Svona margar

Lag: Gunnar Edander
Íslenskur texti: Þrándur Thoroddsen

Svona margar, nær meirihlutinn
af mannfólki þessa lands.
Það skýrslur segja til sanns.
Svona margar, meirihlutinn,
já meirihluti mannkynsins er við,
kvenfólkið.

Ef kúrum við hér ein og ein
á okkar básum heima.
Það verður okkar versta mein
því víst ei skulum gleyma:
Að meirihlutans sterka stoð
þá styður okkur ekki.
Þá setjum við hvorki bönn né boð.
Við bundnar erum í hlekki.
Svona margar....

Því skulum við reyna að skríða út
úr skelinni þarna heima
og rétta úr okkar kvennakút
ei krafti okkar gleyma.
Því ef við stöndum hlið við hlið
við hljótum að vera margar.
Ef stelpa leggur konu lið
það leiðin er til bjargar.
Svona margar....