Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 67
Nanna Kaaber
1928-1966
Fimm öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 67. Nanna Kaaber. Einkaskjalasafn.
Nanna Kaaber (1918–2011), fararstjóri
Nanna Ida Kaaber fæddist í Reykjavík 21. maí 1918; lést 5. maí 2011.
Foreldrar: Ludvig Emil Kaaber frá Danmörku, og kona hans Astrid Bertine, f. Thomsen. Alsystkini Nönnu voru Gunnar Georg, f. 1908, d. 1949, Axel Jóhannes, f. 1909, d. 1999, Sveinn Kjartan, f. 1909, d. 1990, Knud Albert, f. 1914, d. 1915, Eva Ásta, f. 1916, d. 1933, Ragnar Eiríkur, f. 1919, d. 1958, Elín Margrét, f. 1922, Knud Albert, f. 1922, d. 1989. Samfeðra systkin Nönnu voru Edda Kristín, f. 1931, Astrid Sigrún, f. 1932, Edwin Mikael, f. 1935 og Eggert Matthías, f. 1939, d. 1945.
Nanna giftist 22.9. 1945 Bjarna Árnasyni, f. 1918, d. 2004, þau skildu. Foreldrar hans voru Árni S. Bjarnason, f. 1879, d. 1969 og kona hans Björg Stefánsdóttir, f. 1880, d. 1968. Þau eignuðust tvö börn.
Kornung dvaldi Nanna með foreldrum sínum á Borgundarhólmi um skeið. Hún ólst svo upp á Hverfisgötu 28 og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Nanna starfaði við skrifstofustörf um tíma, en lærði svo garðyrkju í Fagrahvammi í Hveragerði. Hún nam garðyrkju- og blómaskreytingar í Árósum og kom heim með síðustu ferð Gullfoss fyrir stríð 1939. Nanna stofnaði blómabúðina Garð við Garðastræti ásamt með Stefáni Árnasyni. Árið 1959 hóf hún að vinna hjá danska sendiráðinu og starfaði þar í 30 ár, fram til ársins 1988 þegar hún stóð á sjötugu. Nanna var einn af stofnendum ferðafélagsins Útivistar, sat í kjarna þess frá upphafi og var heiðursfélagi. Hún var fararstjóri í áratugi og fór í sína síðustu ferð sem slíkur árið 2005, þá 87 ára.
Gögnin komu úr dánarbúi Nönnu
29. febrúar 2016 bárust um hendur Huldu Júlíusdóttur efni úr fórum tengdamóður hennar, Nönnu Kaaber (1918-2011): póstkort frá systur hennar, Elínu, heimilisbókhald frá árunum 1947-62 í nokkrum stílabókum, dagbækur, bréfasafn 1945-1969.
Safnið inniheldur bréf til Nönnu á árunum ca. 1941-1966, póstkort og nokkrar stílabækur með heimilisbókhaldi.
Engu var eytt
Ekki er von á viðbótum
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og danska.
KSS 2017/9. Nanna Kaaber. Einkaskjalasafn. (Ein askja, innihald: 1 lítið kort: Medlemskort DEN UNGE GARTNER 1937-1938, Áfengisbók fyrir konur 1941, Næla [án nælu] með áletruninni „Abel”)
Auður Styrkársdóttir skráði.
30. mars 2016
A: Bréfaskipti
Askja 1: Bréfritarar:
Torben Christianai, 1 bréf, ódagsett
Onkel Thomas, fjöldi bréfa, 1941-1966
Sverri Kaaber, 1 bréf, 1968
Svansí, 1 bréf, ódagsett
Svanhildur, 3 bréf, 1959 og 1969
Stína, 1 bréf, 1952
Stella (?), 1 bréf, 1965
Stefanía, 2 bréf, 1960
S.K. 1 bréf, 1959
S 1 bréf, 1949
Ragnar Jónsson, 1 bréf, 1943
Ragnar E. Kaaber, fjöldi bréfa, 1945- 1957
Oscar Kaaber, 1 bréf, 1942
Njáll, 1 bréf, 1941
Ninna, 4 bréf, 1959-1966
Lulla, 3 bréf, 1963
Lisbeth, 6 bréf, 1964-1968
Knud Kaaber, 1 bréf, 1967
Krag Nielsen, 1 bréf, 1947
Jörgen Bajlthazar-Christensen, 1 bréf, 1969
Jytte, 1947-1969
Jónína Snorradóttir, 1 bréf, 1947
Jan Kaaber, 2 bréf, ódagsett
Inger, fjöldi bréfa, 1950-1967
Ingeborg, 1 bréf, 1969
Hörður (barn), ódagsett bréf
Henning, 1 bréf, 1961
Helen, 2 bréf, 1964 og 1968
Askja 2, bréfritarar:
Gunnar Kaaber, fjöldi bréfa, 1945-1949
Gógó, 4 bréf, 1960-1962
Georg, 1 bréf, 1962
Ellen, 15 bréf, 1963-1966
Ebba, 4 bréf, 1959-1962
Dóa (Þuríður Þórarinsdóttir, 1 bréf án dagsetningar
Bruno, 1 bréf, 1956
Britta, fjöldi bréfa, 1945-1958
Bjarne Paulsen, 1 bréf, 1966
Birgit Thomsen, fjöldi bréfa, 1946-1969
M Boeg, 1 bréf, 19654
Bergljót, 1 bréf, ódagsett
Áslaug Sigurðardóttir, 1 bréf, 1961
Asta, 5 bréf, 1963-1964
Árni (barn), 1960-1964
Alla, 3 bréf, 1945
Abella, 2 bréf, 1952 og 1959
Askja 3
• Bréf Nönnu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, 1951. Ábending um öryggi barna við Austurgötu
Póstkort og jólakort
B: Persónulegt efni
Askja 4
• Teikningar og dúkkulísur; prentað ljóð til Nönnu Kaaber
• 2 vegabréf Nönnu og einkunnabók úr Barnaskóla Reykjavíkur veturinn 1928/29
Stílabók með kökuuppskriftum – Svört stílabók merkt NASA með uppskrifuðum ljóðum – Svört stílabók merkt Nasa Kaaber með uppskrifuðum ljóðum – Brún stílabók merkt Dagbog for gartnere, frá 1937-1938 – Svört stílabók ómerkt með færslum varðandi garðyrkju frá 5.5. 1936-16.12. 1936
Askja 5
Blá bók, heimilisbókhald sept. 1947-mars 1959 – Appelsínugul bók, heimilisbókhald nóvember 1952-nóv. 1953 – Svarthvít bók, heimilisbókhald október 1958-sept. 1959 – Gul bók, heimilisbókhald sept. 1959-nóv. 1960 – Rauð bók, heimilisbókhald des. 1960-júní 1962
Fyrst birt 04.08.2020