Jan 3, 2020

Kjörgripur mánaðarins


Kjörgripur mánaðarins hjá Þjóðarbókhlöðu í janúar 2020 kom úr safnkosti Kvennasögusafns Íslands.

Um er að ræða elsta skjalið sem varðveitt er á Kvennasögusafni. Það er undirritað af Benedikt Vigfússyni á Hólum þann 31. janúar 1838 og í því gefur hann jörðina Utanverðarnes í Rípurhreppi til góðgerðarmála í minningu dóttur sinnar, hinnar þrettán ára gömlu Hólmfríðar.

 

osk_smaller.jpg