Skjalasöfn einstaklinga

Vilborg Dagbjartsdóttir (f. 1930), handrit annarra. KSS 28.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 28

  • Titill:

    Vilborg Dagbjartsdóttir (f. 1930)

  • Tímabil:

    Óvíst

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 43. Vilborg Dagbjartsdóttir. Handrit.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Vilborg Dagbjartsdóttir (f. 1930)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Vilborg Dagbjartsdóttir (fædd 18. júlí 1930) er íslenskur rithöfundur.
    Vilborg rithöfundur fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Guðmundsson og Erlendína Jónsdóttir. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni og var í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist á árunum 1951 – 1953. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla um langt árabil. Vilborg er þekktust fyrir ljóð sín en eftir hana liggur einnig fjöldi rita fyrir börn, bæði frumsamdar sögur og þýðingar og auk þess námsefni. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979.
    Út hafa komið tvær bækur um ævi Vilborgar:
    Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir. Skrásetjari: Kristín Marja Baldursdóttir 2000.
    Úr þagnarhyl. Skrásetjari: Þorleifur Hauksson 2012
    Eiginmaður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Vilborgar

  • Um afhendingu:

    Vilborg Dagbjartsdóttir afhenti Kvennasögusafni gögnin 16. september 2001

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja sem inniheldur handrit annarra úr vörslu Vilborgar Dagbjartsdóttur.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og skrifaði þessa lýsingu 2010.

  • Dagsetning lýsingar:

    2010


Skjalaskrá

Handrit annarra:

A. Málfríður Einarsdóttir

Þýðing á ævintýrum: Dvergurinn Ruglumsperra og Þegar doktor Faust kom saman hjónum (birtust í Óskastund Þjóðviljans sem V.D. hafði umsjón með)

B. Oddný Guðmundsdóttir

Látrabjarg (birtist í Óskastund Þjóðviljans)

C. Jakobína Sigurðardóttir

Sonargæla (eigin rithönd)

D. Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi

Sjómannsljóð e. Agnia Barto. Handrit þýðingar S.E. (birtist í Sólhvörfum) Fyrsta langferðin (birtist í Óskastund Þjóðviljans). Jón skjóða, eiginhandarhandrit (birtist í Óskastund Þjóðviljans)


Fyrst birt 06.07.2020

Til baka