Fædd 6. ágúst 1881 og látin 10. apríl 1946.
Hún birti verk sín undir skáldanafninu Hulda og orti m.a. þjóðhátíðarljóðið Hver á sér fegra föðurland. Hulda giftist Sigurði Sigfússyni árið 1905 og tóku þau sér ættarnafnið Bjarklind. Þau bjuggu í Húsavík 1918-1935 en eftir það í Reykjavík. Bréfi voru afhent á Kvennasögusafn árið 1993 og eru aðgengileg á rafrænann máta, ýta þarf á hlekk við hvert bréf til að skoða þau.
Einnig má finna skjöl Unnar á handritasafni Lbs.-Hbs., Héraðsskjalasafninu á Akureyri og Héraðsskjalasafni Þingeyinga á Húsavík.
Tilvísun: KSS 142. Unnur Benediktsdóttir Bjarklind. Einkaskjalasafn.
Skjalaskrá
A Bréf frá Unni til tengdamóður sinnar, Sigríðar Jónsdóttur frá Hömrum Reykjadal
B Bréf frá Sigurði til móður sinnar
C Fylgigögn
*Kvennasögusafn Íslands er skjala- og upplýsingasafn um sögu kvenna. Við tökum við hvers kyns einkaskjölum; bréfum, dagbókum, fundargerðarbókum o.s.frv. Hafið samband til að afhenda slík skjöl.*
* Höfundur: Rakel Adolphsdóttir
*Síðast uppfært 5. september 2019