Góðir áheyrendur. Ég las einu sinni sögu þar sem eftirfarandi samtal átti sér stað milli músamömmu og unganna hennar:
- Hugsa? Hvað er það?, spurðu ungarnir?
- Það veit ég ekki, sagði músamamma.
- Þurfa allir að hugsa? spurðu ungarnir.
- Nei, það held ég ekki, sagði músin.
- Hugsar þú, mamma? spurðu ungarnir.
- Mömmur þurfa aldrei að hugsa neitt, sagði músin.
- En hugsum við?, spurðu ungarnir.
- Nei, það held ég ekki börnin mín, ekki enn.
- Þú hugsar ekki og við hugsum ekki, sögðu ungarnir. Er þá enginn hér sem hugsar nema pabbi?
- Nei, hann hugsar einn fyrir okkur öll, sagði músamamma, en hann hugsar líka mikið.
En dettur ekki einhverjum í hug, þegar hann heyrir þetta samtal, að stundum sé kannski ótrúlega skammt á milli músar og manns?
Hve lengi og oft höfum við konurnar ekki látið karlmönnum það eftir að hugsa fyrir okkur og segja okkur til um hver hlutverk okkar sé og hvað okkur sé sæmandi án þess að kvenlegum yndisþokka og húsmóðurskyldum okkar sé misboðið? Hve lengi höfum við ekki látið okkur það vel lynda að lesa og segja börnunum okkar sögur af tápmiklum og áræðnum drengjum, sem ekkert vex í augum og sigra hverja þraut og hve oft höfum við ekki sagt frá telpum, sem eru svo duglegar að hjálpa mömmu sinni við innanhússverkin, litlu stúlkunni sem er svo þæg og góð og leikur sér svo fallega með brúðuna sína, strokin og snyrt með rauðan hárborðann, fyrirmyndarstúlkuna?
Og námsefnið í skólunum. Skyldi það vera hlutlaust um að ætla telpum og drengjum, konum og körlum sömu störfin? Fá bæði kynin sömu hvatningu til náms? Foreldrar ættu að kynna sér bók um starfsfræðslu, sem kennd er í framhaldsskólum.
Í Noregi vinnur ríkisskipuð nefnd að því samkvæmt 5 ára áætlun að endurskoða innihald allra skólabóka með það fyrir augum að finna og eyða hverju því sem stuðlað gæti að mismunun kynjanna. Slíkt hið sama þyrfti að gera hér. Og það er okkar að krefjast þess, að það sé gert.
Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið. Við verðum að byrja á byrjuninni, ef við ætlum að uppræta ósómann, misrétti kynjanna. Hugsum við hvað við erum að gera, þegar við erum að móta viðhorf og skoðanir barna okkar með sögum, námsbókum og daglegu tali? Eða erum við kannski eins og músamamma í sögunni og hugsum ekki neitt? Segjum við kannski eins og hún: Pabbi hugsar einn fyrir okkur öll, en hann hugsar líka mikið.
Sú hefur kannski verið tíðin. En nú höfum við ástæðu til að ætla að það sé liðin tíð. Það sýnir og sannar meðal annars þessi fundur okkar í dag. Við erum farnar að hugsa. Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.
Við þetta á að miða hugsunarháttinn. Við þetta á að miða uppeldið. Og ef aðrir eru ekki tilbúnir að gera þetta, þá skulum við bara gera það sjálfar.
Konur! Hvers vegna höfum við ekki meiri áhrif í þjóðfélaginu en raun ber vitni? Það er vegna þess, að til þessa höfum við ekki hugsað nægilega mikið um stöðu okkar, lífshlutverk og rétt konunnar til þess að vera maður, ekkert síður en karlmaðurinn.
Við höfum of lengi látið aðra hugsa fyrir okkur.
Á þessu er og skal verða breyting. Það er ekkert náttúrulögmál að konur séu betur fallnar til heimilisverka en karlar. En þrátt fyrir lögmálið að æfingin skapar meistarann, fer það ekkert á milli mála að konur eru misvel fallnar til barnauppeldis alveg eins og karlmenn. Við skulum líka hugsa um það, að starfsævi konunnar er í mörgum tilvikum yfir 50 ár, og af þeim eru aðeins 10-20 bundin uppeldinu. Þetta er minnihlutinn af starfsævi konunnar. Hvers vegna ætti hún þá ekki að huga að öðrum störfum? Hvers vegna ætti hún ekki að hafa aðra atvinnu sem aðalstarf? Hvers vegna ætti hún að stuðla að vinnuþrælkun karlmannsins og að eigin iðjuleysi? Hvers vegna ætti hún ekki að sjá fyrir sér sjálf? Já, hvers vegna?
Það er fyrst og fremst okkar, húsmæðra og mæðra, að leiða þessi réttlætismál með skynsemi og ákveðni til sigurs. Við höfum mikil áhrif, ef við beitum okkur. Við getum breytt uppeldinu. Við getum knúið yfirvöld til þess að breyta námsbókunum og fræðslukerfinu í heild svo að þar skipi jafnrétti kynjanna öndvegið. Við getum kennt sonum okkar að meta heimilisstörfin að verðleikum og sinna þeim kinnroðalaust. Og við getum hvatt dætur okkar til að mennta sig og þjálfa til hinna ýmsu atvinnugreina alveg á sama hátt og syni okkar.
Það er þetta, sem við erum að sýna og sanna bæði sjálfum okkur og öðrum í dag. Þessi fundur okkar er skýlaus yfirlýsing um vilja okkar og mátt. Og þessi vilji og máttur verður ekki aðeins ríkjandi í dag, heldur vöknum við líka á morgun og hinn daginn margefldar til baráttu og starfa fyrir jafnrétti kynjanna. Hver dagur sem rís eftir þennan dag mun bera okkur hraðbyri til framtíðarþjóðfélagsins, þar sem jafnrétti, framþróun og friður marka stefnuna.
Heimild: Kvennasögusafn Íslands, KSS 1. Kvennafrí 1975.
English summary:
Once up on a time I read a story about mother mouse and her young ones. They had following conversation: “Think? What is that” asked the babies. “I don’t know” said their mother. “Does everyone have to think” asked the babies. “no I don’t think so” said their mother. “Do you think, mother” asked the babies. “No mothers need never think about anything” said their mother. “But do we think” asked the babies. “No, I don’t think so, my children. Not yet.” “You do not think and we do not think” said the babies. “Is father the only one who does the thinking around here” said the babies. “No” answered their mother “but he takes care of our thinking and he thinks a lot.”
After hearing a story like this one we realise that the gap between a man and a mouse is not as wide as many people think.
We have for so long and so often let the men make all our decisions and decide our role in society.
Women are all the time telling their children about brave young men. When we talk about the girl we tell how helpful they are to their mothers doing the work around the house.
The school-books have to be under constant criticism in order to wipe out every sentence which includes inequality sustains prejudice of this kind.
Children learn what they live. We have to early in childhood if we are going to be successful.
This meeting here today proves that we have started thinking. We do know what we want.
We want women to be able to choose their jobs.
We want to be able to use our brains and qualifications.
We want the work in home to be just as much for men as women. We want that position to be appreciated regardless of who does it a man or a woman.
Our way of thinking should be based on this, so should the way we bring up our children.
Why do we not have equal rights? Why are we not more influential in our society? The answer is that we have not been thinking enough about our role in and status in society.
We have to face facts. Women work about 50 years of their lives, 10-20 years are necessary for bringing up the children. Why should women not be aware of this fact. Why should she be responsible for overworking the men while she is idle.
We can teach our sons to appreciate the work done in their homes We can prevent the old feeling of shame if they touch “a woman’s job”. We can encourage our daughters to seek a better education and prepare for any kind of job.
Today we show our will and power. And this will not only be for one day and the day after today we shall wake up full of energy and be ready to fight and work for equality among men and women. In our future society we shall have equality – development and peace.
Source: Women's History Archive, KSS 1. Kvennafrí 1975.