Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 29
Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir (1905-2000)
1950-1985
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.KSS 29. Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir. Einkaskjalasafn.
Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir (1905-2000), verslunarkona
Fæddist í Hafnarfirði 1. ágúst 1905, d. í Reykjavík 15. maí 2000.
For.: Ólafur Sigurðsson frá Merkinesi, bóndi, formaður og smiður, og seinni kona hans, Sigurbjörg María Eyjólfsdóttir.
Lauk námi frá Flensborgarskóla. Hóf ung verslunarstörf, fyrst í Sturlubúð en í þrjá áratugi í Verslun Kristínar Sigurðardóttur að Laugaveg 20 í Rvk. þar til sú verslun hætti starfsemi í byrjun sjöunda áratugar 20. aldar. Starfaði frá 1963 hjá Happdrætti H.Í. í 12 ár. Ógift og barnlaus.
Ólafur Halldórsson afhenti Kvennasögusafni skjölin en Þórunn var afasystir hans. Skjölin komu af heimili Þórunnar.
Afhending var 25. jaúnar 2005
Tvær öskjur. Safn Þórunnar Kolfinnu hefur að geyma sendibréf til hennar, kort og símskeyti, nokkrar ljósmyndir, minningargreinar um Þórunni og geisladisk með upplýsingum.
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Skjölin komu í pappakassa. Auður Styrkársdóttir raðaði árið 2005. Hún skrifaði lýsingu í sept. 2011. Ljósmyndir fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur (2005-14).
22. mars 2011
Askja 1:
Sendibréf. Neðst liggja kort, símskeyti, nokkrar myndir, vegabréf frá 1947 o.fl.
Bréfritarar:
- Dadda
- Anna S. Sigurjónsdóttir, Torfastöðum
- Ingibjörg Johnson, San Fransisco
Saman í örk:
- Begga og Jón
- Ingunn
- Vala
- Margrjet Bjarnadóttir
- Villý Vilhjálmsdóttir
- Sigrún
- Óþekkt
Askja 2: Sendibréf, bréfritarar:
- Tóta, Kanada
- Gunnhildur, Oslo
- Helen, Danmmörk
Fyrst birt 06.07.2020