Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 36
Hulda Pétursdóttir
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands –Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands KSS 36. Hulda Pétursdóttir. Einkaskjalasafn.
Hulda Hraunfjörð Pétursdóttir frá Útkoti (1921-1995), bóndakona, rithöfundur, listmálari
Fædd að Ytri-Tröð, Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, 24. apríl 1921, látin 14. nóvember 1995.
Foreldrar: Pétur J. Hraunfjörð Jónsson, f. 14.5. 1885, d. 5.3. 1957, skipstjóri og verkamaður í Reykjavík, og Sigurást Kristjánsdóttir (Ásta), f. 6.6. 1891, d. 27.7. 1980, húsmóðir.
Hulda giftist 1940 Alfreð Hólm Björnssyni, f.1915, vörubílstjóra, bónda og frístundamálara. Börn Huldu og Alfreðs: Hafsteinn Pétur, Óskar Mar, Sæmundur Unnar. Stjúpsonur Huldu er Björn Reynir, fósturdóttir er Kristín Huld Skúladóttir.
Hulda bjó lengstum að Útkoti á Kjalarnesi, var bóndakona og stundaði jafnframt ritstörf og hélt nokkrar málverkasýningar.
Heimild: Morgunblaðið, 22. nóvember 1995.
Skjöl bárust Kvennasögusafni Íslands frá Huldu Pétursdóttur 11. jan. 1982. Sjá Gjafabók V (græn stílabók). Skjöl bárust einnig frá Ólöfu Hraunfjörð, um hendur dóttur hennar, Petrínu Rósar Karlsdóttur, 24. okt. 2000.
Tvær öskjur
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 48. Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð. Einkaskjalasafn. [systir]
Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsandi samantekt í september 2011. Safnið hafði verið raðað í öskjur og skráð af Önnu Sigurðardóttur og Erlu Huldu Halldórsdóttur áður.
2011
Askja 1
Gullkista þvottakvenna. Handrit, bæði vélrituð og handrituð, að bókinni sem gefin var út 1997.
- Minningargreinar, handskrifaðar, um Kristjánsínu Sigurást Kristjánsdóttur og Stefaníu Sigurbjörgu Kristjánsdóttur
Askja 2:
- Kynni mín af hernáminu (ritgerð). – Suðurpólarnir (Frásögn) – Sykurmolinn (saga) – Agnes (saga) – Tökubarnið (saga) – Hernámsárin – Pálína og Jósafat – Kópavogur (frásögn) – Læknaráð til leiðbeiningar (blaðagrein) – Verður Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi lögð af? (blaðagrein) – Er fólk algjörlega réttlaust (blaðagrein) - Minningargreinar eftir Huldu. Sjá nafnalista í öskju
Fyrst birt 08.07.2020