Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 54
Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins
Óvíst
Sex öskjur og að auki gögn í sérstökum umbúðum
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 54. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins. Einkaskjalasafn.
Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins (1898-1973)
Fæddist að Hvallátrum á Breiðafirði 26. mars 1898, d. í Reykjavík 18. mars 1973.
For.: Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson, bóndi og bátasmiður, og kona hans Ólína Jóhanna Jónsdóttir.
Nam við Rjómabústýruskólann að Hvítárvöllum um vetrartíma, lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1921. Fékkst nokkuð við kennslu.
Maki: sr. Halldór Kolbeins. Þau eignuðust sex börn: Ingveldur Aðalheiður, Gísli, Erna, Eyjólfur, Þórey Mjallhvít og Lára Ágústa.
Þórey Mjallhvít, dóttir Láru, afhenti Kvennasögusafni, en Lára hafði afhent henni skjölin til varðveislu. Bréfin komu í hendur Þóreyjar mörgum árum eftir andlát Láru.
Afhending var 26. júní 2006, sbr. Aðfangaskrá 2006. Fyrri afhending hafði átt sér stað 29. nóvember 2004.
Safni Láru Ágústu er skipt upp í eftirfarandi flokka: A. Bréfaskipti - B. Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins – C. Ýmisleg gögn
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Skjölin komu í efnisröðuð kössum. Auður Styrkársdóttir fínraðaði árið 2006. Hún skrifaði þessa lýsingu í janúar 2012. Safnið var lokað til ársins 2020.
19. janúar 2012
A Bréf
B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins
C Ýmisleg gögn
A Bréf
Askja 1: AA Bréf til Láru Ágústu
Bréfritarar: Ólafur Kristjánsson – Aðalheiður (dóttir Láru) – Ásdís Friðb. – Anna (systir Láru) – G. Jónsson – Kristjana Friðbertsdóttir – Þórey Mjallhvít Kolbeins
Askja 2: AB Bréf frá Láru Ágústu
Viðtakendur: Anna Ólafsdóttir Hvallátrum (systir), 1925-1958 – Baldur Kolbeins (1) – Aðalheiður (ljósrit, 4) – Ólafur A. Bergsveinsson (1) – Þórey (3)
Einnig: Bréf til Þóreyjar frá Önnu frænku (4) og frá Halldóri Kolbeins (1)
B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins
Askja 3: • Ýmislegt um Láru: Aldarminning, ljósmyndir, ljóð, fullnaðarpróf, próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík
um sig möppu með þessum textum. Fremst liggja upplýsingar um Láru
Saman í örk:
Minningargrein um Torfa Magnússon, mág Þóreyjar Kolbeins
Sálmar sungnir við kveðjuathöfn Sigurborgar Ólafsdóttur, Skáleyjum
Bréf frá Halldóri Kolbeins til Baldurs Ragnarssonar, tengdasonar, skrifað í Vancouver 30.12. 1959
Æviágrip Ólafs Aðalsteins Bergsveinssonar, föður Láru Ágústu
Saman í örk:
Þórey Kolbeins: “Um mömmu”
Þórey Kolbeins: “Um Rúnu og Óla”
Minningar Rúnu um Láru
Efst liggja tveir leðurmunir og Børnenes Bog ásamt skýringum Þóreyjar Kolbeins við bókina
Handavinna Margrétar Eyjólfsdóttur
Askja 4: B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins
Askja 5: B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins
Bækur Láru Ágústu með sögum, frásögnum og minningum
Askja 6: B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins
Bækur Láru Ágústu með sögum, frásögnum og minningum
C Ýmisleg gögn (í sérstökum umbúðum, ekki í öskjum)
„Borðar af krönsum og samúðarkveðjur til minningar um Halldór Kolbeins“
Myndaalbúm o.fl.
Fyrst birt 04.08.2020