Skjalasöfn einstaklinga

María Thorsteinsson (1896–1992) tónskáld. KSS 58.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 58

  • Titill:

    María Thorsteinsson

  • Tímabil:

    Óvíst

  • Umfang:

    Tvær öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 58. María Thorsteinsson. Einkaskjalasafn.

    eða

    (Lbs.-Hbs. Kvss.) KSS 58. María Thorsteinsson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    María Thorsteinsson (1896–1992), tónskáld, skjalaþýðandi og ritari í Hæstarétti.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fæddist á Ísafirði 1896 og ólst þar upp til um 1920. Faðir: Sölvi Thorsteinsson, móðir: Sigríður Bjarnadóttir. Stundaði skrifstofustörf og þýðingar í Reykjavík. Fékkst við tónsmíðar og hafa verk hennar verið flutt af einsöngvurum og kórum.

    Nánar, sjá æviágrip í öskju og Morgunblaðinu 24. nóvember 1992: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/96528/

  • Um afhendingu:

    30. Mars 1999. Kristín Elísabet Jónsdóttir (1927–2008) læknir (sjá ártöl og áfangar í sögu Íslenskra kvenna, bls. 53) afhenti nótur og fleiri gögn úr fórum Maríu Thorsteinsson (1896-1992) tónskálds, skjalaþýðanda og ritara í Hæstarétti.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið hefur að geyma nótur Maríu og nokkur persónuleg gögn

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Viðbóta er ekki von

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska og enska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir breytti safnmarkinu og skrifaði þessa lýsingu 1. ágúst 2012

  • Dagsetning lýsingar:

    1. ágúst 2012


Skjalaskrá

A Persónuleg gögn

B Nótur

 

Askja 1

A Persónuleg gögn

– Greinargerð um ævi og störf Maríu Thorsteinsson skráð af Kristínu E. Jónsdóttur

– Nótnabækur (æfingar) og laus blöð með æfingum

– Gögn Maríu viðvíkjandi jarðarkaupum hennar og bræðra hennar

– Persónuleg gögn: Útfararprógramm Maríu 24. nóvember 1992 – tveir handskrifaðir listar með titlum á ljóðum sem hún samdi/eða var að semja lög við – Prógramm frá söngskemmtun karlakóra Ísafjarðar og Bolungarvíkur 1983 þar sem fluttur var Sjómannasöngur við lag Maríu – Úrklippa með frásögn af Hallgrímshátíð 27. október 1974. Þar var flutt nýtt lag Maríu „Gefðu að móðurmálið mitt” – Prógramm Kirkjukórs Vestmannaeyja (vantar ár) þar sem flutt var lag Maríu Thorsteinsson „Um sköpun heimsins og Kristí hingað burð” – Efnisskrá (tvöfalt kort) hljómleika í Gljúfrasteini 29. september 1946. Áritað af Adolf Busch og Rudolf Serkin – Der angehende Klavierstimmer … sjálfsnámsbók gefin út í Leipzig 1925

- Ljósmyndir

 

Askja 2

B Nótur

Tónsmíðar Maríu:

– Heyr himnasmiður eftir Kolbein Tumason

– Rokkarnir eru þagnaðir eftir Davíð Stefánsson

– Ríðum, ríðum til Logalands

– Ásta eftir Jónas Hallgrímsson

– Heut (Warum muss ich weinen) eftir Frau Melitta Urbantschitsch

– Wann? Wann bricht der Bann?

– Ein schweres Wetter

– Amma raular við barn eftir Þórunni Solholm

– Sjómenn Íslands

– Óskaráð eftir Jónas Hallgrímsson

– Annars erindi

– Dans

– Litli fossinn eftir Pál Ólafsson

– Inga Dóra

– Hrossagaukurinn

– „Í upphafi skapaði…” Úr Mósebók

– Hænsnarækt/hænsnastóð

– Hve sælt er sérhvert land

– Til vinar míns

– Þrösturinn

– Apríllinn eftir Halldór Kiljan Laxness

– Gamankvæði til Halldórs Kr. Friðrikssonar

– Gamlar smalaþulur

– Komið allir Capri sveinar

– Eia, eia

– Barnagæla frá Nýja Íslandi


Fyrst birt 04.08.2020

Til baka