Sólveig Jónsdóttir bæjarstjórn

sólveig jónsdóttir
1910-1913 í bæjarstjórn Seyðisfjarðar


*30.4. 1884 að Arnarvatni    †1962 í Baltimore 

Foreldrar: Jón Jónsson í Múla, verslunarfulltrúi og þingmaður, og kona hans Valgerður Jónsdóttir. 

~ 1904 Jóni Stefánssyni, kaupfélagsstjóra á Seyðisfirði. 


Solveig var þriðja í röðinni af sex börnum móður sinnar og ólst upp á heimili foreldra sinna, fyrst að Arnarvatni, þá á Skútustöðum, Reykjum, Múla og á Seyðisfirði. Hún stundaði um skeið nám í Reykjavík og Kaupmannahöfn, m.a. söngnám.

Tvítug að aldrei giftist Solveig Jóni Stefánssyni og bjuggu þau um skeið á Seyðisfirði og eignuðust þar fjóra syni. Árið 1913 flutti Jón til Vesturheims og nokkrum árum síðar Solveig með þrjá drengi. Stofnuðu þau heimili í Baltimore í Maryland og þar eignuðust þau tvær dætur.

Solveig var kjörin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar af kvennalista árið 1910 og sat þar í þrjú ár.


Heimild:
Guðmundur Marteinsson: „Sextugsafmæli vestur-íslenskrar merkiskonu. Solveig Jónsdóttir frá Múla. Morgunblaðið, 3. maí 1944, bls. 2.
Ljósmynd af Solveigu er í Seyðisfjarðarkaupstaður 50 ára á bls. 11.
Sigrún Klara Hannesdóttir, „Sólveig Jónsdóttir (1884-1962) bæjarfulltrúi á Seyðisfirði (1910-1913)“, Glettingur 20.árg. 3. tbl 2010, bls. 13-21.



Litlar heimildir eru til um Solveigu og tekur Kvennasögusafn með þökkum á móti upplýsingum um hana.



Stafræn útgáfa © Útgáfuréttur 2008 Kvennasögusafn Íslands