Teresía Guðmundsson (1901–1983)

Teresía Guðmundsdóttir askja 201 Kvss

Teresía Guðmundsson (1901–1983) tók við stöðu veðurstofustjóra, fyrst kvenna, árið 1946 og fyrst allra kvenna veðurstofustjóri í heiminum.

Teresía var norsk að uppruna og fluttist til Íslands 1929 ásamt íslenskum eiginmanni sínum. Teresía lauk fyrrihluta embættisprófs við stærðfræði- og náttúruvísindadeild Oslóarháskóla 1925 og síðari hlutanum 1937 með veðurfræði sem aðalgrein. Hún varð þar með fyrsta konan til að ljúka prófi í veðurfræði frá Oslóarháskóla. Teresía starfaði sem  veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands 1929–1946 og gegndi embætti veðurstofustjóra frá 1946–1963. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1966.

Heimild: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, bls. 51.

Ítarefni: Viðtal við Teresíu í 19. júní árið 1963.