Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 58
María Thorsteinsson
Óvíst
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 58. María Thorsteinsson. Einkaskjalasafn.
eða
(Lbs.-Hbs. Kvss.) KSS 58. María Thorsteinsson. Einkaskjalasafn.
María Thorsteinsson (1896–1992), tónskáld, skjalaþýðandi og ritari í Hæstarétti.
Fæddist á Ísafirði 1896 og ólst þar upp til um 1920. Faðir: Sölvi Thorsteinsson, móðir: Sigríður Bjarnadóttir. Stundaði skrifstofustörf og þýðingar í Reykjavík. Fékkst við tónsmíðar og hafa verk hennar verið flutt af einsöngvurum og kórum.
Nánar, sjá æviágrip í öskju og Morgunblaðinu 24. nóvember 1992: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/96528/
30. Mars 1999. Kristín Elísabet Jónsdóttir (1927–2008) læknir (sjá ártöl og áfangar í sögu Íslenskra kvenna, bls. 53) afhenti nótur og fleiri gögn úr fórum Maríu Thorsteinsson (1896-1992) tónskálds, skjalaþýðanda og ritara í Hæstarétti.
Safnið hefur að geyma nótur Maríu og nokkur persónuleg gögn
Engu var eytt
Viðbóta er ekki von
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og enska.
Auður Styrkársdóttir breytti safnmarkinu og skrifaði þessa lýsingu 1. ágúst 2012
1. ágúst 2012
A Persónuleg gögn
B Nótur
Askja 1
A Persónuleg gögn
– Greinargerð um ævi og störf Maríu Thorsteinsson skráð af Kristínu E. Jónsdóttur
– Nótnabækur (æfingar) og laus blöð með æfingum
– Gögn Maríu viðvíkjandi jarðarkaupum hennar og bræðra hennar
– Persónuleg gögn: Útfararprógramm Maríu 24. nóvember 1992 – tveir handskrifaðir listar með titlum á ljóðum sem hún samdi/eða var að semja lög við – Prógramm frá söngskemmtun karlakóra Ísafjarðar og Bolungarvíkur 1983 þar sem fluttur var Sjómannasöngur við lag Maríu – Úrklippa með frásögn af Hallgrímshátíð 27. október 1974. Þar var flutt nýtt lag Maríu „Gefðu að móðurmálið mitt” – Prógramm Kirkjukórs Vestmannaeyja (vantar ár) þar sem flutt var lag Maríu Thorsteinsson „Um sköpun heimsins og Kristí hingað burð” – Efnisskrá (tvöfalt kort) hljómleika í Gljúfrasteini 29. september 1946. Áritað af Adolf Busch og Rudolf Serkin – Der angehende Klavierstimmer … sjálfsnámsbók gefin út í Leipzig 1925
- Ljósmyndir
Askja 2
B Nótur
Tónsmíðar Maríu:
– Heyr himnasmiður eftir Kolbein Tumason
– Rokkarnir eru þagnaðir eftir Davíð Stefánsson
– Ríðum, ríðum til Logalands
– Ásta eftir Jónas Hallgrímsson
– Heut (Warum muss ich weinen) eftir Frau Melitta Urbantschitsch
– Wann? Wann bricht der Bann?
– Ein schweres Wetter
– Amma raular við barn eftir Þórunni Solholm
– Sjómenn Íslands
– Óskaráð eftir Jónas Hallgrímsson
– Annars erindi
– Dans
– Litli fossinn eftir Pál Ólafsson
– Inga Dóra
– Hrossagaukurinn
– „Í upphafi skapaði…” Úr Mósebók
– Hænsnarækt/hænsnastóð
– Hve sælt er sérhvert land
– Til vinar míns
– Þrösturinn
– Apríllinn eftir Halldór Kiljan Laxness
– Gamankvæði til Halldórs Kr. Friðrikssonar
– Gamlar smalaþulur
– Komið allir Capri sveinar
– Eia, eia
– Barnagæla frá Nýja Íslandi
Fyrst birt 04.08.2020