Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Sigríður Erlendsdóttir (1892–1980)

Sigríður Erlendsdóttir (1892–1980) tók þátt í fyrsta verkfalli kvenna sem vitað er um. Það átti sér stað árið 1907, þegar hún var 15 ára. Þá fóru hafnfirskar verkakonur, sem unnu við fiskbreiðslu, í verkfall. Verkfallið stóð stutt yfir, dagsstund eða svo, og uppskáru konurnar launahækkun.

Sigríður var í forystusveit Verkakvennafélagsins Framtiðarinnar í áratugi og hafði á hendi útbreiðslu Alþýðublaðsins í Hafnarfirði í 40 ár. Hér má lesa viðtal við hana þar sem hún talaði meðal annars um verkfallið 1907: Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. (19.06.1975), bls. 4.

Meira um verkföll kvenna.

Kvennasögusafn Íslands tekur við skjalasöfnum - bréfum, dagbókum o.þ.h. - frá einstaklingum og félagasamtökum. Hafðu samband ef þú vilt afhenda skjöl.