Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 33
Jónína Guðmundsdóttir (1902-1978)
ca. 1918–1975
Þrjár öskjur
Landsbókasafn Íslands―Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 33. Jónína Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.
(Lbs–Hbs. Kvss.) KSS 33. Jónína Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.
Jónína Guðmundsdóttir (1902-1978)
Fædd 3. nóv. 1902 í Flatey á Breiðafirði, d. 22.5. 1978 í Rvk.
For: Guðmundur Þórólfsson, smiður, og Þorgerður G. Sigurðardóttir. Stundaði nám við Hvítárbakkaskóla um tveggja ára skeið og önnur tvö ár við nám í húslegum fræðum í Danmörku.
Giftist Frímanni Ólafssyni, forstjóra, 1925, og eignuðust þau fimm börn. Frumkvöðull að stofnun Húsmæðrafélags Reykjavíkur 1934-1972 og lengi formaður. Formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík 1958-1977. Sat í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, átti sæti í Fegrunarnefnd Reykjavíkur, í hópi þeirra er áttu frumkvæði að stjórn Neytendasamtakanna, sat í stjórn Bandalags kvenna, Kvenfélagasambands Íslands, Kvenfélags Hallgrímskirkju, Thorvaldsensfélagsins og Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar.
Úr búi Jónínu.
Sonur Jónínu, Ólafur Frímannsson, afhenti Kvennasögusafni Íslands skjölin 9. nóv. 1978, sbr. Gjafabók III, frá 1. jan. 1978-13. nóv. 1979.
Safnið hefur að geyma ýmis skjöl, bréf og handrit. Skjölin lúta mestmegnis að félagsstarfi Jónínu en hún var um tíma formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur og einnig Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bréfin eru persónuleg bréf Jónínu. Handritin eru minningargreinar, ræður og erindi. Einnig eru ljósmyndir varðveittar með safninu.
Gögn tengd félaginu Vernd voru afhent handritadeild Landsbókasafns; gögn tengd Hallveigarstöðum voru flutt í öskju nr. 543 [KSS 104]; gögn tengd Bandalagi kvenna voru flutt í öskju nr. 623, gögn tengd Mæðrastyrksnefnd og Húsmæðrafélagi Reykjavíkur voru flutt þangað.
A. Persónuleg gögn
B. Félagsgögn
C. Úrklippubækur
D. Ljósmyndir
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska, enska, norðurlandamál.
KSS 12. Mæðrastyrksnefnd. Einkaskjalasafn.
KSS 27. Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Einkaskjalasafn.
KSS 103. Kvenfélagasamband Íslands.
KSS 104. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir.
KSS 2020/18. Bandalag kvenna í Reykjavík. Einkaskjalasafn.
Handritasafn: Thorvaldsensfélagið og félagið Vernd.
Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í sept. 2011.
Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 33 í febrúar 2017. Rakel Adolphsdóttir bætti skráningu sem og sameinaði ljósmyndir sem komu með sömu afhendingu við safnið. Ljósmyndirnar höfðu áður verið varðveittar í öskju Ljósmyndir A í febrúar 2021 og ein mynd sem var í ljósmyndaöskju 201. Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði ljósmyndirnar þar sumarið 2020.
september 2011
Askja 1
A. Persónuleg gögn
Askja 2
B. Félagsgögn
B1. Barnavernd
B2. Ýmis félög
Askja 3
B3. Viðurkenningarskjöl
3 viðurkenningar þar sem Jónína er gerð að heiðursfélaga þriggja félaga
Askja 4:
C. Úrklippubækur
Tvær úrklippubækur sem sýna fréttir og myndir af ferðum Jónínu vegna starfa í húsmæðra og/eða kvenfélaga. Innlendar og erlendar úrklippur. Nokkuð um persónulegar ljósmyndir í bókunum.
Askja 5:
D. Ljósmyndir
U.þ.b. 40 ljósmyndir úr fórum Jónínu. Bæði fjölskyldumyndir sem og myndir frá starfi Húsmæðrafélagsins
Fyrst birt 08.07.2020