Ræða Claudie Wilson á Arnarhóli, 24. október 2018

Gleðileg baráttudag kærar konur,

Þann 24. október 1975 ávarpaði baráttusystir okkar, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir samkomu eins og þessa og sagði: „ég trúi að eftir 10 ár hittumst við á Lækjartorgi mikið fleiri og þá verði sú stund komin þegar orð sem við sjáum nú í hillingum eru orðin töm í talmáli. Orð eins og þau sem við göngum undir í dag: Jafnrétti – framþróun – friður.“

Í dag, fjörtíu og þremur árum og 5 fundum seinna fæ ég þann mikla heiður að ávarpa ykkur undir kjörorðunum „Breytum ekki konum- heldur samfélaginu“.

Ég flutti til Íslands fyrir 17 árum síðan og varð fljótt ljóst um jafnréttisbaráttuna og þá áfanga sem konur á Íslandi hafa náð í gegnum árin, allt frá árinu 1850 til dagsins í dags. Frá mínum sjónarhóli er það svo að konur hafa neitað að samþykkja samfélagið án breytinga. Einstök framlög þeirra til breytts samfélags eru ótalmörg og oft á köflum vanmetin. Eitt er þó víst, að vilji, trú, styrkur og hugrekki íslenskra kvenna standa óbreytt.

Samfélagið hefur svo sannarlega breyst frá því að ég flutti hingað. Ég held ég fari rétt með mál um að þegar ég kom voru u.þ.b. 3% þjóðarinnar af erlendum uppruna en í dag er það rúmlega 12%. Með fjölbreyttara samfélagi koma nýjar áskoranir og ég veit að konur af erlendum uppruna eru tilbúnar í það verk að berast samhliða baráttusystrum okkar fyrir það samfélag sem við viljum fyrir okkur sjálfar og fyrir syni okkar og dætur, sem og komandi kynslóðir.

Við höfum náð langt í jafnréttisbaráttunni. Síðustu níu ár hefur Ísland þannig verið fremst þjóða samkvæmt skýrslum World Economic Forum sem það ríki sem er leiðandi í jafnréttismálum.

Ísland er ekki komið á þann stað í jafnréttismálum fyrir tilviljun. Bakvið þetta er fullt af kvenhetjum sem neituðu að samþykkja að búa í karlaveldi.

Fjöldi hetja hefur stigið fram í krafti Metoo átaksins, bæði innfæddar og aðfluttar konur. Átakið hefur kennt okkur ýmislegt um stöðu kvenna í samfélaginu og að engin kona er örugg frá kynjamisrétti í einu formi eða öðru.

Í frásögnum kvenna sem rufu þögn í metoo átakinu var það skýrt.

Konur, bæði innfæddar og aðfluttar, hafa upplifað og þolað margskyns kynjamisrétti og í sumum tilfellum gróft kynbundið ofbeldi. Verðskuldaða athygli vakti í fyrra að konur af erlendum uppruna, líkt og innfæddar baráttusystur þeirra, berjast fyrir launajafnrétti en auk þess þurfa þær að berjast fyrir líkamlegu frelsi sínu, að vera ekki fórnarlömb mansals, berjast gegn grófu ofbeldi og ómannúðlegri meðferð á vinnustað.

Erfitt er að rifja upp sumar þessara frásagna þar sem þær eru óþægilegar, en nauðsynlegt er að segja frá þeim til að vekja okkur til umhugsunar, til að styrkja stöðu kvenna og ekki síst til að breyta samfélaginu. Eins og kunnugt er kom fram í metoo átakinu að einni konu af erlendum uppruna var nauðgað á gólfi á vinnustað sínum þar sem hún skúraði, aðrar konur voru kallaðar ljótum nöfnum á borð við útlenskar „hórur og tussur“ á vinnustað. Ekki síst varpaði metoo átakið ljósi á það hvernig stjórnvöld bregðast konum sem eru í sérstakri, viðkvæmri stöðu í samfélaginu.

Hugrökku konur, áskoranir okkar vegna fjölbreyttari hóps kvenna og breytts samfélags er margþættar. Markmið okkar stendur hins vegar óbreytt: Við viljum öll samfélag sem virðir okkur og framlag okkar.
Við stöndum saman að þessu verkefni og munum ekki ganga frá því fyrr en við erum fyllilega sátt um að jafnrétti sé orðið að veruleika fyrir alla hér á Íslandi óháð uppruna og öðrum þáttum. Saman tökumst við á við þá áskorun að útrýma kynbundnu ofbeldi og öðru formi kynjamisréttis.

Hugrökku konur, ykkar jafnréttisbarátta er okkar og okkar jafnréttisbarátta er svo sannarlega ykkar. Saman munum við breyta samfélaginu.

Áfram með baráttuna! Ég þakka ykkur fyrir áheyrnina!

//

Claudie Wilson, summary of speech given at Kvennafrí 2018, Reykjavík


Claudie Wilson, a lawyer who immigrated to Iceland from Jamaica 17 years ago, looked back towards the women’s strike of 1975, saying that we are continuing the fight that women before us started. In 1975, women in Iceland marched under the banner of “Equality, progress, peace”. Now we march under the banner of “Don’t change women, change the world.”

The courage, faith and strength of women in Iceland remains strong. When I moved to Iceland, immigrants were only 3% of society, now we are 12%. With a more diverse society, we face new challenges, and immigrant women are ready to stand shoulder to shoulder with our native born sisters to fight for the society we want, for ourselves and for our sons and daughters.

We have come far in fighting for equality. For the last nine years, Iceland has topped the World Economic Forum’s Gender Gap Index, and this achievement is not a coincidence. Behind these victories are the heroic women who refused to accept to live in a man’s world. Many heroes have stepped forward in the #MeToo movement, both native born and immigrants. The stories shared have shown us that no woman is safe from injustice. Immigrant women, especially, have been discriminated against in the workplace, they have suffered extreme cases of violence in the workplace, have been victims of trafficking, have faced racism and xenophobia.

Brave women, our challenges because of the diversity of our population are manifold. Our goals, however, are still the same: All of us want a society that respects us and our contributions. We stand together and will not stop until we are satisfied that equality has been reached in Iceland, for everyone. Together, we will eliminate gender-based violence and other forms of discrimination. Together we will change the world.