Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 71
Ingunn Bjarnadóttir
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands –Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 71. Ingunn Bjarnadóttir (1905–1972).
Ingunn Bjarnadóttir (1905–1972)
F. 25.3. 1905 að Einholti á Mýrum í A-Skaftafellssýslu, d. 29.4. 1972 í Hveragerði
For.: Margrét Benediktsdóttir og Bjarni Eyjólfsson, bændur
Giftist 1927 Sigurði Eiríkssyni verkamanni. Þau skildu. Eignuðust tvö börn, Margréti Sigurbjörgu og Bjarna Eirík. Giftist 1940 Hróðmari Sigurðssyni kennara. Eignuðust fimm börn, Önnu Sigríði, Þórhall, Óttar Hrafn, Hallgrím og óskírða dóttur, andvana fædda.
Með húsmóðurstörfum samdi Ingunn lög og ræktaði skrúðgarð að Laufskógum 4 (áður Hraunteigur) í Hveragerði. Ingunn hafði enga tónlistarmenntun en Hróðmar skrifaði upp mörg laga hennar.
Viðtal við Ingunni birtist í 19. júní 1962, bls. 14-15, 18.
Í fórum barna Ingunnar
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir afhenti Kvennasögusafni gögnin 1 apríl 2005
Tvær öskjur með nótum og nótnabókum
Engu var eytt
Ekki er von á viðbótum
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti á safnmark.
ágúst 2012
Askja 1:
Fjölrituð hefti: 24 sönglög Ingunnar Bjarnadóttur með kórútsetningum eftir Hallgrím Helgason og níu sönglög Ingunnar Bjarnadóttur með kórútsetningum eftir Hallgrím Helgason.
- Nótnaskrifbækur (16 stk.)
- Söngskrá, Söngfélag Verkalýðssamtakanna í Reykjavík, 1. maí 1951
- Æviágrip Ingunnar Bjarnadóttur
Askja 2:
Laus nótnaskrifblöð
Fyrst birt 05.08.2020