Sigríður Erlendsdóttir (1892–1980)


sigríður erlendsdóttir og fleiri verkalýðskonur 1972Sigríður Erlendsdóttir (1892–1980) tók þátt í fyrsta verkfalli kvenna sem vitað er um. Það átti sér stað árið 1907, þegar hún var 15 ára. Þá fóru hafnfirskar verkakonur, sem unnu við fiskbreiðslu, í verkfall. Verkfallið stóð stutt yfir, dagsstund eða svo, og uppskáru konurnar launahækkun.

Sigríður var í forystusveit Verkakvennafélagsins Framtiðarinnar í áratugi og hafði á hendi útbreiðslu Alþýðublaðsins í Hafnarfirði í 40 ár. Hér má lesa viðtal við hana þar sem hún talaði meðal annars um verkfallið 1907: Alþýðublað Hafnarfjarðar, 19. júní 1975, bls. 4.

sigríður erlendsdóttir alþýðublað hafnarfjarðar

*Kvennasögusafn Íslands er skjala- og upplýsingasafn um sögu kvenna. Við tökum við hvers kyns einkaskjölum; bréfum, dagbókum, fundargerðarbókum o.s.frv. Hafið samband til að afhenda slík skjöl.*