekki í örk:

  • Tilkynning um riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 3. júní 1944
  • Tilkynning um veitingu stórriddarakrossins 28. apríl 1955
  • Símskeyti í leðurbandi frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt 8. febrúar 1940
  • Heiðursskjal Slysavarnarfélags Íslands 8. febrúar 1947
  • Heiðursskjal frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt 23. maí 1955

Askja 2 [ath. ekki til útláns á lessal, einungis til sýnis með skjalaverði]

  • Hárflétta í sígarettuboxi

Fyrst birt 05.08.2020

Til baka