Jan 10, 2020

Opnun vefsíðunnar Huldukonur


Huldukonur - vefur um hinsegin kynverund kvenna fyrir 1960 opnaði formlega þann 10. janúar 2020.

Vefurinn er afrakstur heimildasöfnunar sem hófst árið 2017. Honum er ætlað að vera upplýsingasíða fyrir áhugasaman almenning, upphafspunktur fyrir fræðimenn og nemendur og efnisveita fyrir sögukennara.

Að baki verkefninu standa Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger. Verkefnið var unnið í samstarfi við Kvennasögusafn.

huldukonur.png