Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 42
Kristín Sigfúsdóttir (1876-1953)
1920-1950
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 42. Kristín Sigfúsdóttir. Einkaskjalasafn.
Kristín Sigfúsdóttir (1876-1953)
Fæddist að Helgastöðum í Saurbæjarhreppi 13. júlí 1876, d. á Akureyri 28. sept. 1953.
For.: Sigfús Hansson, bóndi, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Helgastöðum.
Giftist 1901 Pálma Jóhannessyni. Bjuggu að Helgastöðum og Kálfagerði og frá 1930 á Akureyri.
Eignuðust sex börn: Hólmgeir (f. 1903), Sigrúnu (f. 1907), Hannes (f. 1909), Jakobínu (f. 1912), Jóhannes (f. 1914) og Guðrúnu (f.1917). Einnig ólu þau hjónin upp Lilju Jónsdóttur.
Sjá nánar um feril Kristínar á vefnum skald.is.
Guðrún Pálmadóttir, dóttir Kristínar Sigfúsdóttur, Lilja Jónsdóttir, uppeldisdóttir Kristínar, og dr. Sigrún Klara Hannesdóttir afhentu gögn þessi Kvennasögusafni Íslands 29 ágúst 1994, sbr. Gjafabók 3 (svört). Hinn 10 des. 1996 barst safninu: frásögn Aðalsteins Ólafssonar, ýmislegt um Kristínu, lýsingar á aðstæðum Kristínar til skáldskapar og kvæði ofl.
Tvær öskjur. Safnið hefur að geyma sendibréf til Kristínar Sigfúsdóttur og handrit að sögum hennar auk annarra persónulegra gagna.
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Skjölin komu í pappakassa. Auður Styrkársdóttir endurraðaði árið 2011. Hún skrifaði lýsingu í nóvember 2011. Rakel Adolphsdóttir uppfærði skráningu á innihaldi í maí 2020.
nóvember 2011
A Handrit
B Bréf
C Annað
Askja 1:
A Handrit
Uppskriftir af kvæðum frá Kristínu til ýmissa aðila sem og til Kristínar frá ýmsum
Askja 2:
B Bréf
BA Bréf frá Kristínu
BB Bréf til Kristínar:
C Annað
Fyrst birt 08.07.2020