Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 75
Elín Guðmundsdóttir
1932-1989
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 75. Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.
Elín Guðmundsdóttir (1912–2003)
F. 16. júlí 1912 í Reykjavík, †12. júní 2003. Gift Stefáni Ögmundssyni prentara, eignuðust þau fjórar dætur. Húsmóðir og verkakona. Meðal stofnenda Félags ungra jafnaðarmanna 1928, félagi í Kommúnistaflokki Íslands frá 1932, átti sæti í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur og miðstjórn sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokksins. Formaður Kvenfélags Sósíalista og í stjórn MÍR 1970–1979. Meðal stofnenda Kvenfélagsins Eddu (eiginkvenna prentara) og formaður þess í 20 ár. Átti sæti í Félagsheimilisnefnd hins íslenzka prentarafélags. Virkur félagi í Kvennaframboðinu og Samtökum um kvennalista frá upphafi og einn stofnenda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Starfaði auk þess með ýmsum kvennasamtökum svo sem Rauðsokkahreyfingunni, Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.
Gögnin afhentu dætur Elínar, Ingibjörg, Steinunn, Bergljót og Sigríður Stefánsdætur úr dánarbúi hennar.
Afhending var 29. október 2007.
Tvær öskjur
Engu var eytt
Ekki er von á viðbótum
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 2017/7 Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.
KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands. Einkaskjalasafn.
KSS 17. Kvenfélag sósíalista. Einkaskjalasafn.
Auður Styrkársdóttir raðaði og gekk frá í öskjur. Hún skrifaði einnig lýsingu í febrúar 2013 og setti á safnmark.
27. febrúar 2013
A Félagsmál
B Hússtjórnarskóli Reykjavíkur
C Gögn varðandi útvarpsdagskrár KRFÍ
D Ýmsar greinar
E Samtíningur
F Alþjóðasamhjálp verkalýðsins
Askja 1:
A Félagsmál
Ýmis gögn er lúta að þátttöku Elínar í félagsmálum. Neðst liggja í umslögum: félagsskírteini í KRFÍ og Mæðrafélaginu, áskriftarskírteini að tímaritinu Melkorku, merki landsfundar KRFÍ 1956, Áfengisbók fyrir konur frá 1941, félagsskírteini E.G. í húsnæðissamvinnufélaginu Búseta; umslag með ljósmynd tekin 1953 um borð í Gullfossi af ísl. konum er sóttu Heimsþing kvenna 1953, og korti frá Önnu Sigurðardóttur; umslag með Ex libris Katrínar Thoroddsen
- 4 bréf vegna fulltrúakjörs á aðalfund SÍS (Samband ísl. Samvinnufélaga), 1947, 1949, 1951 og 1952
- Tillaga samþykkt á aðalfundi KRON 24.06. 1947, flutt af Elínu Guðmundsdóttur, þar sem væntanlegum fulltrúum á aðalfundi SÍS er ætlað að beita sér fyrir launajafnrétti í samvinnufélögunum
- 3 bréf, 1957, 1958 og 1961, þar sem tilkynnt er um kosningu Elínar sem varamanns í framfærslunefnd Reykjavíkur
- Bréf 01. 03. 1960 vegna fulltrúakjörs á landsfund
- Bréf 20. 01. 1942, boð í 40 ára afmælisfagnað KRFÍ
- Boðskort vegna 75 og 80 ára afmælisfagnaða KRFÍ
- SÍS 50 ára, nafnspjald fulltrúa á aðalfundi ásamt boðskorti
- Heimsþing kvenna 1953, þátttökuspjald
- Heimsþing kvenna 1953, spjald með eiginhandaráritun fjölda þátttakenda
- Ljósmynd úr ráðstefnusal frá Heimsþingi kvenna 1967
- Ljósmynd af Valentinu Tereshkovu, geimfara
Efst liggja þessar bækur:
Byltingasöngvar. Útgefandi: Samband ungra kommúnista. Fjölrit 1932
10 ára afmælisrit. Félag ungra jafnaðarmanna. 1937
Askja 2:
B Hússtjórnarskóli Reykjavíkur
Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, saman í örk:
- Skipunarbréf Elínar Guðmundsdóttur í stjórn skólans, dags. 27. nóv. 1984
- Listi yfir námskeið skólans veturinn 1984-85
- Erindi Halldóru Eggertsdóttur: Húsmæðraskóli Reykjavíkur á vegamótum, flutt á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík 1977
- Bæklingur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Hvenær ferð þú að búa?
- 50 ára afmæli Hússtjórnarskólans í Reykjavík, prentuð dagskrá
- 50 ára afmæli Hússtjórnarskólans í Reykjavík, boðskort til Elínar Guðmundsdóttur
C Gögn varðandi útvarpsdagskrár KRFÍ
Gögn varðandi útvarpsdagskrár á vegum KRFÍ sem Elín Guðmundsdóttir vann að (sjá einnig öskju 293):
- Tvær tillögur á 10. landsfundi KRFÍ, 19.-20. júní 1960, um kjör í útvarpsnefnd og hlutverk nefndarinnar
- Tvö uppköst að bréfum til útvarpsráðs
- Listi yfir útvarpsdagskrár KRFÍ fluttar á milli landsfunda 1960 og 1964
- Skýrsla útvarpsnefndar KRFÍ 1960-1964
- Afrit af þakkarbréfi til Guðmundar Hagalín rithöfundar 24. júní 1961
- “Íslensk húsmóðir”, útvarpsdagskrá KRFÍ 18. júní 1961 í umsjá Önnu Sigurðardóttur og Elínar Guðmundsdóttur
- “Móðir og barn”, útvarpsdagskrá KRFÍ 18. júní 1963 í umsjá Elínar Guðmundsdóttur og Guðbjargar Arndal
- “Mannréttindi”, útvarpsdagskrá KRFÍ 1968 í umsjá Elínar Guðmundsdóttur
D Ýmsar greinar
- Ferðaminningar, frá dvöl í Sovétríkjunum 1955
- Grein um jafnrétismál (frá 1946?)
- Grein/erindi um æskulýðsmál, væntanlega 1951
- Avarp flutt á kvennaráðstefnu Eystrasaltslandanna, Noregs og Íslands í Rostock 1974, þýðing á þýsku fylgir með
- Ávarp flutt í kynnisferð til Armeníu á vegum MÍR, Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, sumarið 1975
- Margrét Ottósdóttir, kveðja frá Kvenfélagi sósíalista
- Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir, minning
- Helga Rafnsdóttir 90 ára, 6. des. 1990
- Leiðrétting varðandi Kvenfélag sósíalista vegna viðtals í Veru við Nönnu Ólafsdóttur
- Bréf til forstjóra ÁTVR dags. 17. sept. 1975 til að vekja athygli á armensku rauðvíni
- Bréf til Morgunblaðsins dags. 10. okt. 1989, aths. vegna greinar eftir Guðjón Friðriksson í Lesbók 30. sept. varðandi Klapparstíg 40
E Samtíningur:
- Ræða á almennum kvennafundi í Iðnó 16. júní 1947
- Frásögn af Bodil Begtrup, sendiherra Dana, í danska sendiráðinu
F Alþjóðasamhjálp verkalýðsins
A.S.V.- Alþjóðasamhjálp verkalýðsins: Fundagerð stofnfundar og fundagerðir 6 funda ASV árið 1932, lög fyrir Kvennadeild ASV – handskrifað af Elínu Guðmundsdóttur
Fyrst birt 05.08.2020