Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 55
Herdís Ásgeirsdóttir
Óvíst
Fjórar öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 55. Herdís Ásgeirsdóttir. Einkaskjalasafn.
Herdís Ásgeirsdóttir (1895-1982)
Fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1895, d. í Reykjavík 3. október 1982.
For.: Ásgeir Þorsteinsson, skipstjóri, og kona hans Rannveig Sigurðardóttir.
Maki: Tryggvi Ófeigsson, skipstjóri og útgerðarmaður. Þau eignuðust fimm börn: Pál Ásgeir, Jóhönnu, Rannveigu, Herdísi og Önnu.
Herdís Ásgeirsdóttir tók virkan þátt í Kvenfélaginu Hringnum og Bandalagi kvenna í Reykjavík. Hún var formaður Orlofsnefndar húsmæðra fyrstu árin (frá 1960). Heimild: Morgunblaðið, 14. okt. 1982.
Fleiri heimildir um Herdísi: Morgunblaðið 31. ágúst 1965.
Gögnin voru í fórum dótturdóttur Herdísar, Rannveigar Hallvarðsdóttur.
Afhending var 7. nóvember 2011
Safni Herdísar Ágústsdóttur er skipt upp í eftirfarandi flokka: A. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík – B. Ýmislegt
Engu var eytt. Gögn tilheyrandi Kvenfélagasambandi Íslands voru tekin og borin saman við önnur gögn sambandsins.
Ekki er von á viðbótum
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 145. Húsmæðraorlof. Einkaskjalasafn.
Skjölin komu óröðuð í einum kassa. Auður Styrkársdóttir raðaði og skrifaði þessa lýsingu í mars 2012.
7. mars 2012
A Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík (öskjur 1-3)
Askja 1
Norrænt efni/fyrirmyndir – Ráðningasamningar – Húsnæði – Skýrslur og eyðublöð – Skrár yfir orlofsgesti
Askja 2
Orlofsnefnd: fundagerðir Herdísar Ásgeirsdóttur, o.fl. – Samskipti við Mæðrastyrksnefnd 1964 – Bréfasamskipti við ráðuneyti og Reykjavíkuborg, ca. 1960-1968.
Askja 3
Ýmis handrit Herdísar Ásgeirsdóttur – Útvarpserindi Herdísar Ásgeirsdóttur um húsmæðraorlof – Ræður og ávörp til þátttakenda í húsmæðraorlofi – 3 minnisbækur
B Ýmislegt (askja 4)
Askja 4
Slitur og ósamstætt efni - Draumar Herdísar Ásgeirsdóttur – Bréf varðandi fæðingardeild Landspítalans frá Bandalagi kvenna, 1956, 1959 og 1960 – Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis til kvenfélagsins Hringurinn 5. maí 1952 um fyrirhugaða barnadeild – Ræður Herdísar Ásgeirsdóttur – 2 bréf Tryggva Ófeigssonar, Hávallagötu 9, varðandi minnisblöð og önnur gögn hans – Bréf til Herdísar Ásgeirsdóttur frá Guðbjörgu Þorvaldsdóttur, Aðalgötu 19, Siglufirði
Fyrst birt 04.08.2020